Lög á verkföll eða Velferðarsamningar við lægst launaða?

Landslög eru skýr að það sem er barni fyrir bestu skal ávallt hafa forgang. Það er börnum fyrir bestu að afstýra mögulegu verkfalli með góðum barnvænum samningum við foreldra fátækustu barna landsins.

Reykjavíkurborg hefur sýnt fordæmi með Velferðarsamningunum við Eflingu um mikla hækkun lægstu launa og styttingu vinnuviku. Barnvænir samningar.

Sveitafélögin sem ekki hafa samið við Eflingu geta fylgt fordæmi Velferðarsamninga Reykjavíkur og sett börnin líka í forgang.

Hótanir um lög á verkföll foreldra fátækustu barna landsins eins og formaður Sambands Íslenskra Sveitafélaga var með í gær verður mætt af hörku.


COVID pakki ferðamálaráðherra brýtur eignarrétt og stjórnarskrá.

Ráðherra ferðamála hefur lagt fram frumvarp um Pakkaferðir, sem leggur til að svipta neytendur lögbundnum réttindum, afturvirkt. - Það er bara viðurkennt í frumvarpinu sjálfu (3.2. í greinargerð).

Frumvarp sem leggur til að brjóta stjórnarskránna. - Já það kom skýrt fram hjá tveimur stjórnarskrár sérfræðingum sem við óskuðum eftir umsögn frá.

Frumvarp sem leggur til að taka af fólki eignarréttindi, án bóta. - Ótrúlegt en þetta kom skýrt fram hjá eignarréttar sérfræðingi fyrir þingnefndinni og báðum stjórnarskrár sérfræðingunum. Neytendasamtökin segja að fólk hafi þegar ákveðið að fara í skaðabótamál við ríkið.

Ég mun áfram standa vörð um eignarréttinn við vinnslu málsins. Það væri gott að Sjálfstæðismenn  minni ferðamálaráðherra og þingmenn flokksins á að brot á eignarrétti stjórnarskrárinnar verður ekki liðið.


Hjúkrunarfólk fer eftir faraldurinn, ef ekki er samið við þau.

Við getum treyst hjúkrunarfólki til að standa með okkur í gegnum faraldurinn þó starfsaðstæður eru svo slæmar að margir menntaðir hjúkrunarfræðingar starfa ekki sem slíkir og ríkið hefur ekki samið við þá í 5 ár frá því að stjórnvöld fengu samþykkt lög á verkföll hjúkrunarfólks 2015. Þá var bent á að þetta myndi valda meiri skorti hjúkrunarfólks og 200 sögðu upp störfum í kjölfarið.

Hjúkrunarfólk munu áfram setja sig í hættu til að hjúkra okkur og þau munu smitast af Covid 19 og þegar faraldurinn er búin hefur formaður Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga bent á hættuna að sum þeirra munu segja upp ef stjórnvöld sýna ekki sóma og semja við þau núna.

Hjúkrunarfólk á betra skilið - semjið við þau strax.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband