Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Réttur Heimavarnarliðsins til Borgaralegrar Óhlýðni
11.2.2010 | 11:51
Það er mikilvægt að lögum og reglum sé fylgt. En þeir sem trúa á réttinn til friðsamrar borgaralegrar óhlýðni, eins og Martin Luther King, Gandi og meðlimir Heimavarnarliðsins, áskilja sér rétt til að fylgja ekki lögum sem eru óréttlát, og það réttilega. Hér er málum hins vegar svo háttað að kröfuhafar og ríkisvaldið er að brjóta lögin.
Lánaviðskiptin sem eru að kom fjölda fólks í gjaldþrot voru brot á lögum að hálfu lánveitenda (ég vísa til orða Jóhannes Bjarnar að neðan). Þegar ríkisvaldið framfylgir svo ólöglegri og óréttlátri kröfu fjárglæpamanna um nauðungarsölu á eigum fórnarlamba þeirra, þá er borgaraleg óhlýðni réttlætanleg.
Jóhannes Björn sagði á Austurvelli og Silfri Egils 23 og 24 janúar síðast liðin:
Lög nr. 38 frá 2001 eru skýr. Gjaldeyristryggð lán eru ólögleg. En jafnvel þótt þessi lög væru ekki fyrir hendi þá gerði gjaldeyrisbrask bankanna 2008 verðtryggðu lánin marklaus. Í stuttu máli þá tóku bankarnir stöðu á móti viðskiptavinum sínum þegar þeir snarfelldu gengi íslensku krónunnar. Þeir græddu því bæði á fallandi gengi og hækkun allra gengistryggðra og verðtryggðra lána. Þetta voru ekki eðlileg bankaviðskipti heldur glæpastarfsemi og margur hefur verið settur í járn fyrir minna.
Í 36. grein laga nr. 7 frá 1936 segir orðrétt:
Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig
Síðan segir í þessum sömu lögum:
Samningur telst ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag.
Lögin eru skýr og nýlegur dómur sem féll lánafyrirtæki í vil í Héraðsdómi Reykjavíkur sýnir okkur aðeins að samtrygging valdsins hefur náð óþolandi stigi og réttarfar á Íslandi á enga samleið með kerfi landa sem við viljum bera okkur saman við.
Hér er linkur á tímamóta rit Henry David Thoreau "Skyldan um Borgaralega Óhlýðni."
![]() |
Trufluðu nauðungaruppboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Evrópuráðið grunar að lyfjarisarnir hafi komið sínu fólki að innan Alþjóðlegu Heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) til að blása upp hræðsluna við svínaflesuna og blása þannig út hagnað lyfjafyrirtækjanna. Formaður ráðsins, Wolfgang Wodarg, segir að málið alvarlegt.
Jafnvel yfirmaður Epidemology samvinnu deildarinnar hjá WHO segir: "Við erum vitni af gríðarlega slæmri úthlutun á fjármunum[2.340 milljarðar ísk] hvað varðar almanna heilbrigðisþjónustu."
Er einhver hissa?
Grein á Vísir.is:
Svínaflensufárið hneyksli aldarinnar
Grein í Forbes Magazine:
Why the Who faked a Pandemic
Viðtal við, Wolfgang Wodarg, formann heilbrigðismála Evrópuráðsins:
'H1N1 pandemic false alarm, inquiry to expose the truth'
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Valdamesta Hagsmunanet Heimsins.
24.12.2009 | 16:51
"60 Minutes" uppljóstrar um aukaverkanir.
7.11.2009 | 09:05
Eftir svínaflensuna 1976 uppljóstraði fréttaskýringar þátturinn 60 mínútur að Miðstöð Sóttvarna í Bandaríkjunum (CDC) lét almenning ekki vita að bóluefnið myndi hugsanlega valda taugaskaða.
CDC átti að veita almenningi upplýsingar til að hjálpa fólki að taka ákvarðannir um heilsu sína. En þeir upplýstu ekki um allar aukaverkanir bóluefnisins og í kjölfarið lömuðust og dóu fjölmargir. (Sjá fréttaskýringuna að neðan)
Við þurfum réttar og óvillandi upplýsingar til að meta hvort sé áhættusamara að láta bólusetja sig með Pandremix bóluefninu eða að hætta á að fá flensuna.
Við þurfum að fá réttar og óvillandi upplýsingar um:
1. Hættur tengdar bóluefninu (Pandremix) sem okkur er boðið. Sviss segir rannsóknir á auka efninu Squalin sem það inniheldur ekki nægar til að gefa barnshafandu konum og ungabörnum.
2. Hve margir hafa raunverulega fengið svínaflensuna. Þegar Sóttvarnarlæknir segir að: "ætla mætti að um 50.000 Íslendingar hefðu veikst nú þegar í inflúensufaraldrinum" ályktar fólk að um svínaflensu sé að ræða. En sóttvarnaryfirvöld álykta að allir með inflúensu einkenni séu með svínaflensu. Þetta eru upplýsingar sem fá fólk til að ranglega meta hættuna meiri af því að láta ekki bólusetja sig.
3. Hve hættulegt er að fá svínaflensuna. Árlega deyja hundruð þúsunda manna af venjulegri flensu. Í Bandaríkjunum deyja milli 30 og 40 þúsund. Er svínaflensan hættulegri, og ef svo hve miklu?
![]() |
50 þúsund hafa veikst af inflúensu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.12.2011 kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Villandi fréttaflutningur: Færri sýktir.
2.11.2009 | 15:08
Ég var að tala við landlæknisembættið og fékk staðfest það sem mig grunaði. Heilbrigðisstarfsmenn eru löngu hættir að taka sýni af fólki með "inflúensulík einkenni" og áætla án staðfestingar að um svínaflensu sé að ræða.
Í þessari frétt segir: "Haraldur tekur hins vegar fram að enn séu fjölmargir að greinast, en alls hafa um 7.000 manns greinst með flensuna. Þar af um 1.000 í síðustu viku. Sú tala á þó eflaust eftir að hækka."
Fréttin fjallar um svínaflensu og er því auðvelt að álykta að 7000 hafi smitast af svínaflensu þó sú tala inniheldur öll "inflúensulík einkenni" og þar með tilfelli venjulegu flensunnar sem líka er að ganga. Staðfest tilfelli svínaflensu eru hins vegar um tíu sinnum færri. Sjá á síðu landlæknisembættisins hér.
![]() |
Bólusetja á sem flesta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Svínaflensubóluefnið: Er það hættunnar virði?
30.10.2009 | 15:06
Til að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvort við viljum þar bóluefni sem er í boði á Íslandi þurfum við að vita kosti þess og áhættur.
KOSTIR:
Virki þáttur bóluefnis eru veirur þeirrar veiki sem bólu setja á við. Veirurnar, sem eru ýmist veikar eða dauðar, fá ónæmiskerfið til að mynda mótefni gegn þeim, sem fyrirbyggir smit í náinni framtíð.
Þessi mótefni endast hins vegar ekki ævilangt eins og mótefni sem líkaminn myndar ef hann smitast af full frískri veirunni.
ÁHÆTTUR:
Bóluefnið Pandremix sem notað er á Íslandi inniheldur ekki bara dauðar veirur svínaflensunnar. Pandremix inniheldur aukaefni sem hafa verið bönnuð í sumum vestrænum ríkjum sökum hættu á hræðilegum aukaverkunum.
1. Til að spara peninga inniheldur bóluefnið kvikasilfurs afbrigðið Thiomersal. Thiomersal kemur í veg fyrir sýkingu í fjölnota bóluefnisglösum og er óþarft í einnota bólusetningarsprautum sem eru dýrari. Thiomersal er m.a. talið orsaka einhverfu.
2. Til að spara tíma inniheldur bóluefnið ónæmiskerfisstuðarann Squalene. Squalin stuðar ónæmiskerfið svo minna magn þurfi af veirunum í bóluefninu til að mynda mótefni gegn þeim. Þar sem ræktun veiranna er dýrt og kostnaðarfrekt þá sparar Squalin bæði tíma og peninga. Squalin er m.a. talið orsaka Flóveikina (The Gulf War Syndrom).
Hugsanleg hætta þessara efna er meiri en ég get rakið hér og hvorugt þessara efna eru nauðsynleg til að nýta kosti bólusetningar.
BESTI KOSTURINN væri að fá bóluefnið án allra aukaefna.
Hér er videó um hvað bóluefni eru:
![]() |
Óhætt að nota Pandemrix |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
KVIKASILFUR í Svínaflensu Bóluefninu.
12.10.2009 | 15:26
Frétt á RT segir Svínaflensu bóluefnið innihaldi Thiomersal (sem er 49% kvikasilfur, sjá hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Thiomersal):
"Thiomersal is very toxic by inhalation, ingestion, and in contact with skin with a danger of cumulative effects [...] and that the central nervous system and the kidneys are targets."
Stutt kynningarmynd um hvað bóluefni eru:
![]() |
Búast má við útbreiddum faraldri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
STRÍÐ ER FRIÐUR!
9.10.2009 | 12:12
Í framtíðar hrollvekju George Orwell "1984" heitir "Herráðuneytið" því Orwellíska nafni: "Friðarráðuneytið." Utan á gríðarstórri byggingu Friðarráðuneytsins stendur stórum stöfum: "STRÍÐ ER FRIÐUR." Í bókinni er viðvarandi stríð alltaf réttlætt sem friður.
Í orði viðrðist Obama kannski vera friðarforseti en hvernig er hann á borði:
Obama hefur sem forsetaframbjóðandi hótað að taka einhliða ákvörðun um að senda hermenn inn í Pakisktan í óþökk forseta landsins.
Frétt í Washington Post:
http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2007/08/01/AR2007080101233.html
Obama hefur sem forseti fyrirskipað flugskeytaárasir á þorp í Pakistan sem drápu fjölda kvenna og barna. Að auki hefur hann stækað herlið sitt í Afganistan.
Frétt í Guardian:
http://www.guardian.co.uk/world/2009/jan/24/pakistan-barack-obama-air-strike
Frétt á CNN:
http://www.cnn.com/2009/POLITICS/02/17/obama.troops/index.html
Ég gæti haldið lengi áfram... Obama er stríðs forseti sem hefur blóðugar hendur í stríði í fjarlægu landi sem er réttlætt með friði!
Þegar STRÍÐS forseti fær FRIÐARVERÐLAUN Nobels þá er ekki langsótt að segja í anda Orwells: "STRÍÐ ER FRIÐUR."
_________________________________________________________
Webster Parpley sem var í Silfri Egils á dögunum bendir á mennina sem Obama hefur valið í stjórn með sér:
![]() |
Obama fær friðarverðlaunin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Saga Sólkonungs: Endurskrifuð.
25.9.2009 | 13:36
Þeir sem skrifa sögubækur framtíðarinnar munu ekki styðjast við blogg og YouTube vídeó. Morgunblaðið og aðrir stórir fjölmiðlar verða heimildir framtíðarinnar. Sá sem ritstýrir stóru fjölmiðlunum í dag skrifar söguna eins og hún birtist framtíðinni. Eða eins og George Orwell orðaði það svo snilldarlega: Sá sem stjórnar nútíðinni, stjórnar fortíðinni. Sá sem stjórnar fortíðinni, stjórnar framtíðinni.
Ritstjórinn stjórnar úr brúnni.
Þeir sem ekki skilja hve auðvelt það er fyrir ritstjóra að stýra umfjöllun í sínum fjölmiðli er hollt að kynna sér rannsóknir þess núlifandi fræðimannsins sem mest er vitnað í, Noam Chomsky. Niðurstöður hans er að finna í myndinni Manufacturing Consent sem hægt er að sjá ókeypis á Google. (Horfa fyrir trailer fyrir neðan eða myndina í heild með því að smell hér).
Vald ritstjórans og vilji.
Er erfitt að ímynda sér að maður sem var ímynd skipstjórans sem stýrði þjóðarskútunni inn í áratuga góðærissól vilji birtast sem best í ljósi sögunnar? Sem ritstjóri Morgunblaðsins í dag hefur Davíð Oddson valdið til að ritstýra skrifum um fortíðina og stjórna að hluta í hvaða ljósi framtíðin lítur hann. Spurningin um trúverðugleika Morgunblaðsins og hæfi Davíðs Oddssonar sem ritstjóra blaðsins er því þessi: Hve mikill er vilji Davíðs til að endurskrifa söguna?
![]() |
Fortíðin til framdráttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
BORGARALEG HANDTAKA er lögleg.
24.9.2009 | 15:14
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)