Hef ekki miklar áhyggur að niðurstöðum PISA-könnunnarinnar.
21.1.2014 | 22:27
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.1.2014 kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
MP (Member of Parliament) bankamálið
20.1.2014 | 18:39
Umræður um frískattamarkið á bankaskattinum á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun sýndu enn og aftur þörfina á því að skrásetja allt ákvarðannaferli hins opinbera og gera það opnara almenningi. Þar bar nefndarmönnum og starfsfólki fjármálaráðuneytisins hvorki saman um hver hafi stungið upp 50 milljörðum sem upphæð frískuldamarksins, né hvort það hafi verið rætt á fundi nefndarinnar 11. desember.
Til að leiða vonandi hið sanna í ljós þá lét ég bóka eftirfarandi beiðni um upplýsingar frá fjármálaráðuneytinu: "Jón Þór Ólafsson telur að fjármála- og efnahagsráðuneytið eigi að leggja fram öll gögn, s.s. tölvupósta, minnisblöð o.fl., sem sýni hvers efnahags- og viðskiptanefnd, eða meiri hluti hennar, óskaði af ráðuneytinu í tengslum við undirbúning tillögu um 50 milljarða kr. frískuldamark sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki og hver viðbrögð ráðuneytisins voru við þeirri ósk."
Það sem hins vegar er nú þegar skjalfest og aðgengilegt er:
- Markmið upphaflega bankaskattsins sem lagður var á 2010 var að mæta kosnaði ríksins vegna hruni bankanna ásamt því að minnka áhættusækni fjármálafyrirtækja með því að leggja 0,041% sérstakan skatt á skuldir þeirra og var réttlætt vegna kerfisáhættu sem þeir skapa, en samt voru þrotabú föllnu bankanna sérstaklega undanskylin skattinum.
- 1. október. - Skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar leggur til að: "Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki hækkar úr 0,041% í 0,145%. Fjármálafyrirtæki í slitameðferð verða skattskyld. Tekjur ríkissjóðs hækka um 14,3 milljarða kr. Þar af nemur skattur á lögaðila í slitameðferð 11,3 milljörðum kr."
- 16. desember. - Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar leggur til breytingartillögu um 50 milljarða frískattamark ásamt hækkun skattsins úr 0,145% í 0,151% til að greiða fyrir þann afslátt eins og rökstutt er í nefndaráliti meirihlutans.
- 17. desember. - Steingrímur J. skilar sýni nefndaráliti sem gagnrýnir ekki frískattamarkið.
- 18. desember. - Guðmundur Steingríms gagnrýnir ekki heldur frískattamarkið í sínu nefndaráliti.
- 18. desember. - Árni Páll Árnason segir hins vegar í sínu nefndaráliti að tillögur um frímarkið af hinu góða. (Undirritaður er sammála áliti Árna Páls að "breytingartillögur meiri hlutans [séu] jákvæðar", en hefur sem áheyrnarfulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd ekki rétt til að kjósa eða skrifa nefndarálit).
- 19. desember. - Í atkvæðagreiðslunni við lok annarra umræðu (sjá Brtt. 387) um breytingartillögu meirihlutans greiða allir nefndarmenn efnahags og viðskipanefndar atkvæði með 50 milljarða frískattsmarkinu. (Undirritaður sat hjá því hann hafði ekki nægar upplýsingar til að taka vel upplýsta ákvörðun eins og grunnstefna Pírata krefst). Minnihlutinn situr svo hjá varðandi hækkunina á bankaskattinum sem borgar fyrir frískattamarkið. (Undirritaður kaus með þessari svo og öðrum hækkunum á bankaskattinum til að ná fram tvíþættu markmiði hans eins og fyrr er nefnt.)
- 20. desember klukkan 10:45. - Í atkvæðagreiðslunni í lok þriðju umræðu (sjá Brtt. 447, 5.) er breytingartillaga í nefndaráliti stjórnarþingmanna efnahags- og viðskiptanefndar um hækkun bankaskattsins úr 0,151% í 0,376% samþykkt af þingmönnum allra flokka utan Vilhjálmi Bjarnasyni þingmanni Sjálfstæðismanna.
- 20. desember klukkan 10:47. - Í atkvæðagreiðslunni um endanlega útgáfu skattafrumvarpsins greiða allir þingmenn stjórnarflokkanna atkvæði með, á meðan að þingmenn minnihlutans sitja hjá.
Það sem má læra af þessu máli. Það þurfa að vera til upptökur af umræðum í þingnefndum til að hægt sé að sannreyna hver sagði hvað og væru þessar upptökur aðgengilegar almenningi gætu örfjölmiðlar á borð við Andríki haft meira eftirlit með því hvernig þingmenn ákveða og réttlæta skattlagningu og önnur lög. Aðhald almennings eykur ábyrgð. Á þeim sannindum grundvallast okkar lýðræðiskerfi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.1.2014 kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tilraun með beinna lýðræði á Alþingi.
19.1.2014 | 20:01
Sá sem lifir við miðil eins og sjónvarp tileinkar sér önnur gildi en sá sem lifir mikið á internetinu. Ólíkt sjónvarpsáhorfandanum þá tekur internetnotandinn þátt í sínum fréttum og afþreyingu. Honum finnst sjálfsagt að hafa aðgang að upplýsingum og að taka þátt í mótun síns samfélags. Krafan um gegnsæi hins opinbera og beinni aðkomu almennings að ákvörðunum ríkisins mun því aðeins verða háværari. Beinna rafrænt lýðræði er framtíðin. Við erum að prófa okkur áfram.
Þeir sem vilja koma sínum hugmyndum í umræðu og vinnslu á Alþingi geta prufað sig áfram á betraisland.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.1.2014 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)