Ævintýri Jóns Forseta: "Ágreiningur um ræðutíma."
8.2.2019 | 11:45
Það er ekki alltaf leiðinlegt á forsetastóli :)
Við Sigmundur Davíð tókumst á um leikreglur Alþingis (6:45-8:40). Og já það er rétt gagnrýni hjá Karli Gauta og Ólafi Ísleifs að þingflokkarnir hafa allt of mikil völd yfir þingmönnum eins og ég benti á í grein 2015: "Tíu lexíur í þingstarfinu."
Lögskýring:
Karl Gauti bendir réttilega á að 95 grein þingskaparlaga segi til um ræðutíma sem hann á rétt á sem þingmaður.
Svo er það 86 greinin 2 málsgrein sem heimilar þingforseta, með samþykki þingflokksformanna , að takmarka ræðutíma allra þingmanna, þ.m.t. þingmanna utan flokka. Og já það er ósanngjarnt að mínu mati.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.3.2019 kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sigur fyrir #MeToo byltinguna á Íslandi #ÍSkuggaValdsins og okkur öll. Þingmaður sem sagði um ráðherra landsins að "Þarna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í [...] Þú getur riðið henni, skilurðu" þurfti að víkja úr trúnaðarstöðu fyrir Alþingi Íslendinga sem formaður þingnefndar.
Atburðarásin á Alþingi í kjölfar Klausturupptakanna:
1. Bergþór sagðist ætla að sitja áfram sem nefndarformaður.
2. Minnihluti nefndarinnar ásamt Rósu Björg VG sagði "Nei" og lagði til að Bergþór myndi víkja en hann sjálfur ásamt öðrum í stjórnarþingmönnum vísuðu tillögunni frá.
3. Forysta meirihlutans á þingi lagði til að Bergþór yrði varaformaður nefndarinnar.
4. Minnihlutinn á Alþingi sagði "Nei" Bergþór gæti ekki setið í trúnaðarstöðu fyrir Alþingi eftir orð hans um ráðherra og aðrar konur, og segist muni halda áfram að taka málið upp í þingsal og á fundi nefndarinnar ef hann víki ekki.
5. Eftir 3 vikna þrásetu leggur Bergþór loks til að hann víki og í staðinn fái þingmenn meirihlutans í nefndinni bæði nefndarformanninn og báða varaformennina, í stað þess að velja annan úr eigin flokki sem minnihlutinn hafði boðið Miðflokkinum.
6. Stjórnarþingmenn í nefndinni þiggja gjöf Bergþórs um nefndarformennsku.
7. Frjálslyndi þingminnihlutinn á þingi sendir skýr skilaboð til þings og þjóðar að þingmaður sem segir um ráðherra landsins að "þarna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í" víki úr trúnaðarstöðum fyrir Alþingi Íslendings.
Stórsigur fyrir okkur sem viljum ekki samfélag þar sem ríkir hræðsla um kynferðislega og kynbundina áreitni og ofbeldi.
![]() |
Bergþór lætur af formennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.2.2019 kl. 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðflokksmaðurinn sem stendur við #MeToo-áliktun þingsins
30.1.2019 | 18:49
Degi eftir að Bergþór Ólason Miðflokki ákvað að sitja áfram í trúnaðarstöðu Alþingis sem nefndarformaður hefur Birgir Þórarinsson samflokksmaður hans:
1. bæði gefið út yfirlýsingu að ekki sé rétt að Bergþór og Gunnar Bragi gangi að trúnaðarstöðum á Alþingi vísum, og
2. skorað á þingmenn að berjast gegn kynferðislegu áreiti og ofbeldi gegn þingkonum.
Í kjölfar #HöfumHátt og #MeToo umræðunnar á Íslandi #ÍSkuggaValdsins þar sem konur í stjórnmálum lýsa fjandsamlegri hegðun gagnvart sér á vettvangi stjórnmálanna samþykkti Alþingi samhljóða þingsályktun að:
"þingmenn skuldbindi sig til þess að leggja sitt af mörkum til að skapa heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan, sem sé laust við kynbundna og kynferðislega áreitni [...] Jafnframt að það sé skylda hvers og eins þingmanns að hafna slíku hátterni."
Þingmenn allra flokka voru meðfluttningsmenn tillögunnar. Fyrir Miðflokkinn var það Þorsteinn Sæmundsson, sem sagði í ræðu um málið að það væri:"[...] rétt og góð ákvörðun að lýsa því yfir strax [...] að Alþingi Íslendinga ætli ekki að þola [...] kynferðislegt áreiti og dólgshátt [...] í stjórnmálunum."
Áliktanir Alþingis eru ómarktækar, og þingmenn sem hana samþykktu ómerkir orða sinna, ef þingmenn sem svíkja #MeToo-áliktun þingsins fá áfram að gegna trúnaðarstöfum fyrir Alþingi.
Birgir ætlar greinilega að standa við #MeToo-áliktun sem hann gaf þingi og þjóð síðasta vor. Hvað með Þorsteinn Sæmundsson?
![]() |
Meinsemd sem viðgengst hér á landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.2.2019 kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)