Stjórnarþingmenn hafna að ræða hættuna í heilbrigðiskerfinu

Forseti Alþingis hefur vanrækt að virkja lögbundna eftirlitsheimild þingmanna til að eiga sérstakar umræður við ráðherra í þinginu um framkvæmdir stjórnvalda (49, 50 og 60.gr Laga um þingsköp). Þingmenn Pírata, Samfylkingar og Vinstri Grænna óskuðu því eftir að eiga slíkar umræðu um mikilvægustu málefni líðandi stundar eins og hættuna í heilbrigðiskerfinu vegna uppsagna yfir 200 heilbrigðisstarfsmanna í kjölfar lagasetningar á verkfall þeirra.

Stjórnvöld forgangsraða ekki skattfé landsmanna í heilbrigðiskerfið eins og 90% landsmanna vilja og stjórnarmeirihlutinn á Alþingi kaus í gær gegn því að ræða hættuna sem stefna stjórnvalda er að skapa í heilbrigðiskerfinu. Tillagan verður borin aftur upp í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband