Hjúkrunarfræðingar eiga betra skilið - semjið við þá.

Á tíma sem heilbrigðisstarfsfólkið okkar er lang mikilvægasta starfsfólk landsins segir Félag Íslenskra Hjúkrunarfræðinga okkur frá enn einum árangurslausum samingafundi við samninganefnd Bjarna Ben.

Ríkisstjórn Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs gerði samninga við lækna sem kostaði 4 milljarða á ári, en settu lögbann á verkfall hjúkrunarfræðinga sem hefði kostað það sama fyrir tvöfallt fleira starfsfólk.

Það er neyðarástand og Kóróna faraldurinn mun kosta okkur yfir 100 milljarða samkvæmt Bjarna Ben fjármálaráðherra, en hann veit ekki hvað það kostar að klára samninga við hjúkrunarstarfsfólkið sem dag eftur dag fórnar sér fyrir okkur í framlínuni við hjúkra okkar veikasta fólki og minnka mannlegan og fjárhagslegan harmleik faraldursins.

Hjúkrunarfræðingar eiga betra skilið - semjið við þá strax.


Við neyðarástand er nauðsynlegt að verja lýðræðið.

Það er auðvelt að gera mistök þegar taka þarf hraðar ákvarðanir.

Samt er ríkisstjórnin almennt að bregðast rétt við neyðarástandinu vegna Kóróna veirunnar, og á hrós skilið.

Frumvarp Samgöngunefndar Alþingis er undantekningin. Það er hættuleg lýðræðinu og verður að lagfæra áður en Píratar geta samþykkt að hleypa því í gengum þingið.

Tilgangurinn er góður, að heimila sveitastjórnum að halda m.a. fjarfundi vegna heimsfaraldurs.

Tillagan er samt svo víðtæk að ráðherra fái:
- ótímabundið vald til að heimila sveitastjórnum að við víkja frá
- ótilgreindum lagaákvæðum sveitastjórnarlaga við
- óskilgreint neyðarástand.

Við neyðarástand er nauðsynlegt að verja lýðræðið.


Hamfara hlýnun eða hnattrænt samsæri?

Sama hvort háværa fólkið sitt hvoum megin hefur rétt fyrir sér, þá er staðreynd að:
 
1. Sjórinn við Ísland er heitari en hann var. = Makríll.
 
2. Heitari sjór þýðir tíðari og sterkari storma sem stundum toga heimskautaloftið yfir okkur. = 50 ára seltu-stormurinn um daginn sem sló út rafmagnið víða.
 
Þeir sem vilja ekki sjá að sjórinn við Ísland er heitari og það þýðir sterkari storma sem stundum blása köldu lofti yfir landið, er ekki treystandi fyrir raforkuöryggi og almannavörnum, og hvað þá stjórn landsins.
 
 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband