Dómsmálaráðherra klessukeyrði Landsrétt fyrir vini sína.

Ráðherra dómsmála var ítrekað vöruð við að ef hún virti ekki lög um skipan dómara þá væru þeir ekki skipaðir samkvæmt lögum.

En stjórnarskrá íslenska lýðveldisins er skýr í 59. grein: "Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum."

Mannréttindadómsstóll Evrópu hefur í dag staðfest að þetta. Og áður hafði Hæstiréttur Íslands dæmt að hún hafi brotið lög við skipun á fjórum dómurum, en tveir eru persónulega tengdir henni.

Ráðherra dómsmála braut lög og stjórnarskrá við skipan dómara og ætti að segja af sér.


Hegðun Bjarna Ben í kjaramálum síðustu ár. Hræsni?

Svona hefur Bjarna Ben hegðað sér í kjaramálum síðustu ár:

- 2015. - Ekki hægt að gera leiðréttingar 10 ár aftur í tíman fyrir heilbrigðisstarfsfólk í verkföllum. Samþykkti svo lög á verkföllin.

- 2016. - Fær hækkanir á eigin launum sem hann styður að miðist við árið 2006. Hmm... en það eru 10 ár aftur í tíman.

- 2018. - Kýs gegn lækkun eigin launa (þ.e. að hans launahækkun þurfi að miða við árið 2013 eins og flest launafólk) þrátt fyrir að hans launahækkun hafi valdið hættulegri ósátt.

- 2019. - Krefst lækkunar launa ríkisforstjóra sem valda hættulegri ósátt.

Orðabókin segir að það að: "fordæma e-ð í fari annars sem maður gerir sjálfur" heiti hræsni.

Þessi hegðun hefur kynt undir þá hættulegu stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði, með massífum verkföllum framundan.
Þetta er ekki rétta leiðin.


mbl.is Sakaði fjármálaráðherra um hræsni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ævintýri Jóns Forseta: "Ágreiningur um ræðutíma."

Ævintýri Jón Forseta

Það er ekki alltaf leiðinlegt á forsetastóli :)

Við Sigmundur Davíð tókumst á um leikreglur Alþingis (6:45-8:40). Og já það er rétt gagnrýni hjá Karli Gauta og Ólafi Ísleifs að þingflokkarnir hafa allt of mikil völd yfir þingmönnum eins og ég benti á í grein 2015: "Tíu lexíur í þingstarfinu."

Lögskýring:
Karl Gauti bendir réttilega á að 95 grein þingskaparlaga segi til um ræðutíma sem hann á rétt á sem þingmaður.
Svo er það 86 greinin 2 málsgrein sem heimilar þingforseta, með samþykki þingflokksformanna , að takmarka ræðutíma allra þingmanna, þ.m.t. þingmanna utan flokka. Og já það er ósanngjarnt að mínu mati.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband