Kjósendur vilja þjóðaratkvæðagreiðslur í stórum málum.
26.2.2014 | 14:54
Þeir flokkar sem í dag koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur í stórum málum munu missa fylgi til þeirra sem kjósendur treyst best til að vinna að beinna lýðræði. Þeir flokkar sem vilja byggja traustara samband við kjósendur, og sér í lagi yngri kjósendur, þurfa að hafa það í huga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2014 kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samfó getur sjálfri sér um kennt um ESB klúðrið.
21.2.2014 | 11:24
Yfirsamningamaður Íslands við ESB útlistaði það skýrt fyrir okkur Pírötum á fundi snemma 2013 að umsagnarferlið er aðlögunarferli, þ.e. í ferlinu felast miklar breytingar á Íslenskri löggjöf í átt til löggjafar, ekki aðeins EES, heldur líka ESB.
Það átti að sjálfsögðu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda skyldi í slíkt aðlögunarferli. Ef Samfó hefði tryggð slíkt og þjóðin sagt 'já', þá væri þrautinni þyngra fyrir núverandi stjórnvöld að fresta eða hætta slíkri aðlögun án annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu.
Össur og Samfó geta sjálfum sér um kennt. Þau klúðruðu þessu.
Stefna okkar Pírata segir okkur að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í þessu máli, sem ég hef gert og mun áfram gera. En ef Össur og Samfó hefðu ekki drepið nýju stjórnarskránna þá þyrfti ekki valdlausa minnihlutaþingmenn til þess, því þá gætu 2% okkar kjósenda kallað eftir þingmáli um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu sem hengi yfir þinginu að taka afstöðu til. Og 10% okkar gætu knúið þjóðaratkvæðagreiðsluna gegn vilja þingsins.
Birgitta svarar andsvari Össurar:
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2014 kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hugrekki til að byggja nýja fíkniefnastefnu á vísindum og mannúð.
19.2.2014 | 14:24
Kristján Þór Heilbrigðisráðherra á heiður skilið ef hann stígur fyrstu skrefin burt frá algerri refsistefnu eins og hann segist vilja. Hann virðist hafa það hugrekki sem Kofi Annan fyrrum aðalritari Sameinuðu Þjóðanna hefur kallað eftir.
Núna síðast á World Economic Forum í lok janúar benti Kofi Annan á og spurði: "eiturlyf hafa eyðileg líf margra, en röng stefna stjórnvalda hafa eyðilagt líf miklu fleiri. Við þurfum að horfa á stefnuna og spyrja okkur, er hún að virka? Og ef hún er ekki að virka, höfum við hugrekki til að breyta henni?"
Þrýstum á fjölmiðilinn í almannaþágu að sýna myndina 'Breaking the Taboo' sem fjallar um baráttu Kofi Annan og margra fyrrum forseta fyrir því að opna umræðuna um nýjar leiðir í fíkniefnamálum.
Ég hef verið í samstarfi við framleiðendur myndarinnar og sent eintak upp í RÚV sem þeir mega spila án endurgjalds. (Þeir segjast ekki hafa fengið það en þingverði Alþingis fullvissuðu mig að þeir hafi farið með það. Ég get fengið annað eintak frá framleiðindum ef þeir finna ekki hitt).
Hér að neðan eru óundirbúin fyrirspurn mín til Kristjáns Þórs í janúar. Á eftir klukkan 15:30 mun Helgi Hrafn Pírati eiga sérstakar umræður (smellið til að sjá beina útsendingu) við Kristján Þór um:Árangur og afleiðingar refsinga fyrir neyslu ólöglegra vímu- og fíkniefna, mannréttindavernd og þjónusta fyrir vímuefnaneytendur; og næstu skref og áherslur stefnumótunnar í vímu- og fíkniefnamálum.
![]() |
Ræða refsistefnuna á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.2.2014 kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)