Ævintýri Jóns Forseta: "Ágreiningur um ræðutíma."

Ævintýri Jón Forseta

Það er ekki alltaf leiðinlegt á forsetastóli :)

Við Sigmundur Davíð tókumst á um leikreglur Alþingis (6:45-8:40). Og já það er rétt gagnrýni hjá Karli Gauta og Ólafi Ísleifs að þingflokkarnir hafa allt of mikil völd yfir þingmönnum eins og ég benti á í grein 2015: "Tíu lexíur í þingstarfinu."

Lögskýring:
Karl Gauti bendir réttilega á að 95 grein þingskaparlaga segi til um ræðutíma sem hann á rétt á sem þingmaður.
Svo er það 86 greinin 2 málsgrein sem heimilar þingforseta, með samþykki þingflokksformanna , að takmarka ræðutíma allra þingmanna, þ.m.t. þingmanna utan flokka. Og já það er ósanngjarnt að mínu mati.


#MeToo sigur samfélagsins og Miðflokkurinn fór undir stjórnarvagninn.

Sigur fyrir #MeToo byltinguna á Íslandi #ÍSkuggaValdsins og okkur öll. Þingmaður sem sagði um ráðherra landsins að "Þarna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í [...] Þú getur riðið henni, skilurðu" þurfti að víkja úr trúnaðarstöðu fyrir Alþingi Íslendinga sem formaður þingnefndar.

Atburðarásin á Alþingi í kjölfar Klausturupptakanna:

1. Bergþór sagðist ætla að sitja áfram sem nefndarformaður.

2. Minnihluti nefndarinnar ásamt Rósu Björg VG sagði "Nei" og lagði til að Bergþór myndi víkja en hann sjálfur ásamt öðrum í stjórnarþingmönnum vísuðu tillögunni frá.

3. Forysta meirihlutans á þingi lagði til að Bergþór yrði varaformaður nefndarinnar.

4. Minnihlutinn á Alþingi sagði "Nei" Bergþór gæti ekki setið í trúnaðarstöðu fyrir Alþingi eftir orð hans um ráðherra og aðrar konur, og segist muni halda áfram að taka málið upp í þingsal og á fundi nefndarinnar ef hann víki ekki.

5. Eftir 3 vikna þrásetu leggur Bergþór loks til að hann víki og í staðinn fái þingmenn meirihlutans í nefndinni bæði nefndarformanninn og báða varaformennina, í stað þess að velja annan úr eigin flokki sem minnihlutinn hafði boðið Miðflokkinum.

6. Stjórnarþingmenn í nefndinni þiggja gjöf Bergþórs um nefndarformennsku.

7. Frjálslyndi þingminnihlutinn á þingi sendir skýr skilaboð til þings og þjóðar að þingmaður sem segir um ráðherra landsins að arna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í" víki úr trúnaðarstöðum fyrir Alþingi Íslendings.

Stórsigur fyrir okkur sem viljum ekki samfélag þar sem ríkir hræðsla um kynferðislega og kynbundina áreitni og ofbeldi.


mbl.is Bergþór lætur af formennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðflokksmaðurinn sem stendur við #MeToo-áliktun þingsins

Birgir ÞórarinssonDegi eftir að Bergþór Ólason Miðflokki ákvað að sitja áfram í trúnaðarstöðu Alþingis sem nefndarformaður hefur Birgir Þórarinsson samflokksmaður hans:

1. bæði gefið út yfirlýsingu að ekki sé rétt að Bergþór og Gunnar Bragi gangi að trúnaðarstöðum á Alþingi vísum, og

2. skorað á þingmennberj­ast gegn kyn­ferðis­legu áreiti og of­beldi gegn þing­kon­um.



Í kjölfar #HöfumHátt og #MeToo umræðunnar á Íslandi #ÍSkuggaValdsins
þar sem konur í stjórnmálum lýsa fjandsamlegri hegðun gagnvart sér á vettvangi stjórnmálanna samþykkti Alþingi samhljóða þingsályktun að:

"þingmenn skuldbindi sig til þess að leggja sitt af mörkum til að skapa heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan, sem sé laust við kynbundna og kynferðislega áreitni [...] Jafnframt að það sé skylda hvers og eins þingmanns að hafna slíku hátterni."

Þingmenn allra flokka voru meðfluttningsmenn tillögunnar. Fyrir Miðflokkinn var það Þorsteinn Sæmundsson, sem sagði í ræðu um málið að það væri:"[...] rétt og góð ákvörðun að lýsa því yfir strax [...] að Alþingi Íslendinga ætli ekki að þola [...] kynferðislegt áreiti og dólgshátt [...] í stjórnmálunum."

Áliktanir Alþingis eru ómarktækar, og þingmenn sem hana samþykktu ómerkir orða sinna, ef þingmenn sem svíkja #MeToo-áliktun þingsins fá áfram að gegna trúnaðarstöfum fyrir Alþingi.

Birgir ætlar greinilega að standa við #MeToo-áliktun sem hann gaf þingi og þjóð síðasta vor. Hvað með Þorsteinn Sæmundsson?


mbl.is Meinsemd sem viðgengst hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband