Stjórnlagaþing: Annað ólýðræðislegt Fulltrúaræði?
29.1.2009 | 18:58
Eftir að Fulltúaræðið feldi Ísland fjárhagslega eru fáir sem treysta atvinnu stjórnmálamönnunum sem sátu sem fulltrúar í stjórn landsins. Fulltrúaræðið feldi Ísland því Fulltrúarnir gátu farið sínu fram í fjögur ár, án þess að borgararnir gætu látið þá fjúka.
Felum ekki öðru Fulltrúaráði óskorað vald til að fara sínu fram við að semja nýja stjórnarskrá. Ólýðræðislegt Stjórnlagaþing með Fulltrúum sem geta farið sínu fram án þess að eiga á hættu að borgararnir geti látið þá fjúka er ekki treystandi til að semja lýðræðislega stjórnarskrá fyrir borgarana.
Treystum ekki aftur í blindni á Fulltrúaráð til að vinna að okkar velferð. Ef við viljum virkara lýðræði verðum við að taka þátt í að vinna að því. Smelltu hér til að taka þátt í Lýðveldisbyltingunni!
![]() |
Samþykkja stjórnlagaþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.2.2009 kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Vírusvörn: Ráð til að skera út sýkta ríkisstjórn.
28.1.2009 | 16:32
Þar sem vírus leggst gjarnan á reglugerðarmennina þurfum við einhver ráð til að skera út ríkisstjórn sem er sýktir af skinsemisskorti, skapbrestum eða sérhagsmunagæslu. Í Fulltrúa Lýðræði er fulltrúunum sjálfum treyst til að skera á völd sín verði þeir sjúkir. Við þurfum stýrikerfi þar sem borgararnir geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu og með vantrausti komið ríkisstjórninni frá völdum án óeirða. Við þurfum ekki að lifa við núverandi stýrikerfi Fulltrúaræðisins.
Fulltrúa Lýðræði (Fulltrúaræði): Lýðurinn ræður til hvaða Fulltrúa hann afsalar sér völdum á nokkurra ára fresti. (Vírusinn fær að grassera hjá ráðamönnum)
Handhafa Lýðræði: Lýðurinn ræður hvaða Handhafa hann afhendir völd sín, án þess að afsala réttinum til að taka þau aftur. (Borgararnir hafa ráð til að skera út sýktar ríkisstjórnir)
Beint Lýðræði: Lýðurinn ræður hvenær skuli fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um lagafrumvörp, og borgararnir geta lagt fram frumvörp til stjórnarskrárbreytinga og komið þannig Beint að ákvörðunartöku í ríkinu. (Borgararnir geta komið að gerð stýrikerfisins). - Svisslendingar hafa þennan stjórnarskábundna rétt. -
Ísland getur orðið fyrsta Beina Handhafa Lýðræði heims.
Taktu þátt í að koma okkur þangað: www.lydveldisbyltingin.is
Meira um Beint Handhafa Lýðræði hér: Kjósum Beint Handhafa Lýðræði
![]() |
Uppfært í Ísland 2.0 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ríkisstjórnin hvetur til ofbeldis.
22.1.2009 | 00:51
Ríkisstjórnin veit vel að sinnuleysi hennar gagnvart spyllingu og skeytingarleysi hennar gagnvart þjóðinni, leiðir á endanum til ofbeldis.
Ríkisstjórnin fékk sín völd með því vilyrði að hún verndaði það sem er borgurunum verðmætt. Hún stóð ekki við sinn hluta sáttmálans og neytar að gefa eftir völdin sem við treystum þeim fyrir.
Þegar lögleg mótmæli falla á dauf eyru ráðamanna leitar annars löghlíðið fólki með sjálfsvirðingu annarra leiða. Ofbeldinu linnir þegar ríksistjórnin segir af sér og það vita ráðherrar.
Ríkisstjórnin er ábyrg fyrir áframhaldandi ofbeldi, hvort sem þer sem fyrir því verða eru almennir borgarar eða lögreglumenn.
![]() |
Lögregla beitti kylfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |