Ísland verður ekki tryggt með Davíð í Seðlabankanum
15.1.2009 | 17:17
Á vefsíðu Seðlabankans segir að: "Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi." Þegar ódýrt fjármagn fór að flæða inn í landið og valda óstöðuleika í verðlaginu, með því að blása út húsnæðisbólu og verðbólgu, hafði Seðlabankinn tvö verkfæri til að stuðla að stöðugu verðlagi: byndiskyldu og stýrivexti.
Með því að hækka bindiskylduna hefðu stjórnendur Seðlabankans takmarkað hve mikið viðskiptabankarnir mættu lána, sem hefði stöðvað húsnæðisbóluna og forðað okkur frá frekari verðbólgu sem bólan myndi annars orsaka.
Með því að hækka stýrivextina lítillega tímabundið hefðu stjórnendur Seðlabankans náð niður verðbólgunni sem bólan hafði þá þegar valdið.
Þess í stað lækkuðu stjórnendur Seðlabankans bindiskylduna trekk í trekk meðan húsnæðisbólan var að stækka, og nú síðast þann 15. apríl 2008 lækkuðu þeir hana í "0% á skuldabréf með umsömdum lánstíma lengri en tvö ár," s.s. húsnæðislánum.
Sá sem hefur valdið til að valda hlutum ber ábyrgðina á þeim. Davíð og Co. í Seðlabankanum var falið valdið til að stuðla að stöðugu verðlagi og tóku viljugir ábyrgð á því sem stjórnendur Seðlabanka Íslands. Þetta vald notuðu þeir hins vegar til að valda stærsta efnahagshruni heimsins, miðað við efnahagsstærð.
Það mun enginn tryggja viðskipti við land sem leyfir slíkum óreiðumönnum að stjórna Seðlabanka landsins. Geir Haarde, þú hefur valdið til að skipta þeim út, svo þín er ábyrgðin.
![]() |
Neita að tryggja Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
og Davíð kemur þjóðararfinum til fjölþjóðafyrirtækja
13.1.2009 | 17:42
Frá því að Davíð Oddsson var forsætisráðherra hefur hann, meðvitað eða ómeðvitað, fylgt IMF handbókinni hvernig skuli koma þjóðararfinum til fjölþjóðafyrirtækja.
Sem forsætisráðherra einkavæddi hann bankana og skar hausinn af tveimur eftirlitsstofnunum efnahagslífsins, Þjóðhagsstofnun og Samkeppnisstofnun.
Sem seðlabankastjóri braut hann niður bindiskyldu"flóðgarðinn", í stað þess að hækka hann, svo ódýrt fjármagn blés út bankana og sökkti landinu í skuldum og verðbólgu. Þegar fólk og fyrirtæki fóru að sökkva setti hann stýrivaxtasnöruna um háls þeirra og sagði: "Nú verð ég að toga til að bjarga ykkur!"
Davíð stóð í brúnni á þjóðarskútunni og slökkti á stofnun sem færði okkur veðurfréttir efnahagslífsins áður en hann reif niður bindiskyldu-varnargarðinn svo ódýrt fjármagn skall á okkur með skuldum og verðbólgu, og gerði okkur berskjölduð fyrir heimsstorminum. Davíð er ekki lengur treystandi í brúnni.
Til að fækka frekari áföllum og komast sem fyrst út úr kreppunni þarf GEIR H. HAARDE að nota það vald sem við fólum honum í okkar þágu og reka VIN SINN Davíð Oddsson.
Lesa meira: Stýrivaxta-Snara Dabba og IMF handbókin
![]() |
Kreppan getur dýpkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stýrivaxta-Snara Dabba og IMF handbókin
10.1.2009 | 22:03
Meðvitað eða ómeðvitað hefur Davíð Oddsson, frá því hann var forsætisráðherra, fylgt handbók IMF hvernig skuli koma þjóðararfinum í hendur fjölþjóðafyrirtækja.
Lokaniðurstaða handbókarinnar er að viðkomandi ríki skuli vera svo rækilega bundið á skuldaklafa sjóðsins að hann getur krafist einkavæðingar þjóðareigna þess (s.s. auðlinda, spítala, skóla o.s.frv.) sem erlendir auðmenn sölsa undir sig, iðulega í gegnum fjölþjóðafyrirtæki.
Sem forsætisráðherra einkavæddi hann bankana og skar hausinn af tveimur eftirlitsstofnunum efnahagslífsins, Þjóðhagsstofnun og Samkeppnisstofnun.
Sem seðlabankastjóri braut hann niður bindiskyldu"flóðgarðinn" svo ódýrt fjármagn sökkti landinu í skuldum og verðbólgu. Þegar fólk og fyrirtæki voru svo að drukkna setti hann um háls þeirra stýrivaxtasnöruna og sagði: "Nú verð ég að toga til að bjarga ykkur!"
Lokaniðurstaðan verður veikari efnahagur sem þýðir tvennt, annars vegar veikari fjárhagsstaða ríkissjóðs sem sekkur dýpra í vasann á IMF, og hins vegar veikari króna sem gerir þjóðararfinn ódýrari fyrir erlenda auðmenn eignast þegar IMF þvingar ríkið til að einkavæða hann.
![]() |
Fyrirtæki hanga í snöru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.1.2009 kl. 03:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)