Hvort er hættulegra: Rafstuðbyssur eða Björn Bjarnason?
15.11.2007 | 13:51
Þessar byssur eru hættulegar, en hvað með manninn sem vill láta taka þær í notkun, þarf ekki að fara að taka hann úr notkun?
Sem dómsmálaráðherra hefur hann mikið vald og hefur á síðustu árum beytt því m.a. til að stofna íslenskan her (friðargæslu), á sama tíma hefur hann reynt að gera hleranir lögreglunnar leyfilegar án dómsúrskurðar, koma á fót íslenskri leyniþjónustu og nú síðast að taka svona rafbyssur í notkun, og þá er ekki allt talið.
Er ekki kominn tími fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að skipta honum út áður en hann kemur einhverju fleiru hættulega í gegn?
Maður lést í Kanada þegar lögreglumenn skutu hann með rafstuðbyssu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Facebook
Athugasemdir
Af hverju er víkingasveitin og allt það sem þú nefndir hættulegt? Er það vegna þess að þessir hlutir eru hættulegir glæpamönnum, innrásarliði og öðrum þeim sem vilja gera Íslendingum mein?
Ef svo, þá þarftu ekki að vera hissa ef Sjálfstæðismenn standi með dómsmálaráðherra sínum.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 14:15
Það vita allir að hann hættir um mitt kjörtímabil.
Ég er nú hrifinn af því sem hann hefur gert t.d nýlega með að efla Landhelgisgæzluna (hefði löngu átt að vera búið að því og við ættum að vera fá 2 ný skip).
Hleranir og það að færa víkingasveitina undir Ríkislögreglustjóra og það fjármálasvarthol sem Ríkislögreglustjórinn er....Það er hinsvegar það sem ég líð ekki...
BTW Ég er ekki Sjalli...
Skaz, 15.11.2007 kl. 14:20
Þetta viljum við ekki sjá á Íslandi...sé löggurnar fyrir mér niðri í bæ að taka íslenska ofurölvi brennivínberserki niður með þessum græjum ef þeir rífa of mikinn kjaft og láta illa.
"innrás" !? getur verið að stór hluti þjóðarinnar haldi að það verði ráðist inní landið á næstu misserum...er hræðsluáróðurinn að skila sér svona svakalega vel?
Georg P Sveinbjörnsson, 15.11.2007 kl. 14:43
Látum víkingasveitina liggja milli hluta Pétur. Slíkar sveitir geta verið gagnlegar. En meðan almenna lögreglan er svo fjársvelt að erfitt er að ráða gott fólk til starfa finnst mér þetta ekki heillavænleg forgangsröðun.
Vopnaðir íslenskir her/friðargæslumenn í hersetnum löndum vekja andúð heimamanna á Íslendingum. Og þar "það sem er sameiginlegt með nærri öllum sjálfamorðshryðjuverkum er það markmið að þvinga nútíma lýðræðisríki til að draga herlið sitt frá svæðum sem hryðjuverkamennirnir álíta sitt heimaland," finnast mér slíkar heræfingar íslendinga í nafni Íslands hættulegar fyrir okkur Íslendinga. sjá nánar
Ég efast þú sért að spyrja hvað sé hættulegt við að hleranir lögreglu séu leyfðar án dómsúrskurðar og að koma á fót leyniþjónustu, en ef svo er skal ræða það nánar.
Skaz. Endilega að bæta aðbúnað landhelgisgæslunnar sem vinnur mjög þarft verk við að auka öryggi sjómanna okkar án þess að hnýsast í einkalíf okkar allra. Hvað ætli að hefði verið að kaupa margar björgunarþyrlur fyrir peningana sem íslenska ríkið hefur eytt í vopnaða her/friðargæslu?
Ég sé þetta líka gerast Georg.
Jón Þór Ólafsson, 15.11.2007 kl. 16:21
Bjössi gamli meinar örugglega vel. Vel fyrir vina sína!
Björn Heiðdal, 15.11.2007 kl. 20:55
Getið þið ímyndað ykkur íslensku sumarlögregluna með þessar stuðbyssur niður í miðbæ um helgar...það væri sjón að sjá...allir í stuði
Jón Þór Ólafsson, 16.11.2007 kl. 08:45
Ef löggan fær taser þá vill ég fá skambyssu til að verja mig fyrir henni
Kári Magnússon, 17.11.2007 kl. 14:40
Þannig að ef löggan miðar á mig taser, þá dreg ég upp sexhleypuna og segi "do you feel lucky punk"
Kári Magnússon, 17.11.2007 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.