Ríkisstjórnin hvetur til ofbeldis.

logreglan_beitir_kylfum.pngRíkisstjórnin veit vel að sinnuleysi hennar gagnvart spyllingu og skeytingarleysi hennar gagnvart þjóðinni, leiðir á endanum til ofbeldis.

Ríkisstjórnin fékk sín völd með því vilyrði að hún verndaði það sem er borgurunum verðmætt. Hún stóð ekki við sinn hluta sáttmálans og neytar að gefa eftir völdin sem við treystum þeim fyrir.

Þegar lögleg mótmæli falla á dauf eyru ráðamanna leitar annars löghlíðið fólki með sjálfsvirðingu annarra leiða. Ofbeldinu linnir þegar ríksistjórnin segir af sér og það vita ráðherrar.

Ríkisstjórnin er ábyrg fyrir áframhaldandi ofbeldi, hvort sem þer sem fyrir því verða eru almennir borgarar eða lögreglumenn.


mbl.is Lögregla beitti kylfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ofbeldi leysir engan vanda!! Ghandi mótmælti í hljóði þar til hann fékk sínu fram!

Inga (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:48

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Sagan sýnir okkur klárlega að ofbeldi virkar, Inga.

Það var notað til að frelsa nýlendurnar í Norður Ameríku undan Englands konungi í frelsisstríðinu sem markaði upphaf Bandaríkjanna, og Frakkland síðar, og það mætti lengi lengi telja.

Ég er hrifnari af andofbeldis hugmyndum Ghandis sjálfur, en ráðamenn vita að Ísland er ekki byggt fólki eins og Ghandi. Til að halda í völd sem þeir hafa ekki réttilega þó þeir hafi þau lagalega, beita þeir lögreglunni fyrir sig, sem verður auðvitað að halda uppi lögunum, og orsaka þannig það ofbeldi sem við erum vitni af.

Jón Þór Ólafsson, 22.1.2009 kl. 05:26

3 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Auðvitað leiðir ofbeldi oft til meiri vanda. Mín gagnrýni var à komment Ingu að: "Ofbeldi leysir engan vanda!!"

Ofbeldi liðinna daga hefur nú knúið Samfylkinguna til að láta af þeim völdum sem ríkisstjórnin hefur í órétti, þó löglega sé, ríghaldið í.

Mér sýnist að í þessu tilfelli sé ofbeldi að leysa ríkisstjórnina frá völdum, sem í mínum bókum leysir ýmsan valda.

Jón Þór Ólafsson, 23.1.2009 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband