Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Staksteinar Moggans: Borgaralaun frumleg lausn
8.12.2015 | 15:44
Þar sem ágreiningur í stjórnmálum er óhjákvæmilegur þá er heillavænlegt að finna lausnir sem sætta sjónarmið samhliða því að verja réttindi einstaklinga og vinna að almannahag.
Dæmi um mögulega lausn í þá veru er skilyrðislaus grunnframfærsla, oft nefnd borgaralaun, sem yfirvöld í Finnlandi eru að skoða sem arftaka félagsbótakerfisins, eins og kemur fram í Staksteinum Morgunblaðsins í dag.
Tölvur og róbótar munu taka yfir helming starfa á næstu áratugum. Það mun setja gríðarlegt álag á óskilvirkt félagskerfið á sama tíma og verðmætasköpun sjálfvirkninnar mun gera samfélög nógu rík til að skipta í skilvirkari heildarlausnir á borð við skilyrðislausa grunnframfærslu.
Fólk á vinstri kanti stjórnmálanna sér þetta sem uppfyllingu á lágmarks framfærslu og á hægri kantinum sér fólk hluta óskilvirkt skriffinnskubákn sem hnýsist í einkalíf fólks á bak og burt.
Píratar hafa lagt fram í annað sinn þingsályktun um að stjórnvöld skoði leiðir til að tryggja öllum borgurum landsins skilyrðislausa grunnframfærslu.
ATH: Í myndskeiðinu segi ég 50 ár á meðan hið rétta er 20 ár.
Þrjár rangfærslur SDG um eftirlitsheimildir þingmanna
22.10.2015 | 19:25
Í fréttum á RÚV í dag segist forsætisráðerra Íslands víst vilja ræða við þingmenn stjórnarandstöðunnar um verðtrygginguna. Hann bendir á að þingmenn hafi til þess ýmsar leiðir, og nefnir fyrirspurnir til ráðherra og beiðni um skýrslu frá ráðherra. Svo segir hann að "þá liggur það fyrir; það vita það allir; þegar um er að ræða þennan lið, sem þau hengja sig í, sérstakar umræður, þá er það ráðherran sem er að vinna í því máli á þeim tíma sem fer í þær umræður."
Þetta er ekki bara rangt hjá forsætisráðherra. Lögin um leikreglur þingsins - lög um þingsköp - lögfesta andstæðuna við það sem forsætisráðherra segir í fréttum. Lögin segja að fyrirspurnum og skýrslum skal beina til ráðherra sem fer með málaflokkinn, en engin slík takmörkun er við sérstakar umræður.
Þingmenn báðu þingforseta lögum samkvæmt að ræða við forsætisráðherra um afnám verðtryggingar. Ef þingforseti eða meirihluti þingsins heimilar þá sérstöku umræðu þá getur forsætisráðherra ekki hafnað því að taka þátt án þess að brjóta lög.
_____________________________
Sjá lagagreinarnar sem þetta varðar hér að neðan, og lögin um þingsköp í heild hér.
Í 49.gr. laganna er fjallað um allar þrjár eftirlits heimildirnar:
"Eftirlitsstörf alþingismanna fara fram með fyrirspurnum, skýrslubeiðnum og sérstökum umræðum samkvæmt ákvæðum þessa kafla þingskapa"
Í 57.gr. er fjallað um fyrirspurnir:
"Fyrirspurn skal vera skýr, um afmörkuð atriði og mál sem ráðherra ber ábyrgð á og sé við það miðað að hægt sé að svara henni í stuttu máli. Alþingismaður segir til um það hvort hann óskar skriflegs eða munnlegs svars. Stutt greinargerð má fylgja fyrirspurn ef óskað er skriflegs svars."
Í 54.gr. er fjallað um skýrslubeiðnir:
"Níu þingmenn geta óskað skýrslu ráðherra um opinbert málefni. [...] Forseti tilkynnir hlutaðeigandi ráðherra um beiðni um skýrslu sem leyfð hefur verið."
Í 60.gr. sem er hér birt í heild er þingmönnum heimilað að biðja um sérstaka umræðu með ráðherra að eigin vali:
"[Forseti getur sett á dagskrá þingfundar sérstaka umræðu þar sem þingmenn geta fengið tekið fyrir mál hvort heldur er í formi yfirlýsingar eða fyrirspurnar til ráðherra. Þingmaður skal afhenda forseta skriflega beiðni hér um. Við slíka umræðu skal ráðherra vera til andsvara. Sé málefni, sem tekið er fyrir skv. 2. mgr., í senn svo mikilvægt, umfangsmikið og aðkallandi að það rúmist ekki innan umræðumarka sérstakrar umræðu, sbr. [95. gr.],2) getur forseti heimilað lengri umræðutíma og rýmri ræðutíma hvers þingmanns og ráðherra en ákveðinn er í [95. gr.]2) Skal forseti leita samkomulags þingflokka um ræðutímann, en sker úr ef ágreiningur verður.]3)"
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2015 kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sérhagsmunaaðilar sem vilja fjölga föngum
21.9.2015 | 12:22
Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, sagði tilgang fyrirtækja að búa til og halda í kúnna.
Við viljum hafa minna af kúnnum þegar kúnnarnir eru fangar. Við viljum því ekki hafa hagsmunaaðila í samfélaginu sem hafa hag af því að fjölga föngum. Þannig er það í Bandaríkjunum. Þar hefur sprottið upp gríðarlega stór og sterkur iðnaður sem hefur áhrif á löggjafann til þess að fá fleiri kúnna.
Í góðum rekstri þá ræðst form rekstursins af tilgangi hans. Uppbygging teima ræðst af tilgangi verkefnisins. Það er ekkert lýðræði í skurðstofuteiminu, og réttilega. Ef einn af megintilgangi fangelsiskerfisins er að betrumbæta fanga og þar með fækka þeim og afbrotum, þá er óheillavænlegt að nota rekstrarform sem í eðli sínu hefur hag af því að fjölga föngum.
![]() |
Koma stórskuldugir úr fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ógeðfeldasta birting Morgunblaðsins hans Dabba
1.9.2015 | 20:53
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Flóttafólkið sem flýr ofbeldisfullar trúaröfgar
31.8.2015 | 14:03
Fólk sem vill koma fram vilja sínum með ofbeldi beitir oft fyrir sig völdum köflum úr trúarbókum til að réttlæta sínar öfgar.
Íslamska Ríkið er nærtækasta dæmið um slíkt. Stjórnarfarið þar, rétt eins og hjá öðru ofbeldisfullu öfgafólki, er fasískt; ofbeldisfullt stjórnlindi.
Í Sýrlandi, rétt eing og í Írak, hefur fólk bæði nauðugt og viljugt gengið til liðs við Íslamska Ríkið. "Ríkið" hefur tekið vel á móti öfgafólki.
Þeir sem hins vegar flýja núna heimili sín í Sýrlandi eru aðalega trúað fólk sem er hvað líklegast til að hafna ofbeldisfullum trúaröfgum.
Í öðrum trúarbrögðum rétt eins og í Kristni þá er það trúaða fólkið sem hafnar ofbeldisfullum trúaröfgum sem heldur hvað helst á lofti því friðsæla og kærleiksríka í trúarbókunum og heldur öfgunum og talsmönnum þeirra í skjefnum.
Fólk sem vill forðast fasisma mun gera samfélagið okkar farsælla.
![]() |
Ég ætla ekki að nefna einhverja tölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ástæðan fyrir því að gegnsæi og lýðræði eru framtíðin
2.7.2015 | 13:21
Þegar breytt eftirspurn er aðeins stormur sem stendur stutt yfir þá geta ráðandi öfl beðið hann af sér.
En þegar þær breytingar eru til komnar vegna grundvallar veðurfarsbreytinga - grundvallar breytinga á gildismati fólks í kjölfar tæknibyltingar. Þá munu þeir sem þrjóskast við að leyfa þessu gildum að rísa, þeir munu sökkva.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.7.2015 kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
FYRIR virkara lýðræði, frekar en GEGN ráðandi öflum
29.6.2015 | 14:16
Styrmir Gunnarsson er með góða greiningu í Morgunblaðinu um helgina. Í titli greinarinnar spyr hann hvort yfir standi uppreisn gegn ráðandi öflum? Svarið er 'Já' en það er aðeins hálft svarið.
Fyrst og fremst stendur yfir bylting FYRIR gildum eins og auknu gegnsæi og beinna lýðræði, í stað þess að byltingin standi GEGN ráðandi öflum.
Styrmir skrifar af skilningi:
"Ef þetta er að einhverju marki rétt lýsing á því sem kalla má hjartslátt þjóðfélagsins blasir við að aðferðin til að veita þessum straumum út í samfélagið í uppbyggilegan farveg er að breyta stjórnskipan landsins á þann veg að beint lýðræði verði grundvallarþáttur hennar, að fólkið í landinu taki sjálft ákvarðanir um megin stefnu í grundvallarmálum, sem Alþingi útfæri svo í smáatriðum í löggjöf.
Meginþáttur í slíkri stjórnskipan er bylting í upplýsingamiðlun til almennings, sem getur með nútímasamskiptatækni haft aðgang að öllum sömu upplýsingumum málefni þjóðarbúskaparins og hin ráðandi öfl hafanú.
Skilja stjórnmálaflokkar þetta?"
Þetta eru gildi landsmanna Sigmundur Davíð
25.6.2015 | 16:35
Á þjóðfundinum 2009 komu saman 1231 landsmenn valdir af handahófi til að safna saman hugmyndum og tillögum af því samfélagi sem Íslendingar vilja sjá vaxa og dafna á komandi árum. Af þeim 30.000 tillögum og hugmyndum var heiðarleiki afgerandi mikilvægasta gildið. Þar á eftir komu virðing, réttlæti og jafnrétti. Á fundinum varð til framtíðarsýn á hverju borði og voru orðin samfélag, menntun, heilbrigðisþjónusta og auðlindir landsmönnum mikilvæg.
Á þjóðfundinum 2010 komu saman 950 landsmenn valdir af handahófi til að fjalla um þau gildi sem leggja skyldi til grundvallar nýrri stjórnarskrá og ræða innihald stjórnarskrárinnar út frá þeim. Þar var mikið kallað eftir virkara og beinna lýðræði, meiri valddreifingu og aukið aðhald með valdhöfum.
Það kom því ekki á óvart að meirihluti landsmanna í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 vilja grundvalla nýja stjórnarskrá á tillögum Stjórnlagaráðs sem vann tillögur þjóðfundarins að miklu leiti áfram inn í lagafrumvarp.
Gildi og framtíðarsýn landsmanna eru bæði mannúðleg, réttlát og skynsöm. Grunnstefna Pírata snýst um að landsmenn geti gert þessa sýn að veruleika.
![]() |
Sigmundur: Fólk orðið leitt á leiðindum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.6.2015 kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Stjórnarþingmenn hafna að ræða hættuna í heilbrigðiskerfinu
23.6.2015 | 13:16
Forseti Alþingis hefur vanrækt að virkja lögbundna eftirlitsheimild þingmanna til að eiga sérstakar umræður við ráðherra í þinginu um framkvæmdir stjórnvalda (49, 50 og 60.gr Laga um þingsköp). Þingmenn Pírata, Samfylkingar og Vinstri Grænna óskuðu því eftir að eiga slíkar umræðu um mikilvægustu málefni líðandi stundar eins og hættuna í heilbrigðiskerfinu vegna uppsagna yfir 200 heilbrigðisstarfsmanna í kjölfar lagasetningar á verkfall þeirra.
Stjórnvöld forgangsraða ekki skattfé landsmanna í heilbrigðiskerfið eins og 90% landsmanna vilja og stjórnarmeirihlutinn á Alþingi kaus í gær gegn því að ræða hættuna sem stefna stjórnvalda er að skapa í heilbrigðiskerfinu. Tillagan verður borin aftur upp í dag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.9.2019 kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frumvarp um ráðstöfun fiskveiðiauðlindar til lengri tíma en eins árs.
18.6.2015 | 16:28
Makríll er ný fiskveiðiauðlind í fiskveiðilögsögu Íslands. Henni hefur ekki verið ráðstafað með lögum. Makríl lagafrumvarpi Sjávarútvegsráðherra hefur verið harðlega mótmælt og 51.000 landsmenn hafa skorað á forseta Íslands að:
Stjórnarliðar eru byrjaðir að ræða breytingartillögu við makrílfrumvarpið sem þeir vilja fá í gegn núna á næstu dögum um að makríl skuli ráðstafað með lögum eins og öðrum fiskveiðiauðlindum með úthlutun aflahlutdeildar í heildarkvóta sem samkvæmt sérfræðingum getur tekið 6 - 30 ár fyrir þjóðina að afturkalla til sín.
Stjórnarliðar vilja að með lögum sem Alþingi samþykkir skuli fiskveiðiauðlind (makríl) ráðstafað með því að úthluta aflahlutdeild til lengri tíma en eins árs, og það áður en ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni hefur verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.
Lykilatriði er þetta:
Ef Makríll er settur inn í núverandi kvótakerfi mun taka 6 - 30 ár að ná honum aftur til þjóðarinnar. Það er ráðstöfun með lögum til lengri tíma en eins árs.
Hvetjum fleiri til að skrifa undir.
![]() |
Makríll á borði atvinnuveganefndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)