Steingrímur J. bauð Piu á 100 ára fullveldishátíð Íslands

Steingrímur og PiaSteingrímur J. Sigfússon er engin nýgræðingur í stjórnmálum og veit vel að stjórnmál Piu Kjærs­ga­ard sundrar fólki. Samt bauð hann henni að halda ávarp á hátíðisdegi allra Íslendinga, 100 ára fullveldishátíð Íslands á Þingvöllum.

Eftir að hafa ákveðið þetta í apríl lét hann birta eina línu um það neðst í frétt á vef Alþingis sem fjallar um ferð hans til Danmerkur. En v
enjan er að upplýsa forsætisnefnd Alþingis formlega með góðum fyrirvara um gestakomur fulltrúa annarra ríkja, eins og gert var 19. janúar vegna heimsóknar sænska þingforsetans, en í þeirri fungargerð segir: "Lögð fram til kynningar drög að dagskrá heimsóknar forseta sænska þingsins til Íslands 31. janúar til 3. febr. nk."

Ég hef í dag leitað í öllum fundargerðum Forsætisnefndar Alþingis frá áramótum og Steingrímur J. sem forseti Alþingis virðist ekki hafa séð ástæðu til að upplýsa fulltrúa flokkanna í forsætisnefnd fyrr en í gær, degi fyrir hátíðarþingfundinn á Þingvöllum.

Steingrímur virðist bara hafa viljað ráða þessu sjálfur svo flokkarnir á Alþingi voru ekki upplýstir formlega fyrr en of seint var að afboða Piu. Á frönsku heitir þessi taktík: "Fait Accompli" eða aðgerð sem hefur verið náð fram áður en þeir sem hún hefur áhrif á geta snúið henni við.


mbl.is Píratar sniðganga hátíðarfundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón Þór Pírati.

Getur þú eða þínir pírata félagar ekki einusinni haldið hátíð vegna mismun á hugsun ykkar og þjóðar. Ég hef allskonar orð sem ég vil ekki nota gegn þér og ykkur. Þið eru Péþétik.

Valdimar Samúelsson, 18.7.2018 kl. 16:24

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flott hjá Pírötum og Alþingi hefur viðurkennt eins og rétt er að Ísland hafi orðið sjálfstætt ríki 1. desember 1918 en ekki 17. júní 1944:

"
Steingrímur J. gerði Piu grein fyrir dagskrá fullveldisársins og hátíðarfundar Alþingis sem haldinn verður á Þingvöllum 18. júlí næstkomandi. Þann dag verða 100 ár frá samþykkt sambandslagasáttmálans sem undirritaður var í Alþingishúsinu og lagði grundvöll fullveldis og sjálfstæðis Íslands, 1. desember 1918."

Þorsteinn Briem, 18.7.2018 kl. 16:38

3 identicon

Sæll Jón.

Forseti Alþingis talaði afar skýrt 
um þinghaldið á Þingvöllum og enginn
heyrðist hreyfa mótmælum í þingsal.

Hafi brestur komið upp í þingflokki Pírata
sem leiddi til sniðgöngu þeirra hefði það 
verið betri kostur að láta reyna á þolrifin
en útfallið sem orðið er.

Húsari. (IP-tala skráð) 18.7.2018 kl. 18:30

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Verð að segja Pí-rötum að flestir sem commenta hér voru fegnir að sjá ekki andlit pírata á Þingvallahátíðinni í dag 18 júlí 2018. Þetta er heilagur sannleikur.

Valdimar Samúelsson, 18.7.2018 kl. 19:45

5 Smámynd: Már Elíson

..og þú Valdimar, ert fylgjandi glæpsamlegri stefnu og hugmyndafræði nasistans, rasistans og and-félagslegu Píu þessarar. - Hvað segir þetta um þig...? - Þú ert..hvað kallaðir þú það í þinni heimsku..? - Péþétik.. Það vill svo vel til, og kannski ekki að ástæðulausu, að þú kemur svívirðingum þínum og illu innræti til skila úr öðru landi. - Hvað segir það aftur um þig ? - Skítlegt eðli. - Eins og fyrrverandi forseti (í óþökk) sagði eitt sinn.

Már Elíson, 18.7.2018 kl. 20:17

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Forsætisnefnd Alþingis bauð forseta danska þingsins að halda ávarp á fundinum. Það er eðlilegt að forseti danska þingsins fái slíkt boð við þetta tilefni enda snerust sambandslögin um samband Íslands og Danmerkur. Pólitískar skoðanir einstaklingsins sem vill svo til að gegnir nú embætti þingforseta í Danmörku koma málinu einfaldlega ekki við.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.7.2018 kl. 21:23

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ykkur fatast ekki í lýðskruminu. Hystería til heimabrúks af því að þið "kveiktuð ekki á perunni" fyrr en manneskjan var komin til landsins, jafnvel þótt þið hafið verið upplýst um komu hennar með góðum fyrirvara í þingsal. 

Jón Steinar Ragnarsson, 19.7.2018 kl. 00:18

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Léleg afsökun að segjast ekki hafa lesið eina línu í fréttatilkynningu. Píratar hafa ítrekað afsakað afstöðuleysi sitt í atkvæðagreiðslum vegna þess að þeir hafi ekki komist yfir að lesa sér til um málin.

Væri ekki ráð að Píratar segðu af sér þingmennskunni þar til þeir hafa lært að lesa.

Ragnhildur Kolka, 19.7.2018 kl. 09:23

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Svei ykkur Pírötum aftan og framan.

Haltu þig frekar við malbikið Jón Þór en svona sýnikennslu í alþjóðlegum dónaskap.

Halldór Jónsson, 19.7.2018 kl. 15:27

10 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Bara henni?

Ásgrímur Hartmannsson, 19.7.2018 kl. 18:00

11 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón Þór og Már Elís. Þið notið orðið Rasismi mikið ekki satt. Er það ekki rasismi að taka eina þjóð að vanvirða hana vegna Þingforseta. Er Rasismi bara ef einhverjum eða jafnvel heilli þjóð vilja ekki fá flóttamenn né aðra á sinn spena.Engin dýr eru það heimsk að þau vilji ókunnug dýr á sinn spena sérstaklega þegar þau eru að fæða sín afkvæði. Skilja Píratar þetta og eða Flóttamanna sleikjur.   

Valdimar Samúelsson, 19.7.2018 kl. 18:23

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Píratar hafa sýnt fádæma dónaskap.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.7.2018 kl. 21:27

13 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Dónaskapur pírata er fáheyrður.

Að kunna skil á embættismanni og pólitíkus, hlýtur að teljast lágmarks viska fyrir þann sem býður sig fram til setu á Alþingi.

Hvers vegna sniðganga píratar ekki bara Alþingi fyrir fullt og allt? Þá þyrftu þeir ekki að vera í sama sal og pólitískir andstæðingar þeirra.

Gunnar Heiðarsson, 20.7.2018 kl. 06:23

14 identicon

Gott hjá þér Jón að hrista og hræra í gamla kalla genginu hér á blog.is :)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.7.2018 kl. 09:03

15 Smámynd: Valdimar Samúelsson

https://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/2220300/

Valdimar Samúelsson, 20.7.2018 kl. 09:32

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Valdimar.

Þjóðerni og kynþáttur eru sitthvort fyrirbærið.

Þannig að nei, afstaða gagnvart einhverju á grundvelli þjóðernis, ber ekki sjálfkrafa vott um kynþáttahatur (þ.e. "rasisma").

Auk þessu eru kynþættir ekki til frekar en Grýla og að hata eitthvað sem er ekki til er einfaldlega ranghugmynd sem mun vonandi takast að útrýma þegar fram líða stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.7.2018 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband