Fórnar Bjarni Ben stöðuleikanum fyrir eigin launahækkun?

Frétt í Morgunblaðinu 1992

Bjarni Ben segir: "[...] stjórn­völd ætla sér og hafa skyldu til þess að vinna að stöðug­leika hér í efna­hags­mál­um og við mun­um ekki skilja Seðlabank­ann ein­an eft­ir í að vinna að því hlut­verki."


Þá hefur Bjarni skyldu til að leggja til lækkun launa ráðherra og þingmanna til samræmis við almenna launaþróun. Hann hafnaði því í vor þegar við Píratar lögðum það til í annað sinn.

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson og Alþingi allt var sammála um að ef launaþróun ráðamanna fer umfram almenna launaþróun landsmanna þá ógni það friði á vinnumarkaði og efnahagsstöðuleika, eða eins og það er orðað í frumvarpi Halldórs sem byggir á texta úr frumvarpi Davíðs:
"að ekki sé hætta á að úrskurðir Kjaradóms raski kjarasamningum þorra launafólks og stefni þar með stöðugleika í efnahagslífinu í hættu [...] „Kjararáð skal ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði“."

Árið 1992:
- Kjaradómur hækkar laun ráðamanna umfram almenning.
- Davíð Oddsson setur fund á Þingvöllum og fær samþykkt lög gegn hækkuninni.

Árið 2016:
- Kjararáð hækkar laun ráðamanna langt umfram almenning.
- Stjórnarmeirihlutinn reynir enn að halda í hækkunina þrátt fyrir mikla ólgu á vinnumarkaði. - Sönn saga.


En Bjarni Ben er með frumvarp um nýtt fyrirkomulag launaþróunar ráðamanna þar sem hann getur lækkað eigin laun til að sína fordæmi. Ef honum er alvara að: "stjórn­völd ætla sér og hafa skyldu til þess að vinna að stöðug­leika hér í efna­hags­mál­um" eins og hann segir þá þarf hann að lækka launin sín og okkar á þingi í samræmi við almenna launaþróun frá 2013 sem 70% fólks á almenna vinnumarkaðinum hefur þurft að sætta sig við, það er "þorri launafólks" eins og segir í frumvarpi Davís og Halldórs, og það er fólkið sem var að klára sína kjarasamninga og getur farið í verkföll. Annars fórnar Bjarni stöðuleikanum fyrir eigin launahækkun.


mbl.is Furðar sig á yfirlýsingum um hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenningur má ávarpa þingfundi ef erlendir fulltrúar mega það

Björn LevíDaginn fyrir fullveldishátíðina og þingfundinn á Þingvöllum 18. júlí. var dagskrá fundarins kynnt formlega í forsætisnefnd. Ég gerði athugasemd og spurði hvort það væri löglegt að danski þingforsetinn myndi ávarpa þingfundinn. Sagði að mig minnti að það væri ekki heimilt samkvæmt lögum um þingsköp.
 
Þá sögðu Steingrímur þingforseti og skrifstofustjóri Alþingis að þetta væri allt löglegt og að fordæmi væru fyrir því. Rætt var um að þingforseti geti svo alltaf vikið frá lögum um þingsköp með stuðningi 2/3 hluta þingmanna. (Ljóst er þó að þingmenn eru eiðsvarðir að halda stjórnarskrána og er óheimilt að víkja frá henni.)
 
Svo kemur á daginn að lögfræðingar Alþingis eru búnir að úrskurða þegar Björn Leví vildi bjóða almenningi að ávarpa þingfundi að það sé brot á stjórnarskrá að bjóða öðrum en þingmönnum, ráðherrum og forseta Íslands að ávarpa Alþingi.
 
Björn Leví mun aftur leggja fram tillögu sína um sérstakan dagskrárlið einu sinni í mánuði þar sem óbreyttir borgarar, valdir af handahófi úr þjóðskrá, fái tækifæri að tjá sig úr ræðustól Alþingis.

Annað hvort braut Steingrímur stjórnarskrána þegar hann gaf Píu orðið á þingfundinum á Þingvöllum eða tillaga Björns Leví stenst stjórnarskrá.

Steingrímur J. bauð Piu á 100 ára fullveldishátíð Íslands

Steingrímur og PiaSteingrímur J. Sigfússon er engin nýgræðingur í stjórnmálum og veit vel að stjórnmál Piu Kjærs­ga­ard sundrar fólki. Samt bauð hann henni að halda ávarp á hátíðisdegi allra Íslendinga, 100 ára fullveldishátíð Íslands á Þingvöllum.

Eftir að hafa ákveðið þetta í apríl lét hann birta eina línu um það neðst í frétt á vef Alþingis sem fjallar um ferð hans til Danmerkur. En v
enjan er að upplýsa forsætisnefnd Alþingis formlega með góðum fyrirvara um gestakomur fulltrúa annarra ríkja, eins og gert var 19. janúar vegna heimsóknar sænska þingforsetans, en í þeirri fungargerð segir: "Lögð fram til kynningar drög að dagskrá heimsóknar forseta sænska þingsins til Íslands 31. janúar til 3. febr. nk."

Ég hef í dag leitað í öllum fundargerðum Forsætisnefndar Alþingis frá áramótum og Steingrímur J. sem forseti Alþingis virðist ekki hafa séð ástæðu til að upplýsa fulltrúa flokkanna í forsætisnefnd fyrr en í gær, degi fyrir hátíðarþingfundinn á Þingvöllum.

Steingrímur virðist bara hafa viljað ráða þessu sjálfur svo flokkarnir á Alþingi voru ekki upplýstir formlega fyrr en of seint var að afboða Piu. Á frönsku heitir þessi taktík: "Fait Accompli" eða aðgerð sem hefur verið náð fram áður en þeir sem hún hefur áhrif á geta snúið henni við.


mbl.is Píratar sniðganga hátíðarfundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband