Ævintýri Jóns Forseta: "Ágreiningur um ræðutíma."

Ævintýri Jón Forseta

Það er ekki alltaf leiðinlegt á forsetastóli :)

Við Sigmundur Davíð tókumst á um leikreglur Alþingis (6:45-8:40). Og já það er rétt gagnrýni hjá Karli Gauta og Ólafi Ísleifs að þingflokkarnir hafa allt of mikil völd yfir þingmönnum eins og ég benti á í grein 2015: "Tíu lexíur í þingstarfinu."

Lögskýring:
Karl Gauti bendir réttilega á að 95 grein þingskaparlaga segi til um ræðutíma sem hann á rétt á sem þingmaður.
Svo er það 86 greinin 2 málsgrein sem heimilar þingforseta, með samþykki þingflokksformanna , að takmarka ræðutíma allra þingmanna, þ.m.t. þingmanna utan flokka. Og já það er ósanngjarnt að mínu mati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Jón Þór ólafsson hafðu þökk mína fyrir framgöngu þín sem forseti í ræðustól í gær, þar sem hið rétta fékk forgang með lýðræðislegum hætti þegar þú bauðst Karli Gauta Hjaltasyni að ljúka sínu máli og þingheimur tók undir. Hinsvegar vekur framganga Steingríms J Sigfússonar ógnvekjandi tilburði að stöðva eðlilegar umræður, sem ég ætla ekki að fara hér nánar útí hér, og margt annað sem þarf að breyta til betri vegar. Enn og aftur þökk sé þér fyrir lýðræðislegar skoðanir og rétt hugafar. Haltu áfram á sömu braut og þú ert á. Ekki kæfa allt í kjaftæði. 

Jóhann Páll Símonarson, 8.2.2019 kl. 12:30

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Jón Þór Ólafsson hafðu þökk mína fyrir framgöngu þín sem forseti í ræðustól í gær, þar sem hið rétta fékk forgang með lýðræðislegum hætti þegar þú bauðst Karli Gauta Hjaltasyni að ljúka sínu máli og þingheimur tók undir. Hinsvegar vekur framganga Steingríms J Sigfússonar ógnvekjandi tilburði að stöðva eðlilegar umræður, sem ég ætla ekki að fara hér nánar útí hér, og margt annað sem þarf að breyta til betri vegar. Enn og aftur þökk sé þér fyrir lýðræðislegar skoðanir og rétt hugafar. Haltu áfram á sömu braut og þú ert á. Ekki kæfa allt í kjaftæði. 

Jóhann Páll Símonarson, 8.2.2019 kl. 12:32

3 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Takk Jóhann Páll, og já, stjórnlyndari mann hef ég sjaldan hitt.

Jón Þór Ólafsson, 8.2.2019 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband