Árásir seðlabankahagfræðings á mótmælendur ritskoðaðar á mbl.is

hagfrae_ingur_se_labankans_-_lafur_rn_klemensson_763757.jpgÓlafur Örn Klemensson hagfræðingur úr Seðlabankanum ræðst með öðrum manni að mótmælendum og stjórnendur á mbl.is loka fyrir að hægt sé að blogga um fréttir af árásunum. (Sjá myndir neðst í þessu bloggi og sjá fréttirnar: Mótmælendum ógnað á gamlársdag og Taldi sér ógnað).

Nokkrum dögum áður klipptu nokkrir mótmælendur á sjónvarpskapla Kryddsíldarinnar og það helsta í fréttum á mbl eru skemmdarverk sem bloggheimurinn getur bloggað um. Smella hér til að sjá mynd

Sem betur fer héldu vökulir bloggarar utan um alla þá sem höfðu bloggað um fréttina af Ólafi áður en þeir sem stjórna mbl.is lokuðu fyrir möguleikan: Bannað umræðuefni og Taldi sér ógnað - mbl.is - athugasemdir horfnar... og komnar aftur... og horfnar aftur.

 

motmaelendum_ogna_a_gamlarsdag_763748.jpg

 

 

 

taldi_ser_ogna.jpg


mbl.is Með óbragð í munni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mbl hefur lítinn áhuga á mótmælum án hasars

helst_i_frettum.pngÞegar þó nokkur prósent Íslendinga safnast saman viku eftir viku til að MÆLA á móti þeim sem skuldsettu þjóðina, þá er áhugi Morgunblaðsins ekki mikill.

Þegar nokkrir ungir Íslendingar safnast saman og sumir þeirra SKEMMA sjónvarpskapla, hvað ætli að sé HELST Í FRÉTTUM (sjá mynd)? Höfundar þessara greina fannst ekki fréttnæmt að fjalla um hverju fólkið væri að mót-MÆLA aðeins hvað sumir þeirra voru að SKEMMA.

Það er kannski leiðinlegra að fjalla um fólk sem mót-MÆLIR og það er eflaust léttara að skrifa um SKEMMDAR-varga, en fyrir okkur sem lesum fréttirnar er mikilvægt að frétta meira af þeim sem MÆLA með því að ráðamenn sæti ábyrgð og minna af þeim sem SKEMMA sjónvarpskapla.

 


mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vinna pólitíks völd og vilja okkur í vil.

the_game_of_politics_-_game_manual.png
Ef nornadúkkurnar hennar Evu Hauksdóttur virka ekki þá var að koma út bókin "The Game of Politics - Game Manual," eftir Íslendinginn Jón Þór Ólafsson.

Bókin er verkfæri til að vinna pólitísk völd og vilja sér í vil. Hún sýnir á manna máli hvernig stjórnvöld eru sett frá völdum ef þau vilja ekki samþykkja sett skilyrði.

Í hinum pólitíska leik ert þú annað hvort leikmaður eða leiksoppur. Þú átt leik!
Smelltu hér til að fara á opinbera vefsíðu bókarinnar. 

 


mbl.is Óttast að uppúr sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband