Steingrímur J. bauð Piu á 100 ára fullveldishátíð Íslands

Steingrímur og PiaSteingrímur J. Sigfússon er engin nýgræðingur í stjórnmálum og veit vel að stjórnmál Piu Kjærs­ga­ard sundrar fólki. Samt bauð hann henni að halda ávarp á hátíðisdegi allra Íslendinga, 100 ára fullveldishátíð Íslands á Þingvöllum.

Eftir að hafa ákveðið þetta í apríl lét hann birta eina línu um það neðst í frétt á vef Alþingis sem fjallar um ferð hans til Danmerkur. En v
enjan er að upplýsa forsætisnefnd Alþingis formlega með góðum fyrirvara um gestakomur fulltrúa annarra ríkja, eins og gert var 19. janúar vegna heimsóknar sænska þingforsetans, en í þeirri fungargerð segir: "Lögð fram til kynningar drög að dagskrá heimsóknar forseta sænska þingsins til Íslands 31. janúar til 3. febr. nk."

Ég hef í dag leitað í öllum fundargerðum Forsætisnefndar Alþingis frá áramótum og Steingrímur J. sem forseti Alþingis virðist ekki hafa séð ástæðu til að upplýsa fulltrúa flokkanna í forsætisnefnd fyrr en í gær, degi fyrir hátíðarþingfundinn á Þingvöllum.

Steingrímur virðist bara hafa viljað ráða þessu sjálfur svo flokkarnir á Alþingi voru ekki upplýstir formlega fyrr en of seint var að afboða Piu. Á frönsku heitir þessi taktík: "Fait Accompli" eða aðgerð sem hefur verið náð fram áður en þeir sem hún hefur áhrif á geta snúið henni við.


mbl.is Píratar sniðganga hátíðarfundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel tengdir barnaníðingar eru ísjakar sem sökkva ríkisstjórnum

Í ítarlegri frétt á Stundinni í dag kemur fram að forstjóri Barnaverndarstofu hafi "beitti sér fyrir því að prestssonur fengi að umgangast dætur sínar sem hann var grunaður um að misnota."

Jafnframt kemur fram að "Ásmundur Einar Daðason ráðherra barnaverndarmála vissi allt [í janúar] en hélt málinu leyndu fyrir Alþingi" þegar Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði hann út í málið í þinginu í febrúar þá svaraði hann að: "Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafi ekki brotið af sér með neinum hætti."

Allt síðasta sumar upplifðu landsmenn leyndarhyggju og tregðu valdhafa í málum sem þolendur kynferðisafbrota vildu fá upplýst og löguð. Þessi leyndarhyggja í málum kynferðisafbrota gegn börnum felldi ríkisstjórnina.

Robert Downey er bara toppurinn á ísjaka vel tengdra barnaníðinga sem valdafólk hefur verndað. Ríkisstjórn sem tekur ekki afgerandi stefnu frá þeim sem stunda slíka valdníðslu gegn börnum mun sökkva og drekkja fylgi sinna flokka.


Bjarni Ben samþykkti lög á verkfall ljósmæðra 2015.

Landlæknir varaði ríkisstjórn Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs ítrekað við að lög á verkföll ljósmæðra og annars heilgræðisstarfsfólks vorið 2015 myndi ekki leysa vandan til lengri tíma. Þeir stöðvuðu samt verkfallið með lögum.

Fjölmargar ljósmæður hafa nú sagt upp og nú þarf ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að tryggja að samið verði við ljósmæður í sátt. Það verður ekki erfitt að réttlæta málþóf ef ráðherra og þingmenn sem þáðu 45% launahækkun 2016 ætla aftur að setja lög á verkföll ljósmæðra í dag.

Þegar Bjarni Ben samþykkti lög á ljósmæður og annað heilbrigðisstarfsfólk 2015:


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband