Lög á verkfall setur fyrstaflokks heilbrigðiskerfi í hættu

Lög á verkföll heilbrigðisstarfsmanna er ekki leiðin til að halda í fyrstaflokks heilbrigðiskerfi. Það setur fyrstaflokks heilbrigðiskerfi í hættu.

Ef þú stjórnar landinu þá setur þú ekki lög á verkfall heilbrigðisstarfsmanna sem geta fengið allt að tvöfalt betri laun fyrir minni vinnu og betri aðstöðu til að hjúkra fólki í nágrannaríkjunum.

Ef þú stjórnar skattfé landsmanna þá forgangsraðar þú því í fyrstaflokks heilbrigðiskerfi eins og 90% landsmanna vilja óháð flokki, kjördæmi, aldri, menntun eða efnahag. Það þýðir að hækka þurfi laun heilbrigðisstarfsmanna nóg til að halda í þá og fyrsta flokks heilbrigðiskerfið.

Í síðustu fjárlögum vantaði 3 milljarða í heilbrigðiskerfið samkvæmt forsvarsmönnum allra heilbrigðisstofnana landsins. Þessir fjármunir voru til, enda fjárlögin hallalaus upp á 3,4 milljarða.

Ef ríkisstjórnin leggur fram í þinginu frumvarp um lög á verkfall heilbrigðisstarfsmanna þá er kominn tími til að setja þessum stjórnvöldum stólinn fyrir dyrnar og læsa þau inni í herbergi þar til þau fara að hlusta á forgangsröðun landsmanna og finna lausnir í samræmi við þann vilja.


mbl.is Lög verði sett á verkföllin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vertu ekki að þessum stærilátum,þetta er neiðarúrræði og allan tímann vissu aðilar að til þess kæmi.

Helga Kristjánsdóttir, 12.6.2015 kl. 01:34

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Neyðarúrræði fyrir hvern, Helga? 
Ekki fyrir þær stéttir sem eru í verkfalli.
Ekki fyrir sjúklingana.
Þetta er ekki gert fyrir þeirra hagsmuni.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 12.6.2015 kl. 02:28

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Til að fá firsta flokks heilbrigðiskerfi þá á heilbrigðiskerfið ekki að vera rekið af Ríkinu.

En ef að fólk vill að heilbrigðiskerfið sé rekið af Ríkinu, þá auðvitað eiga þeir sem starfa í heilbrigðisgeiranum ekki að hafa verkfallsrétt ásamt öðrum Ríkisstarfsmönnum.

Mikið hefði ég gaman af því að sjá þingmenn fara í verkfall næstu tvö árin og þá sérstaklega stjórnarandstöðuna.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 12.6.2015 kl. 02:30

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvernig er hægt að tala um "fyrsta flokks heilbrigðiskerfi" þegar sjúkrahúsin hafa verið lömuð vegna verkfalla í fleiri vikur?

Þá er ekki verið að taka samningsréttinn af fólki, ekki í bili a.m.k., einungis verið að setja lög sem fresta verkfalli. Meðan þau lög gilda er samningsrétturinn í fullu gildi og hægt að klára samninga. Takist hins vegar ekki að klára samning á þeim tíma mun gerðadómur taka við og ákvarða kjarabætur til þessara hópa. Samkvæmt sögunni gæti allt eins farið að þessir hópar fái meira út úr þeirri lausn en kjarasamning.

Við skulum því bíða með sleggjudómana Jón, þar til niðurstaða liggur á borðinu, annað hvort með samningi eða úrskurði gerðadóms. Þegar sú niðurstaða er fengin er hægt að ræða málið og spá í hvort okkar "fyrsta flokks heilbrigðiskerfi" sé í hættu.

Hitt liggur fyrir að núverandi ástand getur ekki gengið lengur. Fólk er farið að þjást vegna þessara verkfalla. Ef ekkert er að gert þarf ekkert að fjölyrða meira um heilbrigðiskerfið hjá okkur, það mun þá ekki einu sinni komast í ruslflokk.

Gunnar Heiðarsson, 12.6.2015 kl. 03:58

5 identicon

Verkfall hjúkrunarfræðinga er heimskulegt og ábyrgðarlaust af þeirra hálfu. Þarna er verið að nota þá veikustu í samfélaginu sem skiftimynt í kjarabaráttu.

   Svo ótrúlegt sem það er að þá er þetta góða fólk sem svo sannarlega fer fæst í hjúkrun af gróðavon, komið í einhvern undarlegan pytt sem það kemst ekki upp úr.

  Lög á verkfallið eru því rétt viðbrögð í þeirri pattstöðu sem komin er upp.

Smá ráð til hjúkrunarfærðinga, berjist ekki fyrir hækkuðum daglaunum, eingöngu mikilli hækkun á yfirvinnu. Þá kemur allt hitt af sjálfu sér.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.6.2015 kl. 10:04

6 identicon

Verkfall hjúkrunarfræðinga er heimskulegt og ábyrgðarlaust af hálfu RÍKISINS að voga sér að beita þeim veikustu í samfélaginu fyrir sig sem skiptimynt í kjarabaráttu fremur en að tryggja hér örugga heilbrigðisþjónustu til framtíðar Í BOÐI ríkisins því þannig og aðeins þannig fá ALLIR jafn góða þjónustu. Hvort þjónustan er fyrsta flokks eða ekki í dag eða á morgun er m.a. háð því að hér fáist gott fólk til að vinna í heilbrigðiskerfinu. ALDREI mun ég vilja starfa í einkarekstri því hann er eingöngu til þess fallinn að græða á fólki sem ég vil aðeins fá að græða - gegn þóknun samfélags sem metur menntun mína og færni og tryggir að ég geti lifað af dagvinnunni minni! 

Ótrúlega er ég orðin þreytt á að heyra fólk, með meiri peninga en það hefur vit á að nota til góðra verka, hvetja til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu því einu til góðs. Hvar er náungakærleikurinn ykkar? Sjálf er ég engin móðir Teresea - sem reyndar hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að þiggja mútufé!!! - EN raunverulega veikir sjúklingar eru sjaldnast  miklir borgunarmenn enda óvinnufært fólk.

Má ég svo minna á að hlutföllinn hafa snúist við á þann veg að langflestir hjúkrunarfræðingar hafa aðeins dagvinnu að hverfa til og geta ekki lengur "híft upp launin" sín með þrískiptum vöktum. Þær eru á undanhaldi og er það vel því þær eru á margan hátt forneskjulegar og á allan hátt hættulegastar fyrir heilsu manna.

Allan tímann, Helga, Bjarni og Jóhann, frá upphafi höfum við hjúkrunarfræðingar gert okkur vonir um að kröfur okkar fengju áheyrn, að á okkur yrði að minnsta kosti hlustað. Við leyfðum okkur að vona að stjórnvöld sem kenna sig við sjálfstæði myndu halda áfram því sem síðasta ríkisstjórn skammaðist til að byrja á eða að þurrka út kynbundin launamun hjá ríkinu. Nei. Tilboðið hljóðaði upp á 3,5%. Hækkað um 1% í 3,85%.  Með viðbótarmenntun minni hef ég eytt 6 árum í háskóla og tekið lán upp á 4 milljónir sem stendur í nærri 6 í dag - enda næ ég ekki að greiða niður nema 2-300þúsund af því á ári af því að ég er með svo lág laun! 

Það stefnir allt í það að hjúkrunarfræðingar sem útskrifast árið 2018 fái 60þúsund krónum meira í dagvinnulaun en krakkar sem labba beint út á vinnumarkaðinn eftir grunnskólanám. Ég sætti mig ekki við það.

Skurðhjúkrunarfræðingur í dagvinnu.

Anna Lísa Baldursdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2015 kl. 11:33

7 identicon

Ég neyðist líklega til að leiðrétta síðustu málsgreinina mína því almennir samningar, verði þeir samþykktir, gera ekki ráð fyrir að fólk þurfi "fullorðins" laun fyrr en við tvítugt. (Áfram mega 17 ára taka bílpróf, 18 ára hafa kosningarétt og allur aldur getur eignast börn. Þetta sama fólk má bara ekki fá laun á við fullorðna á meðan! Mögulega á þetta að fela í sér hvatningu til að unga fólkið ljúki framhaldsskóla en þetta er engu að síður hræðilega misráðið það sér hver heilvita maður og ég ætla ekki að orðlengja meira um það).

Að efninu: Fólk sem ekki hefur verið á nnumarkaði fyrir tvítugt nema í sumarafleysingum mun uppskera örlitlu minna en sá sem er með 4 ár nám til viðbótar. Hvaða hvata hefur það til að mennta sig til starfa í heilbrigðiskerfinu?

Anna Lísa Baldursdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2015 kl. 11:49

8 identicon

 Ég neyðist líklega til að leiðrétta síðustu málsgreinina mína því almennir samningar, verði þeir samþykktir, gera ekki ráð fyrir að fólk þurfi "fullorðins" laun fyrr en við tvítugt. Áfram mega 17 ára taka bílpróf, 18 ára hafa kosningarétt og allur aldur getur eignast börn. Þetta sama fólk má bara ekki fá laun á við fullorðna á meðan! Mögulega á þetta að fela í sér hvatningu til að unga fólkið ljúki framhaldsskóla en þetta er engu að síður hræðilega misráðið það sér hver heilvita maður og ég ætla ekki að orðlengja um það.

Að efninu: Fólk sem ekki hefur verið á nnumarkaði fyrir tvítugt nema í sumarafleysingum mun uppskera örlitlu minna en sá sem er með 4 ár nám til viðbótar. Hvaða hvata hefur það til að mennta sig til starfa í heilbrigðiskerfinu?

 

Anna Lísa Baldursdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2015 kl. 11:51

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Þór.

Ég skil þetta vandamál ekki. Vitið er ekki meir en Guðsorkan gefur manni.

Það voru ekki sett lög á læknaverkfallið?

Bera læknar þá ekki ábyrgð á verkfalli láglaunafólkinu í heilbrigðiskerfinu?

Bera læknar þá ekki fyrst og fremst ábyrgð á því óverjandi ástandi sem nú ríkir hér á landi?

Ábyrgð á því að eftir skatta og önnur opinber gjöld, dugi nettó laun hjúkrunarfræðinga ekki fyrir eðlilegum mannsæmandi framfærslukostnaði á rán-dýra steinsteypu-grunnþarfa-kostnaðinum, sem viðgengst hindrunarlaust á glæpsamlegu húsanæðisokri,(banka/lífeyrisránum)?

Hjúkrunarfræðingar sem ekki geta lifað heilbrigðu lífi af nettó launum á Íslandi, geta ekki tekið ábyrgð á því að hjúkra sjúku fólki á ábyrgan og mistakalausan hátt. Gildir reyndar um allar stéttir.

Hvað með lög á nettó-laun/lífeyri, í samræmi við raunverulega og Stjórnarskrárbundna mannsæmandi framfærslu? Sem hefur verið reiknuð út og notuð í opinbera kerfinu nú þegar!

Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, er með reglurnar sem gilda fyrir allan lýðinn, og með eða án menntunargráðanna!

Það er kominn tími til að læra að fara eftir leiðbeiningar-lagareglum gildandi Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands.

Góðu öflin leiðbeini ykkur öllum við að koma Stjórnarskrárvörnum réttindum lýðsins fjölbreytilega á Íslandi, í trygga siðferðisverjandi höfn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.6.2015 kl. 13:29

10 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Jón Þór.

Íslenzkt heilbrigðiskerfi er ekki fyrsta flokks. Langt frá því.  Það er sennilega með því lélegasta og óskilvirkasta í norður-Evrópu

Kristján Þorgeir Magnússon, 12.6.2015 kl. 13:43

11 identicon

Það er ömurlegt að sjá hvernig stjórnarandstaðan og sjóræningjarnir þar meðtaldir ætla að nota þetta mál til að slá sig til riddara. Lágkúran verður vart meiri enn það.  Hvernig heldur þú Jón að verkalýðsfélög á almennum markaði sem eru ný búnir að semja á grundvelli ákveðinna fosenda muni bregðast við því ef gengið yrði að kröfum BHM og Hjúkrunarfræðinga. Fyrirkomulag kjaradeilna á Íslandi er galið og það er alls ekki sjálfgefið að ríkisstarfsmenn hafi verkfallsrétt. Var ekki sjóræningjarnir ekki stofnaðir um annarskonar stjórnmál? Hvernig er framganga sjóræningja öðruvísi en annarra stjórnarandstöðuflokkanna? Alltaf að móti þó að það sé augljóst að grípa verði til aðgerða.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.6.2015 kl. 15:18

12 identicon

Sá til vðbótar. Ég er að hlusta á ig Jón núna á Alþingi og óskaplega veldur þú miklum vonbrigðum. Þú atlar eins og ríkisstjórnin hafi átt að ganga að öllum kröfum þessara aðila að því að það myndi ekki kosta nema X marga milljarða og það eigi að setja heilbrigðiskerfið í forgang sem ríkissjórnin hafi ekki gert. Hér veist þú betur. Þessi ríkisstjórn hefur forgangsraðað verulega í þágu heilbrigðiskerfisins. Þú virðist vera alveg tilbúinn að úlla framan í þá sem eru ný búnir að semja á almennum markaði með því að semja um miklu hærri hækkanir til handa stéttum sem eru þó mun betur settar.  Það verður að koma á öðruvísi fyrirkomulagi á vinnumarkaði þar sem horfið verður frá þessu eilífa höfrungahlaupi stétta.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.6.2015 kl. 15:31

13 identicon

Kæri Jón Þór,

mig langar að þakka þér innilega fyrir málefnalega og vel rökstudda umræðu á Alþingi í dag. Ég veit að hjúkrunarfræðingar eru að fylgjast með þessum umræðum og þeir gleyma þessu seint og alls ekki fyrir næstu kosningar.

Guðrún Ösp, hjúkrunarfræðingur.

 

 

 

Guðrún Ösp Theodórsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2015 kl. 21:46

14 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"Hið opinbera" þar með talinn heilbrigðisgeirinn eins og hann leggur sig kemur til með að eiga við stórkostlegan mönnunarvanda að etja á næstu árum. Þetta er viðurkennd staðreynd. Ein leið til að bregðast við þeirri stöðu er að greiða ásættanleg laun og vona að fók kjósi í auknumm mæli að mennta sig til þeirra starfa. Því til viðbótar er sambærilegum störfum sífellt að fjölga á almenna markaðinum og því þarf "Hið opinbera" að einhverju leiti að keppa um starfsfólk INNANLANDS en ekki bara við Noreg. Það verður ekki gert nema með því að greiða ásættanleg og SAMKEPPNISHÆF laun.

Um þetta snýst málið í raun.

Haraldur Rafn Ingvason, 13.6.2015 kl. 00:09

15 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er því miður ekki rétt að þetta setji fyrsta flokks heilbrigðiskerfi í hættu, vegna þess að við erum ekki með fyrsta flokks heilbrigðiskerfi lengur.

Vésteinn Valgarðsson, 13.6.2015 kl. 12:04

16 identicon

Það er svo auðvelt að vera pírata-heilagur á svona stundum.

En við stöndum á krossgötum við að rétta þjóðarskútuna okkar af. Og þar með heilbrigðiskerfið - og áætlanir þar að lútandi eru komnar á góðan skrið. 

Undirrituð er í VR sem reynir að gera ábyrga samninga til að hér fari ekki allt í hund og kött - þið munið kannski að það er atvinnulífið sem stendur undir launum ríkisstarfsmanna og þar með heilbrigðiskerfisins? 

Það er hægt að hafa ákveðna samúð með hjúkrunarfræðingum. En ef þeir eru að miða sig við launahækkanir lækna þá hafa hjúkrunarfræðingar tikkað meira upp en læknar undanfarin ár. Fyrir utan að ég og við öll heyrðum marga hjúkrunarfræðinga styðja lækna í sinni kjarabaráttu og voru þá alveg tilbúnir til að veita þeim meira en öðrum, væri kominn tími til. 

Fyrir utan að þetta er allt orðið aðeins of "emotional" hjá hjúkrunarfræðingunum - hver hefur skrúfað þetta allt upp? Hvað segja ljósmæður, dýralæknar, lífeindafræðingar, lögfræðingar og allir hinir sem á að setja lög á líka? 

Ef hér eru einhver mistök í gangi þá byrja þau með óeðlilegri hækkun launa forstjóra Landspítala á la Guðbjartur Hannesson og illa tímasettum verkföllum BHM í þökk Páls Halldórssonar - sem hjúkrunarfræðingar ná í skottið á og súpa súrt seyðið. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2015 kl. 20:56

17 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ættli að Sjóræningjarnir hafi haft tima til að, kynna sér þetta mál, eða eru þeir að tala út í loftið?

Hvernig fóru atkvæði Sjóræningjanna í kosningu um,frumvarpið að stöðva verkfallið og gerðardómur verður settur á deiluna ef ekki er samið fyrir 1. júlí?

OFóru atkvæði Sjóræningjanna á móti frumvarpinu eða sátu þeir hjá eins og venjulega.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.6.2015 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband