FULLTRÚA LÝÐRÆÐI: Fullur réttur Geirs til að Ráða yfir Lýðnum
21.1.2009 | 18:18
Í FULLTRÚA LÝÐRÆÐI afslar Lýðurinn völdum yfir velferð sinni til Fulltrúa á fjögurra ára fresti í von um að þeir verndi það sem er lýðinum verðmætt. Í FULLTRÚA LÝÐRÆÐI hafa Fulltúar Fullan lagalegan rétt til að Ráða yfir Lýðnum. FULLTRÚA LÝÐRÆÐI er í raun "FULLTRÚARÆÐI YFIR LÝÐNUM"
Ef við viljum ekki að sagan endurtaki sig þurfum við að losna undan Fulltrúum sem trúa að þeir hafi fullan rétt til að fara í fjögur ár með okkar vald eins og þeir vilja. Við þurfum Handhafa, sem vita að valdið hafa þeir úr höndunum borgara sem geta haft það af þeim, ef þeir hætta að hugsa um þeirra hagsmuni. Við þurfum Beint Lýðræði til að leiða inn lagabreytingar sem handhafar okkar leggjast allir gegn eða stöðva lagafrumvörp um þeirra sérhagsmuni sem ganga gegn okkar eigin. Beint Handhafa Lýðræði þarf að festa í Stjórnarskrá! Taktu þátt hér!
Fyrir meira um Beint Handhafa Lýðræði smelltu hér!
![]() |
Ekki á kosningabuxunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Kjósum Beint Handhafa Lýðræði - Afsölum ekki aftur völdum til fulltrúa í fjögur ár.
21.1.2009 | 17:14
Á fjögurra ára fresti samþykkjum við að afsala valdi yfir velferð okkar og ástvina til hóps kjörinna fulltrúa, með því skilyrði að þeir hugsi um okkar hagsmuni og noti valdið til að vernda það sem er okkur verðmætt. Þegar fulltrúarnir standa ekki við sinn hluta sáttmálans, ýmist vegna skinsemisskorts, skapbresta eða sérhagsmunagæslu, höfum við engin lagaleg úrræði til að standa ekki við okkar hluta og koma valdinu í hendur traustara fólks. Þetta er Fulltrúa Lýðræði.
Stærsta efnahagshrun heimsins miðað við höfðatölu fær fulltrúa okkar ekki til að láta af þeim völdum sem við treystum þeim fyrir. Það eina sem við getum lagalega gert er að mæla til með að þeir geri það. En þegar lögleg mótmæli falla á dauf eyru, leitar hugrakt og annars löghlýðið fólk sem hefur sjálfsvirðingu annarra leiða.
Þurfum við að framselja valdumboð okkar skilyrðislaust til fulltrúa á fjögurra ár fresti án nokkurra lagalegra úrræða til að stöðva eftirlaunafrumvörp eða koma frá völdum ríkisstjórn sem er rúin trausti?
Nei! Við getum fest vald okkar borgaranna í stjórnarskránna. Bæði vald til að endurheimta valdumboð okkar og vald til að koma beint og milliliðalaust að breytingu á lögum og stjórnarskrá með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er Beint Handhafa Lýðræði.
Handhafa Lýðræði.
Í Handhafa Lýðræði veitum við kjörnum handhöfum umboð til að taka ákvarðanir í okkar nafni, án þess að afsala þessu valdi okkar. Ef okkur sýnist handhafarnir hættir að hugsa um okkar hagsmuni getum við með undirskrift 10% kjörbæra borgara krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um vantraust á handhafana innan 100 daga, þar sem meirihluti kjósenda getur svipt þá valdsumboðinu og boðað til nýrra kosninga.
Tíðar þjóðaratkvæðagreiðslur um vantraust munu halda handhöfunum við þeirra eina viðfangsefni: að hugsa um hagsmuni borgaranna.
Beint Lýðræði.
Eftir fordæmi Svisslendinga afsölum við ekki valdi okkar í Beinu Lýðræði til að koma beint og milliliðalaust að ákvörðunum um landslög og stjórnarskrá. Ef handhafar okkar samþykkja ríkulegt eftirlaunafrumvarp úr okkar vasa, og okkur finnst þeir ekki eiga skilið, getum við í beinu lýðræði eins og Svisslendingar með undirskrift 1% kjörbæra borgara krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið. Ef við sjáum ágalla í stjórnarskránni, rétt eins og í dag, getum við við í beinu lýðræði að hætti Svisslendinga lagt fram breytingartillögu með undir skrift 1% kjörbæra borgara sem þyrfti að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu með tveimur þriðju hluta kjósenda.
Tíðar þjóðaratkvæðagreiðslur um landslög mun ala upp upplýsta þjóð sem lætur atvinnustjórnmálamenn ekki aftur leiða sig að feigðarósi.
Beint Handhafa Lýðræði.
Ef við viljum ekki að sagan endurtaki sig þurfum við að losna undan Fulltrúum sem trúa að þeir hafi fullan rétt til að fara í fjögur ár með okkar vald eins og þeir vilja. Við þurfum Handhafa, sem vita að valdið hafa þeir úr höndunum borgara sem geta haft það af þeim, ef þeir hætta að hugsa um þeirra hagsmuni. Við þurfum Beint Lýðræði til að leiða inn lagabreytingar sem handhafar okkar leggjast allir gegn eða stöðva lagafrumvörp um þeirra sérhagsmuni sem ganga gegn okkar eigin.
Beint Handhafa Lýðræði þarf að festa í Stjórnarskrá! Taktu þátt hér!
Eins og kom fram í Silfri Egils á sunnudaginn er vinna að stjórnarskábreytingum til að tryggja okkur meira lýðræði hafin á glæsilegri síðu þar sem allir borgarar þessa lands geta á lýðræðislegan hátt komið að breytingunum: www.lydveldisbyltingin.is
Þú þarft ekki að afsala þér völdum yfir velferð þinni og þinna á fjögurra ára fresti. Taktu þátt hér!
![]() |
Mótmælendur umkringdu Geir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lögreglumaður barinn til bana um hábjartan dag.
20.1.2009 | 22:17
"Fyrir mörgum árum var lögreglumaður í Svíþjóð barinn til bana um hábjartan dag fyrir utan stórverslun. Fólkið stóð aðgerðalaust á meðan á þessu stóð og sum vitni sögðu einhverja hafa haft gaman af. Eftir þennan skelfilega atburð endurskoðaði sænska lögreglan öll samskipti embættisins við almenning. Íslenska eiturúðalögreglan og andlitslausa víkingasveitin ættu líka að hugsa sinn gang."
Þetta er útdráttur úr blogfærslu Jóhannes Björn Lúðvíksson (höfundur: "Falið Vald") þar sem hann spáir: "Hvað gerist 2009?" sjá færslu hér.
"Þar spáði hann meðal annars að ef leynipukur varðandi afskriftir og kosningaótti ríkistjórnarinnar taka ekki enda þá sitjum við brátt uppi með tvær stríðandi fylkingar sem mætast í götubardögum. Stærri hópurinn verði þjóðin en minni hópurinn, valdaklíkan og hagsmunaaðilar, verða þá að beita fyrir sig lögreglu og hvítliðum. Væri ekki æskilegra að boða til kosninga heldur en að lama landið á þennan hátt?"
Ríkisstjórnin veit vel að hennar sinnuleysi gagnvart spyllingu og skeytingarleysi gagnvart þjóðinni, leiðir til ofbeldis. Ríkisstjórnin er ábyrg fyrir áframhaldandi ofbeldi gagnvart Íslendingum, hvort sem þeir eru almennir borgarar eða lögreglumenn.
![]() |
Svæði við þinghúsið rýmt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)