Frumvarp um að ráðherrar fái meiri völd og minni ábyrgð

Þetta frumvarp forsætisráðherra er ekki gott fyrir þjóðina. Þetta er ekki gott fyrir þingið. Þetta er ekki gott fyrir ráðherrana sjálfa, því þetta býður þeim upp á miklu meiri freystivanda að fara illa með valdið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Þór minn. Ég fór á fyrirlestrarfund í Háskóla Reykjavíkur fyrir stuttu síðan, þar sem Jón Steinar Gunnlaugsson gerði tilraun til að útskýra fyrir þeim sem heyra vildu, hvernig spillingin gengur fyrir sig í Hæsta-rétti Íslands.

Ekkert kom mér í raun á óvart í útskýringum Jóns Steinars Gunnlaugssonar á þessum fyrirlestrarfundi, þó ég sé enn að velta fyrir mér ýmsu sem hann sagði. Enginn er yfir gagnrýni hafinn.

Svo fór ég á fund í Háskóla Íslands fyrir stuttu síðan, þar sem fróðlegur fyrirlestur Svissneskrar fyrrverandi valdakonu þess ríkis, fræddi fundargesti um þá staðreynd, að eiturlyfjastríð heimsins væri tapað. Hún var ekki ein um þessa heimssýn, því fjölmargir, og sannarlega verðuglega virtir einstaklingar víðs vegar úr veröldinni voru með henni í þessum sannleiksboðskap um heimsundirheima-dópviðskipta-tapruglið tortímandi.

Um þetta snúast í raun bæði stóru og smáu mál veraldarinnar. Bæði á Íslandi og í öðrum ríkjum.

Við verðum öll að viðurkenna staðreyndirnar í stóru myndinni, sama hvar við erum staðsett í pólitík eða hagsmuna-ættartengslum.

Daginn sem dómstólar Íslands virka samkvæmt upplýstri og opinberlega viðurkenndri Stjórnarskrá Íslands, þá fer það að þjóna einhverjum tilgangi að tala um "siðareglur"!

En ekki fyrr!

Þú veist alveg hvað ég er að tala um Jón Þór.

En almenningur veit ekki hvað ég er að tala um. Það er á ábyrgð allra að upplýsa eftir bestur getu, hvað er í gangi í Íslensku samfélagi. Og óháð flokka/hagsmuna-pólitík.

Gangi okkur öllum sem best í því heiðarlega upplýsingastarfi, þrátt fyrir hindranir dómsstóla Íslands.

Sannleikann drepur enginn, því hann er jafn eilífur eins og sálartetur hvers einstaklings.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.6.2015 kl. 00:10

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sem sagt skil ég þig rétt Anna, að þér finnist engin þörf fyrir siðareglur ráðherra? 

Jónas Ómar Snorrason, 5.6.2015 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband