IMF þvingar skuldunauta að einkavæða.
10.10.2008 | 09:12
Saga Alþjóðagjaldeyris sjóðsins (IMF) er harmarsaga þjóða sem ekki gátu borgað til baka og voru þvinguð að einkavæða heilbrigðiskerfi, orkuframleiðslu, vatsveitur o.fl.
![]() |
Tímaspursmál hvenær leitað verður til IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætlar ríkið að bjarga SUMUM erlendum lánadrottnum?
8.10.2008 | 08:42
Lifibrauð lánastofnanna er að reikna áhættu á útlánum og áætla vaxtastig sem vegi upp áhættuna. Meiri áhætta þýðir meiri vextir.
Erlendu lánadrottnar íslensku bankanna reiknuðu sína áhættu, settu sitt vaxtastig og lengi vel settu þeir gróða góðu veðmálanna sinna í eigin vasa.
Ætlar ríkið að taka tapið af SUMUM þeirra úr okkar vösum?
![]() |
Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Íslensk stjórnvöld eiga ekki vini, aðeins hagsmuni.
8.10.2008 | 08:18
Í greininni að neðan sakar fjármálaráðherra Bretlands íslensk stjórnvöld um svik:
"Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, segir í viðtali við BBC að stjórnvöld muni veita viðskiptavinum Icesave sérstaka aðstoð og tryggja innistæður þeirra, vegna þess að íslensk stjórnvöld hafi gengið á bak orða sinna."
Íslensk stjórnvöld eiga ekki vini, aðeins hagsmuni.
![]() |
Darling segir íslensk stjórnvöld hafa gengið á bak orða sinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |