Davíð búinn. Grín með stríðsfórnarlömb er útslagið.
23.6.2016 | 15:04
Davíð Oddsson setti Ísland á lista hinna viljugu bandamanna í Íraksstríðinu.
Þjóðirnar á listanum voru samábyrgar fyrir stríðinu samkvæmt George Bush.
Stríðið var ólöglegt samkvæmt Kofi Annan aðalritara Sameinuðu Þjóðanna.
Davíð sem sækist eftir því að verða forseti Íslands gerir ábyrgð sína og tölu látinu í stríðinu að hlátursefni á kosningafundi í gær; aðeins þrjá daga í kosningarnar.
Íslendingar munu ekki velja slíkan mann sem sameiningartákn þjóðarinnar og andlit Íslands á alþjóðavettvangi. Þetta er búið hjá Davíð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.7.2016 kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna: "Íraksstríðið ólöglegt."
8.6.2016 | 12:17
Kofi Annan sem Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna sagði innrásina í Írak: "ekki samræmast sáttmála Sameinuðu Þjóðanna, frá okkar sjónarhorni, og frá sjónarhorni sáttmálans þá var hún ólögleg."
Sáttmáli Sameinuðu Þjóðanna sem Ísland hefur verið aðili að frá 1946 heimilar ekki árás á annað fullvalda ríki nema það ríki hafi sjálf þegar ráðist á annað ríki. Í því ljósi heimiluðu Sameinuðu Þjóðirnar árás á Írak í persaflóastríðinu 1991 eftir að Írak hafði ráðist á Kúweit. Írak hafði ekki ráðist á annað ríki þegar bandalag hinna viljugu þjóða, með Ísland samábyrgt, hóf innrás í Írak 20. mars 2003
Rúmlega 76% landsmanna voru andvíg stuðningi Íslands við innrásina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.7.2016 kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sanngirni, sómakennd og Davíð Oddsson
7.6.2016 | 19:41
Í viðtali á Hringbraut sem forsetaframbjóðandi 20. maí síðastliðinn stendur Davíð ekki við það sem hann hafði sagt eftir að hann gerði Ísland samábyrgt í stríði. Hann segist þar hafa gert það "eftir að stríðið var hafið." Níu dögum síðar í viðtali á Eyjunni segir Davíð við Guðna Th forsetaframbjóðenda: "Guðni, elskulegur Guðni, ef þú ætlar að bjóða þig fram til forseta þá máttu ekki hlaupa frá öllu sem þú hefur sagt, þú bara mátt það ekki. Ég geri það ekki, og þú mátt það ekki, það er ekki sanngjarnt."
Ísland þurfti ekki að vera samábyrgt í þessu stríði. Davíð Oddsson ákvað að setja okkur á listann. Íslendingar eru stoltir af því að vera friðsælt og friðelskandi fólk. Síðar í mánuðinum sjáum við hvort að landsmenn vilja sjá sem sameiningartákn þjóðarinnar og andlit Íslands á alþjóðavettvangi þann mann sem gerði Ísland samábyrgt í stríði sem kostaði hundruð þúsunda lífið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.7.2016 kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)