Hef ekki miklar áhyggur að niðurstöðum PISA-könnunnarinnar.

PISA mælir kjarnafærni iðnbyltingarinnar sem skiptir máli enn í dag en í minna mæli. Hvað er þá kjarnafærni framtíðarinnar. Greining The Economist þessa vikuna gefur okkur hugmyndir um það.


MP (Member of Parliament) bankamálið



Umræður um frískattamarkið á bankaskattinum á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun sýndu enn og aftur þörfina á því að skrásetja allt ákvarðannaferli hins opinbera og gera það opnara almenningi.
Þar bar nefndarmönnum og starfsfólki fjármálaráðuneytisins hvorki saman um hver hafi stungið upp 50 milljörðum sem upphæð frískuldamarksins, né hvort það hafi verið rætt á fundi nefndarinnar 11. desember.

Til að leiða vonandi hið sanna í ljós þá lét ég bóka eftirfarandi beiðni um upplýsingar frá fjármálaráðuneytinu: "Jón Þór Ólafsson telur að fjármála- og efnahagsráðuneytið eigi að leggja fram öll gögn, s.s. tölvupósta, minnisblöð o.fl., sem sýni hvers efnahags- og viðskiptanefnd, eða meiri hluti hennar, óskaði af ráðuneytinu í tengslum við undirbúning tillögu um 50 milljarða kr. frískuldamark sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki og hver viðbrögð ráðuneytisins voru við þeirri ósk."

Það sem hins vegar er nú þegar skjalfest og aðgengilegt er: 
Þetta réttlætir ekki meðferð nefndarinnar á málinu. Þetta undirstrikar einmitt að mikilvæg mál eru unnin með of miklum hraða og með ónógum upplýsingum í þingnefndum (Hver vegna eru exel reiknilíkön ráðuneytanna ekki aðgengileg þingmönnum og almenningi öllum (open source)?). Á meðan þessi sjálfskapaða tímapressa og upplýsingaskortur eru við líði þá munu við þingmenn taka illa upplýstar ákvarðannir. Við slíkar aðstæður skrifa ráðuneytin og vel tengdir hagsmunaaðilar lögin í landinu. Sama hvort hagsmunatengsl ráðherra í þessu tilfelli hafi haft áhrif á þetta ákvæði þessara laga þá er frétt Andríkis byggð á réttmætu vantrausti á löggjafarferlinu.

Það sem má læra af þessu máli. Það þurfa að vera til upptökur af umræðum í þingnefndum til að hægt sé að sannreyna hver sagði hvað og væru þessar upptökur aðgengilegar almenningi gætu örfjölmiðlar á borð við Andríki haft meira eftirlit með því hvernig þingmenn ákveða og réttlæta skattlagningu og önnur lög. Aðhald almennings eykur ábyrgð. Á þeim sannindum grundvallast okkar lýðræðiskerfi.

Tilraun með beinna lýðræði á Alþingi.

Sá sem lifir við miðil eins og sjónvarp tileinkar sér önnur gildi en sá sem lifir mikið á internetinu. Ólíkt sjónvarpsáhorfandanum þá tekur internetnotandinn þátt í sínum fréttum og afþreyingu. Honum finnst sjálfsagt að hafa aðgang að upplýsingum og að taka þátt í mótun síns samfélags. Krafan um gegnsæi hins opinbera og beinni aðkomu almennings að ákvörðunum ríkisins mun því aðeins verða háværari. Beinna rafrænt lýðræði er framtíðin. Við erum að prófa okkur áfram.

Þeir sem vilja koma sínum hugmyndum í umræðu og vinnslu á Alþingi geta prufað sig áfram á betraisland.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband