Vilja stjórnarherrarnir sumarþing?

Mér er sagt að í reglubók Davíðs Oddssonar, sem var einn klárasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar, sé klausan: "Því minna sem þingið kemur saman því betra fyrir stjórnvöld." Klárlega. Því flestar heimildir þingmanna til að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu er aðeins hægt að beita þegar þingið starfar. 

Sem þingmaður Pírata fagna ég því þegar stjórnarþingmenn opna á þann möguleika að hafa sumarþing. Meira en það þá mun ég kalla eftir því í stað þess að klára mál á hundavaði í vor. Mig grunar að stjórnarherrarnir taki ekki undir þá tillögu.


mbl.is Ekki stefnt að sumarþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásta Helgadóttir varaþingmaður Pírata kemur inn á í ESB umræðuna.

Ásta-Helgadóttir

Ásta Helgadóttir varaþingmaður okkar Pírata kemur inn á fyrir mig þessa viku. Hún er Pírati inn að beini, eldklár, beitt og hugrökk. Hún hefur hleypt heimdraganum, ratað víða og reynslu í stjórnmálum hefur hún m.a. sem aðstoðarmaður Evrópuþingmanns sænskra Pírata Amelíu Andersdóttur. Hún kemur því sterk inn í ESB umræðuna þessa vikuna.

Ásta mun taka við af mér á næsta ári og bjóða sig fram á lista okkar Pírata í næstu kosningum. Hér er linkur á beina útsendingu Alþingis til að fylgjast með þessum upprennandi þingmanni Pírata: http://www.althingi.is/vefur/beinutsending.html


mbl.is Evrópumálin tekin fyrir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihluti þingsins ræður! Ekki meirihluti þjóðarinnar.

Ástæðan fyrir því að þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu samfara sveitarstjórnarkosningum um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB kemur fram svona seint er að hún er viðbragð við þingsályktun sem utanríkisráðherra lagði fram seint á föstudaginn síðasta um að slíta viðræðum. Mikill meirihluti þjóðarinnar kallar eftir því að fá að kjósa um áframhald aðildarviðræður við ESB. Meira að segja mikill meirihluti stjórnarflokkanna, eða 2/3 kjósenda þeirra. Það verður ekki hægt ef viðræðum verður slitið.


Eins og fram kemur í fréttinni þá stangast þingsályktun Pírata, Bjartrar Framtíðar og Samfylkingar á við lög framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslur.
Með lagabreytingartillögu sem ég lagði fram þegar á þetta var bent í þingsal þá verður þingsályktunin lögleg. Lögspekingar þingsins segja þannig þingsályktunina vera þingtæka og löglegt að samþykkja þó lagabreytingin hafi ekki verið samþykkt. Það eru því engar lagatæknilegar ástæður fyrir því að fara ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna samfara sveitarstjórnarkosningum í vor. Sá gluggi lokast á föstudaginn.



Meirihlutinn þingsins ræður! Ekki meirihluti þjóðarinnar. En er ekki kominn tími til að kjósendur geti milliliðalaust skotið samþykktum þingsins í dóm þjóðarinnar?


mbl.is „Minnihlutinn ræður ekki dagskrá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband