Skilaboðin til kvenna ef Bergþór situr í skjóli þingmeirihluta.

Aðeins kjósendur geta fjarlægt þingmenn af Alþingi. En það er á ábyrgð þingsins hver gegnir trúnaðarstörfum Alþingis, eins og embætti forseta Alþingis og formennsku í nefndum.

Hver eru skilaboðin til kvenna í stjórnmálum ef þingmeirihlutinn ákveður að Berþór Ólason sitji áfram í trúnaðarstöðu fyrir Alþingi?

Samantekt Kjarnans á ummælum Bergþórs Ólasonar á KlausturbarAlþingi samþykkti jafnréttislög sem segja:

1. gr. 1.mgr.
Markmið laga þessara er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins."

2. gr. 1.mgr. 3.liður.
Kynbundin áreitni: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.

24. gr. 1. mgr.
Hvers kyns mismunun á grundvelli kyns, hvort heldur bein eða óbein, er óheimil. [...] Enn fremur telst kynbundin áreitni eða kynferðisleg áreitni til mismununar samkvæmt lögum þessum [...]

Í kjölfar #HöfumHátt og #MeToo umræðunnar á Íslandi #ÍSkuggaValdsins þar sem konur í stjórnmálum lýsa fjandsamlegri hegðun gagnvart sér á vettvangi stjórnmálanna í nóvember 2017, hélt Alþingi Rakarastofuráðstefnu í byrjun febrúar í 2018, þar sem allir flokkar lýstu vilja sínum að vinna gegn slíkri hegðun.

Alþingi samþykkti svo samhljóða 5. júní þingsályktun, með atkvæði Bergþórs:

"þingmenn skuldbindi sig til þess að leggja sitt af mörkum til að skapa heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan, sem sé laust við kynbundna og kynferðislega áreitni [...] Jafnframt að það sé skylda hvers og eins þingmanns að hafna slíku hátterni."

Þingmenn allra flokka voru meðfluttningasmenn tillögunnar. Fyrir Miðflokkinn var það Þorsteinn Sæmundsson sem sagði í ræðu um málið að:

Upptakan af ræðu Þorsteins Sæmundssonar:

"Ég held að út af fyrir sig hafi ekkert okkar verið reiðubúið undir það sem við höfum fengið að heyra hér undanfarin misseri um kynferðislegt áreiti og dólgshátt víða um þjóðfélagið, í stjórnmálunum o.s.frv. Ég held því að það hafi verið rétt og góð ákvörðun að lýsa því yfir strax með þessari breytingu að Alþingi Íslendinga ætli ekki að þola slíka framkomu af þeim sem hér vinna, eiga sæti eða eiga leið um. [...] Ég lít svo á að við séum út af fyrir sig aldrei í fríi, við alþingismenn. Við erum alltaf við störf hvar sem við erum staddir. Við erum alltaf fulltrúar þeirra sem veittu okkur brautargengi til að vera hér og við erum fulltrúar þingsins hvar sem við erum."


Það er þrjár leiðir í leikreglum þingsins (þingskaparlögum) til að víkja formanni nefndar úr því trúnaðarembætti Alþingis:

1. Þingflokkurinn sem fékk úthlutað formennsku getur valið annan þingmann úr flokkinum til að gegna formennskunni. Það getur Miðflokkurinn gert á morgun:

16. gr. 1.mgr.
Heimilt er þingflokkum að hafa mannaskipti í nefndum. Ósk um slík mannaskipti skal lögð fyrir forseta er tilkynnir um hana á þingfundi. Sé óskað atkvæðagreiðslu um mannaskiptin skal forseti láta ganga til atkvæða um þau á þingfundi.

2. Meirihluti þingmanna í nefndinni geta kosið nýjan formann á næsta fundi nefndarinnar, en þingmenn meirihlutans vísuðu slíkri tillögu frá í umhverfis- og samgöngunefnd í morgun:

14. gr.4.mgr.
Nefnd getur hvenær sem er kosið að nýju formann eða varaformenn ef fyrir liggur beiðni meiri hluta nefndarmanna og fellur þá hin fyrri kosning úr gildi er ný kosning hefur farið fram.]

3. Þingflokkar sem vilja ekki hafa Berþór í forsvari fyrir trúnaðarstörf Alþingis geta lagt til nýja uppröðun á nefndarformennskum, t.d. að annar þingmaður Miðflokksins verði nefndarformaður, og kosið um það í þingsal:

14. gr. 1.mgr.
[Formenn þingflokka skulu á þingsetningarfundi [hér myndi þurfa afbrigði frá þingsköpum] leggja fram við kosningu fastanefnda, sbr. 13. gr., og við kosningu alþjóðanefnda, sbr. 35. gr., tillögu um skipun nefndanna, svo og varamanna í þeim. [...] Í tillögunni skal jafnframt tilgreina hvernig embættum formanns, 1. varaformanns og 2. varaformanns í fastanefndum er skipt milli þingflokka.

 


mbl.is Frávísun ekki stuðningur við Bergþór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón Þór - sem og aðrir gestir, þínir !

Jón Þór !

Um leið: og þakka má þér fölskvalausa andstöðuna, við Bergþór Ólason og hans illa ryckti (Miðflokkinn: má telja til hefðbundinna sundrungarafla íslenzks samfélags, sbr. vinnubrögð og lítt hugnan lega hugmyndafræði höfundar hans:: Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hver sver sig algjörlega í mynstur oftnefnds 4flokks), mættir þú alveg stinga upp á afþökkun 744 Milljóna Króna flokka framlagsins = 2.976 Milljarða Krónanna, til þingflokkanna allra, sé miðað við kjörtímabilið, heilt.

Einnig - bíða margir spenntir eftir, framvindu málafylgju þinnar, gagnvart 45% + sporzlunum, sem Kjararáðið (sáluga ?), splæsti á þingmenn og ýmsa pótintáta embættismanna kerfisins í landinu, árið 2016, misminni mig ekki.

Samkvæmni: er allt, sem þið Píratar þurfið til að bera, svo fólk fari nú að taka ykkar málafylgju alvarlegar, til lengri sem skemmri framtíðarinnar litið - umfram hin, flokka himpi gimpin, Jón minn.

Ekki veitir nú af - í ölduróti meðalmennzku og ségæzku alþingis / sem ýmissa annarra stofnana þjóðfélagsins, nú: um stundir.

Með sæmilegum kveðjum: engu að síður, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2019 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband