Lög á verkfall setur fyrstaflokks heilbrigðiskerfi í hættu

Lög á verkföll heilbrigðisstarfsmanna er ekki leiðin til að halda í fyrstaflokks heilbrigðiskerfi. Það setur fyrstaflokks heilbrigðiskerfi í hættu.

Ef þú stjórnar landinu þá setur þú ekki lög á verkfall heilbrigðisstarfsmanna sem geta fengið allt að tvöfalt betri laun fyrir minni vinnu og betri aðstöðu til að hjúkra fólki í nágrannaríkjunum.

Ef þú stjórnar skattfé landsmanna þá forgangsraðar þú því í fyrstaflokks heilbrigðiskerfi eins og 90% landsmanna vilja óháð flokki, kjördæmi, aldri, menntun eða efnahag. Það þýðir að hækka þurfi laun heilbrigðisstarfsmanna nóg til að halda í þá og fyrsta flokks heilbrigðiskerfið.

Í síðustu fjárlögum vantaði 3 milljarða í heilbrigðiskerfið samkvæmt forsvarsmönnum allra heilbrigðisstofnana landsins. Þessir fjármunir voru til, enda fjárlögin hallalaus upp á 3,4 milljarða.

Ef ríkisstjórnin leggur fram í þinginu frumvarp um lög á verkfall heilbrigðisstarfsmanna þá er kominn tími til að setja þessum stjórnvöldum stólinn fyrir dyrnar og læsa þau inni í herbergi þar til þau fara að hlusta á forgangsröðun landsmanna og finna lausnir í samræmi við þann vilja.


mbl.is Lög verði sett á verkföllin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumvarp um að ráðherrar fái meiri völd og minni ábyrgð

Þetta frumvarp forsætisráðherra er ekki gott fyrir þjóðina. Þetta er ekki gott fyrir þingið. Þetta er ekki gott fyrir ráðherrana sjálfa, því þetta býður þeim upp á miklu meiri freystivanda að fara illa með valdið.


Þingið í fyrsta gír þar til forseti Alþingis þvingar formenn að samningsborðinu

Þegar deilandi aðilar (ráðherrar og þingmenn hér) valda öðrum sem ekki eru aðilar að deilunni tjóni (þjóðin sem stjórnmálamenn vinna fyrir) þá er rétt að þeir sem vald hafa til að þvinga deiluaðila að samningaborðinu (forseti Alþingis hefur það), vanrækji ekki að beita því valdi. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband