Þjóðstjórn eða Óðstjórn?

thjo_stjornin.jpgRétt eins og hægt er að fá hrædda þjóð til að henda dýru erlendu lánsfé, sem ríkisstjórnin tók fyrir okkar hönd, í banka sem stendur höllum fæti, væri hægt að hræða landan til að láta á ólýðræðislegan hátt hópi manna hafa hættulega mikið vald til að ráða högum okkar allra.

Þetta er ekki ný leikflétta, að hræða fólk til að fela í hendur ákveðins hóps manna vald og verðmæti. Ætli slík stjórn myndi ekki hugsa um hag sinn meira en þinn, minn og þjóðarinnar?


mbl.is Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við kaupin í Glitni gulltryggði ríkið erlendu lánadrottnana. Fer eins með Kaupþing?

Ef Glitnir hefði farið á hausinn án "hjálpar" ríkisins hafa kaupin á 75% hlut bjargað, í það minnsta tímabundið, hluthöfum og nokkrum sparifjáreigendum að hluta, en ef bankinn hefði borið sig án "björgunar" aðgerðanna bera hluthafar skarðan hlut frá borði meðan sparifé var tryggt um borð.

_slendingar_bera_erlenda_lanadrottna.jpgÞeir sem mest græddu á kaupunum íslenska ríkisins voru erlendu lánadrottnar Glitnis. Þeir voru gulltryggðir. Tryggingargjaldið eru vextirnir af 84 milljarð króna sem kaupin kostuðu. Áhættan er að Glitnir fari samt á hausinn og við töpum þessu öllu.

Fé okkar Íslendinga var notað til að tryggja erlenda lánadrottna. Það hefði verið miklu ódýrara að bjarga sparifjáreigendum og láta hluthafa og erlenda lánadrottna sem græddu á góðum veðmálunum taka sjálfir tapið af þeim slæmu.

Gulltryggir Geir Haarde líka erlendu lánadrottna Kaupþings?


mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan og aðrir pappa peningar munu halda áfram að hrynja.

Pappa peningarnir sem núna eru að hrynja, og krónan hvað mest, gátu ekki annað en hrunið miðað við gjaldmiðla sem ekki er hægt að prenta úr engu eins og gull sem hefur farið upp 100% miðið við krónuna á einu ári. Gull hefur á sama tíma haldi verðgildi sínu gagnvart olíu og öðrum vörum.

pappapeningar brennaUm ára bil hafa pappa peningarnir verið prentaðir úr engu og lánaðir á ódýrum vöxtum. Nú er komið að óhjákvæmilegum skuldadögum, verðbólga og vantraust mun valda lækkun á skiptivirði pappapeninga miðað við gull, olíu og aðrar vörur.

Alltaf þegar magni krónu er aukið í umferð, sama hvort um er að ræða beina prentun í seðlabankanum eða margföldun skuldfærslna í bankakerfinu, veður verðbólgan á eftir og veldur virði hruni á krónunni.

Krónan mun svo ná jafnvægi þegar hún hefur sigið um sama hlutfall í prósentum og magni hennar var aukið í umferð á síðustu árum.

Austurríska hagfræðin hafði spáð þessu og því sem koma skal. Hér er hljóðfællinn.


mbl.is Krónan á enn eftir að veikjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband