Vel tengdir barnaníðingar eru ísjakar sem sökkva ríkisstjórnum
27.4.2018 | 11:08
Í ítarlegri frétt á Stundinni í dag kemur fram að forstjóri Barnaverndarstofu hafi "beitti sér fyrir því að prestssonur fengi að umgangast dætur sínar sem hann var grunaður um að misnota."
Jafnframt kemur fram að "Ásmundur Einar Daðason ráðherra barnaverndarmála vissi allt [í janúar] en hélt málinu leyndu fyrir Alþingi" þegar Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði hann út í málið í þinginu í febrúar þá svaraði hann að: "Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafi ekki brotið af sér með neinum hætti."
Allt síðasta sumar upplifðu landsmenn leyndarhyggju og tregðu valdhafa í málum sem þolendur kynferðisafbrota vildu fá upplýst og löguð. Þessi leyndarhyggja í málum kynferðisafbrota gegn börnum felldi ríkisstjórnina.
Robert Downey er bara toppurinn á ísjaka vel tengdra barnaníðinga sem valdafólk hefur verndað. Ríkisstjórn sem tekur ekki afgerandi stefnu frá þeim sem stunda slíka valdníðslu gegn börnum mun sökkva og drekkja fylgi sinna flokka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.4.2018 kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Bjarni Ben samþykkti lög á verkfall ljósmæðra 2015.
11.4.2018 | 21:13
Landlæknir varaði ríkisstjórn Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs ítrekað við að lög á verkföll ljósmæðra og annars heilgræðisstarfsfólks vorið 2015 myndi ekki leysa vandan til lengri tíma. Þeir stöðvuðu samt verkfallið með lögum.
Fjölmargar ljósmæður hafa nú sagt upp og nú þarf ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að tryggja að samið verði við ljósmæður í sátt. Það verður ekki erfitt að réttlæta málþóf ef ráðherra og þingmenn sem þáðu 45% launahækkun 2016 ætla aftur að setja lög á verkföll ljósmæðra í dag.
Þegar Bjarni Ben samþykkti lög á ljósmæður og annað heilbrigðisstarfsfólk 2015:
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.6.2018 kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Dómsmálaráðherra vöruð við lögbrotunum sem hún framdi.
19.12.2017 | 17:47
Enn bendir allt til þess að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafi skipað fjóra dómara pólitískt af geðþótta en ekki útfrá hæfi eins og dómstólalög fyrirskipa, og ljóst er að hún braut stjórnsýslulög til þess. Við höfum áfram farið fram á rannsókn í þinginu á skipan ráðherra í Landsrétt.
Dómsmálaráðherra var ítrekað vöruð við því (líka af Katrínu Jakobsdóttur) að hún væri líklega að brjóta lög við skipun sína á dómurum í Landsrrétt, ef hún rökstyddi ekki betur hvers vegna hún valdi frekar fjóra aðra umsækjendur umfram þá sem matsnefnd taldi hæfasta.
Nú hefur Hæstiréttur úrskurðað að hún hafi með þessu brotið lög við skipan dómara, eins og í dóminum segir að:
"[...] til grundvallar í dómaframkvæmd að ef dómsmálaráðherra gerði tillögu til Alþingis um að vikið yrði frá áliti dómnefndar, væri óhjákvæmilegt að sú ákvörðun væri reist á frekari rannsókn ráðherrans [en] Gögn málsins bæru á hinn bóginn ekki með sér að slík rannsókn hefði farið fram af hálfu ráðherra. Samkvæmt því hefði málsmeðferð hans verið andstæð 10. gr. stjórnsýslulaga [...].
Vill áfram láta rannsaka skipan dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.2.2018 kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)