Stjórnarþingmenn hafna að ræða hættuna í heilbrigðiskerfinu

Forseti Alþingis hefur vanrækt að virkja lögbundna eftirlitsheimild þingmanna til að eiga sérstakar umræður við ráðherra í þinginu um framkvæmdir stjórnvalda (49, 50 og 60.gr Laga um þingsköp). Þingmenn Pírata, Samfylkingar og Vinstri Grænna óskuðu því eftir að eiga slíkar umræðu um mikilvægustu málefni líðandi stundar eins og hættuna í heilbrigðiskerfinu vegna uppsagna yfir 200 heilbrigðisstarfsmanna í kjölfar lagasetningar á verkfall þeirra.

Stjórnvöld forgangsraða ekki skattfé landsmanna í heilbrigðiskerfið eins og 90% landsmanna vilja og stjórnarmeirihlutinn á Alþingi kaus í gær gegn því að ræða hættuna sem stefna stjórnvalda er að skapa í heilbrigðiskerfinu. Tillagan verður borin aftur upp í dag.


Frumvarp um ráðstöfun fiskveiðiauðlindar til lengri tíma en eins árs.

Makríll er ný fiskveiðiauðlind í fiskveiðilögsögu Íslands. Henni hefur ekki verið ráðstafað með lögum. Makríl lagafrumvarpi Sjávarútvegsráðherra hefur verið harðlega mótmælt og 51.000 landsmenn hafa skorað á forseta Íslands að:

Ráðstöfun fiskveiðiauðlindar til lengri tíma en eins árs

Stjórnarliðar eru byrjaðir að ræða breytingartillögu við makrílfrumvarpið sem þeir vilja fá í gegn núna á næstu dögum um að makríl skuli ráðstafað með lögum eins og öðrum fiskveiðiauðlindum með úthlutun aflahlutdeildar í heildarkvóta sem samkvæmt sérfræðingum getur tekið 6 - 30 ár fyrir þjóðina að afturkalla til sín.

Stjórnarliðar vilja að með lögum sem Alþingi samþykkir skuli fiskveiðiauðlind (makríl) ráðstafað með því að úthluta aflahlutdeild til lengri tíma en eins árs, og það áður en ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni hefur verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra

Lykilatriði er þetta:
Ef Makríll er settur inn í núverandi kvótakerfi mun taka 6 - 30 ár að ná honum aftur til þjóðarinnar. Það er ráðstöfun með lögum til lengri tíma en eins árs.

Hvetjum fleiri til að skrifa undir.


mbl.is Makríll á borði atvinnuveganefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta flokks heilbrigðiskerfi er ekki sett í forgang

Fyrsta flokks heilbrigðiskerfi er í forgangi hjá 90% lands manna. Stjórnvöld hafa hins vegar sýnt það aftur og aftur að þau forgangsraða öðru fyrst. Lægri veiðigjöld fyrir sjávarútvegsfyrirtækin hefur meiri forgang. Það hafði afnám auðlegðarskattsins líka. Lækkun skatta á álfyrirtækin var forgangsverkfni fjármálaráðherra 1. maí og núna vill hann lækka skatta í stað þess að forgangsraða því svigrúmi sem lægra vaxtabyrði ríkissjóðs skapar til að halda í fyrsta flokks heilbrigðiskerfi. Það er kýr skýrt að fyrsta flokks heilbrigðiskerfi er ekki í forgangi hjá þessari ríkisstjórn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband