Geir ætlar að færa fórnina, en okkur verður fórnað.

Hr. Geir H. Haarde sagði lengi vel að viðskiptabankarnir stæðu traustum fæti og núna þegar hallar undan fæti hjá bönkunum byður hann enn um traust þjóðarinnar að hann muni:

geir_haarde_faerir_fornir.jpg"tryggja með öllum tiltækum ráðum stöðugleika fjármálakerfisins og færa þær fórnir sem nauðsynlegar kunna að verða. Í því verkefni verður sem fyrr gengið fram með hagsmuni almennings að leiðarljósi og búið svo um hnútana að hagsmunir fólksins í landinu séu sem best tryggðir"

Það er ekkert dularfullt hvers vegna fjármálakerfið er að hrynja. Kerfið sem á Íslandi fer með fjármál hefur lagalega heimild til að margfalda magn króna í samfélaginu. Seðlabankinn hefur heimild til að prenta þá og viðskiptabankarnir heimild til að búa til skuldaviðurkenningar sem ekki er innistæða fyrir.

Austurríska hagfræðin spáði að slík peningaaukning myndi við innspýtingu blása út bólu sem spryngi þegar innspýtt fé færi óhjákvæmilega að valda verðbólgu með gjaldþrotum og kreppu í kjölfarið. Smellið hér fyrir hljóðfællinn.


mbl.is Glitnisaðgerð ekki endapunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein mynd er á við þúsund orð. Gengisgraf yfir hrunið síðustu tvær vikur.

Takið eftið því hvernig allir gjaldmiðlar hrynja miðið við gull.

gengisaukning_gulls_mi_i_vi_isk_eur_usd_og_dkk.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Austurríska hagfræðin hafði spáð þessu og því sem koma skal. Smellið hér fyrir hljóðfællinn.


mbl.is Hlutabréf og króna hríðfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun ríkisstjórnin fleygja góðu fé á eftir slæmu?

litlir_banki.jpgKaup ríkisstjórnarinnar á 84 milljarða hlut í Glitni mun fleyta bankanum eitthvað áfram. En hvað gerist næstu sjö mánuði þegar endurfjármögnunarþörf bankans verða 230 milljarðar króna á lokagengi í gær. Ef Glitnir getur ekki gengið frá eigin fjármögnun og fleytt sér sjálfur mun ríkið þá halda áfram að fleyta bankanum og fleygja góðu fé á eftir því slæma?

Í grein sem birtist í 24stundum í byrjun apríl síðastliðinn spáði ég því að ríkisstjórnin myndi bjarga bönkunum eins og við sáum á dögunum (sjá grein).

Hve miklu fé þeir munu fleygja munum við sjá á næstunni og svo fynna í meiri skattheimtu þegar fram líða stundir .


mbl.is Fjárþörfin 230 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband