Ísland á enga vini, aðeins hagsmuni!

de_gaulle_693271.jpg"Frakkland á enga vini, aðeins hagsmuni!" Var svar Charles de Gaulle, leiðtoga frakka í síðari heimstirjöldinni, þegar kona Churchills, leiðtoga Breta, sagði að: "hann skyldi ekki hata vini sína meira en óvini sína."

Íslendingar sem einstaklingar eiga erlenda vini. Ísland sem þjóðríki á aðeins hagsmuni. Að hengja hagsmuni þjóðarinnar á vinskap annarra þjóðríkja hefur nú ekki reynst okkur vel.


mbl.is Baksvið: Hvaða „vinir" brugðust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilningsleysi eða Glæpsamlegt Svindl.

Sagði bankinn þinn þér ekki frá því þegar þú tókst húsnæðislán að öll þessi húsnæðislán í samfélaginu myndu óhjákvæmilega valda margra prósenta verðbólgu aukningu á skömmum tíma? Þetta er hagfræði 101.

monkey_money.jpgÞeir eru sekir um svindl sem selja fólki hús eða lán sem þeir vita að muni missa verðmæti sitt og segja kaupenda ekki frá því. Það er glæpur að selja fólki hús sem termítar eru að rífa í sundur án þess að segja kaupendum frá því ef seljanda er kunnugt um það. Það er líka glæpur að selja fólk lán sem verðbólga mun rífa upp vextina á án þess að segja því að verðbólga sé óhjákvæmileg ef bankinn hefur skilning á því.

Ætli þeir kunni ekki hagfræði 101? 

Hér er hljóðfæll sem útskýrir hvernig peningaaukning (m.a. skuldaviðurkenningar vegna húsnæðislána) myndi við innspýtingu óhjákvæmilega að valda verðbólgu. Smellið hér fyrir hljóðfællinn.


mbl.is Reiðir viðskiptavinir Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mýkri lending. Lengur að komast á fætur.

Þetta lán skapar ákveðinn stöðuleika og mýkir lendinguna eftir hrunið síðustu daga. Á móti kemur að við þurfa að borga vextir af þessu láni og þegar fram líða stundir að uppgreiða það að fullu. Það mun gera okkur erfiðara að komast efnahagslega á fæturna.

hangman_692583.jpgÞegar óstöðuleikinn er yfirstaðinn og við förum að byggja upp aftur þurfum við að skilja að bankarnir blésu upp þessa bólu með lánum sem þeir áttu ekki innistæðu fyrir með óhjákvæmilegri verðbólgu og hruni í kjölfarið. En þetta gerði seðlabankinn kleift með bindiskyldreglunni

Sem seðlabankastjóri hækkaði Davíð Oddson með annarri hendinni stýrivexti til að halda niðri verðbólgunni. En með hinni hendinni notaði hann hitt verkfæri seðlabankans og hélt bindiskyldunni langt niðri og leifði þannig bönkunum að auka útlán sem jók verðbólguna.

Með hægri hendinni hengdi hann okkur með háum stýrivöxtum og með hinni vinstri kyppti hann undan okkur fótunum með lágri bindiskyldu.


mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband