Dómsmálaráðherra klessukeyrði Landsrétt fyrir vini sína.
12.3.2019 | 11:42
Ráðherra dómsmála var ítrekað vöruð við að ef hún virti ekki lög um skipan dómara þá væru þeir ekki skipaðir samkvæmt lögum.
En stjórnarskrá íslenska lýðveldisins er skýr í 59. grein: "Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum."
Mannréttindadómsstóll Evrópu hefur í dag staðfest að þetta. Og áður hafði Hæstiréttur Íslands dæmt að hún hafi brotið lög við skipun á fjórum dómurum, en tveir eru persónulega tengdir henni.
Ráðherra dómsmála braut lög og stjórnarskrá við skipan dómara og ætti að segja af sér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Hegðun Bjarna Ben í kjaramálum síðustu ár. Hræsni?
7.3.2019 | 19:42
Svona hefur Bjarna Ben hegðað sér í kjaramálum síðustu ár:
- 2015. - Ekki hægt að gera leiðréttingar 10 ár aftur í tíman fyrir heilbrigðisstarfsfólk í verkföllum. Samþykkti svo lög á verkföllin.
- 2019. - Krefst lækkunar launa ríkisforstjóra sem valda hættulegri ósátt.
Orðabókin segir að það að: "fordæma e-ð í fari annars sem maður gerir sjálfur" heiti hræsni.
Þessi hegðun hefur kynt undir þá hættulegu stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði, með massífum verkföllum framundan.
Þetta er ekki rétta leiðin.
Sakaði fjármálaráðherra um hræsni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ævintýri Jóns Forseta: "Ágreiningur um ræðutíma."
8.2.2019 | 11:45
Það er ekki alltaf leiðinlegt á forsetastóli :)
Við Sigmundur Davíð tókumst á um leikreglur Alþingis (6:45-8:40). Og já það er rétt gagnrýni hjá Karli Gauta og Ólafi Ísleifs að þingflokkarnir hafa allt of mikil völd yfir þingmönnum eins og ég benti á í grein 2015: "Tíu lexíur í þingstarfinu."
Lögskýring:
Karl Gauti bendir réttilega á að 95 grein þingskaparlaga segi til um ræðutíma sem hann á rétt á sem þingmaður.
Svo er það 86 greinin 2 málsgrein sem heimilar þingforseta, með samþykki þingflokksformanna , að takmarka ræðutíma allra þingmanna, þ.m.t. þingmanna utan flokka. Og já það er ósanngjarnt að mínu mati.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.3.2019 kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)