Útgáfa tölvuleikja skapar helming útfluttningstekna skapandi greina.
29.1.2014 | 12:55
Í skýrslunni 'Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina' frá 2011 kemur frama að árið 2009 stóðu skapandi greinar undir 3% af heildarútflutningstekjum landsins og yfir helmingurinn af því var vegna útgáfu tölvuleikja (sjá skýringarmyndir úr skýrslunni að neðan). Skýrslan bendir á að "Vaxtamöguleikar eru fyrir hendi með bættri þekkingu og rekstrarskilyrðum."
Jafnframt segir í syrslunni að: "Vöxtur innan skapandi greina hefur verið mestur í útgáfu á tölvuleikjum en hér á landi hefur velta þeirra sexfaldast á árunum 20052009. Sömu þróun er að finna erlendis og fylgir hún vexti tölvu og netnotkunar. Nánast öll velta í útgáfu á tölvuleikjum telst til útflutnings."
Útgáfa tölvuleikja stóð því undir 1,5% gjaldeyristekna landsins árið 2009. Tölvuleikjageirinn hefur vaxið á Íslandi síðan þá svo áhugavert væri að vita hver staðan er í dag með fantagóðan árangur Plain Vanilla inn í tölunum. Horfur eru á áframhaldandi vexti í afþreyingu og upplýsingatækni, sem eru þeir geirar sem tölvuleikjaframleiðsla fellur innan.

Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.2.2014 kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kofi Annan kallar eftir endurskoðun á fíkniefnastefnunni á World Economic Forum í vikunni.
25.1.2014 | 22:01

Kofi Annan fyrrum aðalritari Sameinuðu Þjóðanna sagði í umræðum á World Economic Forum í vikunni að: "eiturlyf hafa eyðileg líf margra, en röng stefna stjórnvalda hafa eyðilagt líf miklu fleiri. Við þurfum að horfa á stefnuna og spyrja okkur, er hún að virka? Og ef hún er ekki að virka, höfum við hugrekki til að breyta henni? Hverjar eru afleiðingar þessarar stefnu? Að minnsta kosti er nauðsyn á alvarlegri almennri umræði um þennan málaflokk."
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.2.2014 kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aukið valfrelsi nemenda er framtíðin.
23.1.2014 | 16:07
Hvað er þá kjarnafærni framtíðarinnar? Greining The Economist þessa vikuna gefur okkur hugmyndir um það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.1.2014 kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)