#MeToo sigur samfélagsins og Miðflokkurinn fór undir stjórnarvagninn.

Sigur fyrir #MeToo byltinguna á Íslandi #ÍSkuggaValdsins og okkur öll. Þingmaður sem sagði um ráðherra landsins að "Þarna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í [...] Þú getur riðið henni, skilurðu" þurfti að víkja úr trúnaðarstöðu fyrir Alþingi Íslendinga sem formaður þingnefndar.

Atburðarásin á Alþingi í kjölfar Klausturupptakanna:

1. Bergþór sagðist ætla að sitja áfram sem nefndarformaður.

2. Minnihluti nefndarinnar ásamt Rósu Björg VG sagði "Nei" og lagði til að Bergþór myndi víkja en hann sjálfur ásamt öðrum í stjórnarþingmönnum vísuðu tillögunni frá.

3. Forysta meirihlutans á þingi lagði til að Bergþór yrði varaformaður nefndarinnar.

4. Minnihlutinn á Alþingi sagði "Nei" Bergþór gæti ekki setið í trúnaðarstöðu fyrir Alþingi eftir orð hans um ráðherra og aðrar konur, og segist muni halda áfram að taka málið upp í þingsal og á fundi nefndarinnar ef hann víki ekki.

5. Eftir 3 vikna þrásetu leggur Bergþór loks til að hann víki og í staðinn fái þingmenn meirihlutans í nefndinni bæði nefndarformanninn og báða varaformennina, í stað þess að velja annan úr eigin flokki sem minnihlutinn hafði boðið Miðflokkinum.

6. Stjórnarþingmenn í nefndinni þiggja gjöf Bergþórs um nefndarformennsku.

7. Frjálslyndi þingminnihlutinn á þingi sendir skýr skilaboð til þings og þjóðar að þingmaður sem segir um ráðherra landsins að arna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í" víki úr trúnaðarstöðum fyrir Alþingi Íslendings.

Stórsigur fyrir okkur sem viljum ekki samfélag þar sem ríkir hræðsla um kynferðislega og kynbundina áreitni og ofbeldi.


mbl.is Bergþór lætur af formennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðflokksmaðurinn sem stendur við #MeToo-áliktun þingsins

Birgir ÞórarinssonDegi eftir að Bergþór Ólason Miðflokki ákvað að sitja áfram í trúnaðarstöðu Alþingis sem nefndarformaður hefur Birgir Þórarinsson samflokksmaður hans:

1. bæði gefið út yfirlýsingu að ekki sé rétt að Bergþór og Gunnar Bragi gangi að trúnaðarstöðum á Alþingi vísum, og

2. skorað á þingmennberj­ast gegn kyn­ferðis­legu áreiti og of­beldi gegn þing­kon­um.



Í kjölfar #HöfumHátt og #MeToo umræðunnar á Íslandi #ÍSkuggaValdsins
þar sem konur í stjórnmálum lýsa fjandsamlegri hegðun gagnvart sér á vettvangi stjórnmálanna samþykkti Alþingi samhljóða þingsályktun að:

"þingmenn skuldbindi sig til þess að leggja sitt af mörkum til að skapa heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan, sem sé laust við kynbundna og kynferðislega áreitni [...] Jafnframt að það sé skylda hvers og eins þingmanns að hafna slíku hátterni."

Þingmenn allra flokka voru meðfluttningsmenn tillögunnar. Fyrir Miðflokkinn var það Þorsteinn Sæmundsson, sem sagði í ræðu um málið að það væri:"[...] rétt og góð ákvörðun að lýsa því yfir strax [...] að Alþingi Íslendinga ætli ekki að þola [...] kynferðislegt áreiti og dólgshátt [...] í stjórnmálunum."

Áliktanir Alþingis eru ómarktækar, og þingmenn sem hana samþykktu ómerkir orða sinna, ef þingmenn sem svíkja #MeToo-áliktun þingsins fá áfram að gegna trúnaðarstöfum fyrir Alþingi.

Birgir ætlar greinilega að standa við #MeToo-áliktun sem hann gaf þingi og þjóð síðasta vor. Hvað með Þorsteinn Sæmundsson?


mbl.is Meinsemd sem viðgengst hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilaboðin til kvenna ef Bergþór situr í skjóli þingmeirihluta.

Aðeins kjósendur geta fjarlægt þingmenn af Alþingi. En það er á ábyrgð þingsins hver gegnir trúnaðarstörfum Alþingis, eins og embætti forseta Alþingis og formennsku í nefndum.

Hver eru skilaboðin til kvenna í stjórnmálum ef þingmeirihlutinn ákveður að Berþór Ólason sitji áfram í trúnaðarstöðu fyrir Alþingi?

Samantekt Kjarnans á ummælum Bergþórs Ólasonar á KlausturbarAlþingi samþykkti jafnréttislög sem segja:

1. gr. 1.mgr.
Markmið laga þessara er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins."

2. gr. 1.mgr. 3.liður.
Kynbundin áreitni: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.

24. gr. 1. mgr.
Hvers kyns mismunun á grundvelli kyns, hvort heldur bein eða óbein, er óheimil. [...] Enn fremur telst kynbundin áreitni eða kynferðisleg áreitni til mismununar samkvæmt lögum þessum [...]

Í kjölfar #HöfumHátt og #MeToo umræðunnar á Íslandi #ÍSkuggaValdsins þar sem konur í stjórnmálum lýsa fjandsamlegri hegðun gagnvart sér á vettvangi stjórnmálanna í nóvember 2017, hélt Alþingi Rakarastofuráðstefnu í byrjun febrúar í 2018, þar sem allir flokkar lýstu vilja sínum að vinna gegn slíkri hegðun.

Alþingi samþykkti svo samhljóða 5. júní þingsályktun, með atkvæði Bergþórs:

"þingmenn skuldbindi sig til þess að leggja sitt af mörkum til að skapa heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan, sem sé laust við kynbundna og kynferðislega áreitni [...] Jafnframt að það sé skylda hvers og eins þingmanns að hafna slíku hátterni."

Þingmenn allra flokka voru meðfluttningasmenn tillögunnar. Fyrir Miðflokkinn var það Þorsteinn Sæmundsson sem sagði í ræðu um málið að:

Upptakan af ræðu Þorsteins Sæmundssonar:

"Ég held að út af fyrir sig hafi ekkert okkar verið reiðubúið undir það sem við höfum fengið að heyra hér undanfarin misseri um kynferðislegt áreiti og dólgshátt víða um þjóðfélagið, í stjórnmálunum o.s.frv. Ég held því að það hafi verið rétt og góð ákvörðun að lýsa því yfir strax með þessari breytingu að Alþingi Íslendinga ætli ekki að þola slíka framkomu af þeim sem hér vinna, eiga sæti eða eiga leið um. [...] Ég lít svo á að við séum út af fyrir sig aldrei í fríi, við alþingismenn. Við erum alltaf við störf hvar sem við erum staddir. Við erum alltaf fulltrúar þeirra sem veittu okkur brautargengi til að vera hér og við erum fulltrúar þingsins hvar sem við erum."


Það er þrjár leiðir í leikreglum þingsins (þingskaparlögum) til að víkja formanni nefndar úr því trúnaðarembætti Alþingis:

1. Þingflokkurinn sem fékk úthlutað formennsku getur valið annan þingmann úr flokkinum til að gegna formennskunni. Það getur Miðflokkurinn gert á morgun:

16. gr. 1.mgr.
Heimilt er þingflokkum að hafa mannaskipti í nefndum. Ósk um slík mannaskipti skal lögð fyrir forseta er tilkynnir um hana á þingfundi. Sé óskað atkvæðagreiðslu um mannaskiptin skal forseti láta ganga til atkvæða um þau á þingfundi.

2. Meirihluti þingmanna í nefndinni geta kosið nýjan formann á næsta fundi nefndarinnar, en þingmenn meirihlutans vísuðu slíkri tillögu frá í umhverfis- og samgöngunefnd í morgun:

14. gr.4.mgr.
Nefnd getur hvenær sem er kosið að nýju formann eða varaformenn ef fyrir liggur beiðni meiri hluta nefndarmanna og fellur þá hin fyrri kosning úr gildi er ný kosning hefur farið fram.]

3. Þingflokkar sem vilja ekki hafa Berþór í forsvari fyrir trúnaðarstörf Alþingis geta lagt til nýja uppröðun á nefndarformennskum, t.d. að annar þingmaður Miðflokksins verði nefndarformaður, og kosið um það í þingsal:

14. gr. 1.mgr.
[Formenn þingflokka skulu á þingsetningarfundi [hér myndi þurfa afbrigði frá þingsköpum] leggja fram við kosningu fastanefnda, sbr. 13. gr., og við kosningu alþjóðanefnda, sbr. 35. gr., tillögu um skipun nefndanna, svo og varamanna í þeim. [...] Í tillögunni skal jafnframt tilgreina hvernig embættum formanns, 1. varaformanns og 2. varaformanns í fastanefndum er skipt milli þingflokka.

 


mbl.is Frávísun ekki stuðningur við Bergþór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband