#MeToo sigur samfélagsins og Miðflokkurinn fór undir stjórnarvagninn.

Sigur fyrir #MeToo byltinguna á Íslandi #ÍSkuggaValdsins og okkur öll. Þingmaður sem sagði um ráðherra landsins að "Þarna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í [...] Þú getur riðið henni, skilurðu" þurfti að víkja úr trúnaðarstöðu fyrir Alþingi Íslendinga sem formaður þingnefndar.

Atburðarásin á Alþingi í kjölfar Klausturupptakanna:

1. Bergþór sagðist ætla að sitja áfram sem nefndarformaður.

2. Minnihluti nefndarinnar ásamt Rósu Björg VG sagði "Nei" og lagði til að Bergþór myndi víkja en hann sjálfur ásamt öðrum í stjórnarþingmönnum vísuðu tillögunni frá.

3. Forysta meirihlutans á þingi lagði til að Bergþór yrði varaformaður nefndarinnar.

4. Minnihlutinn á Alþingi sagði "Nei" Bergþór gæti ekki setið í trúnaðarstöðu fyrir Alþingi eftir orð hans um ráðherra og aðrar konur, og segist muni halda áfram að taka málið upp í þingsal og á fundi nefndarinnar ef hann víki ekki.

5. Eftir 3 vikna þrásetu leggur Bergþór loks til að hann víki og í staðinn fái þingmenn meirihlutans í nefndinni bæði nefndarformanninn og báða varaformennina, í stað þess að velja annan úr eigin flokki sem minnihlutinn hafði boðið Miðflokkinum.

6. Stjórnarþingmenn í nefndinni þiggja gjöf Bergþórs um nefndarformennsku.

7. Frjálslyndi þingminnihlutinn á þingi sendir skýr skilaboð til þings og þjóðar að þingmaður sem segir um ráðherra landsins að arna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í" víki úr trúnaðarstöðum fyrir Alþingi Íslendings.

Stórsigur fyrir okkur sem viljum ekki samfélag þar sem ríkir hræðsla um kynferðislega og kynbundina áreitni og ofbeldi.


mbl.is Bergþór lætur af formennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón.

#MeToo er ekki tilorðið að einstakir flokkar
gætu notað það til að slá ryki í augu sjálfum sér
og annarra í pólitískum hráskinnsleik sínum;
stjórnarandstaðan fór hrakförum í máli þessu.

Það er tilorðið vegna þess að réttarkefið
brást konum aftur og aftur.

Þetta himinfley er sem siglu-ormur sem
svartur skríður utan alfaraleiðar.

Nauðsyn brýn bar til þess svo að kerfi þetta
sæi að sér, leitaði jafnvægis til að rétta þann hlut.

Þú sem einn af varaforsetum alþingis hefðir mátt
stemma á að ósi, að menn færu ekki
fjallabaksleiðir til að ná sér niðri á pólitískum
andstæðingi en af hefur hlotist smánun af versta tagi
sem virðist bitna hvað mest á þínum eigin flokki, -
og samt skal áfram haldið, - hverju ertu bættari?

Húsari. (IP-tala skráð) 8.2.2019 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband