Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hver er þessi Jón Þór?

jon_or_lafsson_909196.pngÉg hafði hönd í bagga með báðar samþykktir og var beðin að kynna þær báðar á landsfundinum.

Hvorugar samþykktirnar endurspeggla algerlega mína sannfæringu. Meiri hluti réð í samþykkta vinnunni. Hefðu ég fengið mína ósk hefðu samþykktirnar verið hristar saman. Margt gott var í báðum, en grundvallar misnunur er á þeim (sjá kynningu að neðan).

Hér er kynning beggja samþykktanna sem ég las upp á landsfundinum, eftir að hafa borið texta kynningannar undir alla sem tóku þátt í gerð beggja samþykkta og breytt texta með tilliti til þeirra óska:

________________________________________________________________

Mig langar til að kynna fyrir ykkur tvær heildstæðar tillögur að lögum eða samþykktum fyrir Borgarahreyfinguna. Ég var beðinn um það því ég kom að mótun þeirra beggja.

Þær eiga það sameiginlegt að tryggja grasrótinni jafnæði til að ákveða hver lög hreyfingarinnar skulu vera, og jafnræði til framboðs og vals á frambjóðendum bæði á framboðslista og til stjórnar.

Það helsta sem aðgreinir þær er að þær skapa grundvöll fyrir tvær mismunandi leiðir sem hreyfingin getur farið.
Með samþykktum A förum við veg lýðræðislegs grasrótar félags.
Með samþykktum B förum við veg lýðræðislegrar grasrótar hreyfingar.

Samþykktir A, sem komu fyrst fram, voru mótaðar á fundum frá því í vor. Á flestum þeirra funda sat einhver úr stjórn og vilja flestir í 12 manna framboði til stjórnar starfa við það skipulag.
Samþykktir B voru samstarf þeirra sem vilja tryggja að hreyfingin starfi áfram á þeim grunni sem að hún lagði af stað með, að hún sé opin hreyfing en ekki stjórnmálaflokkur. Í því starfi tóku þingmennirnir þátt og vilja starfa eftir því skipulagi.

Áður en við förum í þessa mikilvægu vinnu að móta endanlega samþykktirnar fyrir hreyfinguna, svo við praktiserum það sem við pretikum, bið ég ykkur að hafa tvö gildi í huga:

1. Að tryggja réttindi grasrótarinnar til óhindraðar þátttöku og ákvarðanatöku. Ef þið sjáið einhver göt bendið endilega á þau.

2. Að tryggja að þegar einhverjir innan hreyfingarinnar fá vald umfram aðra sé til leið til að minnka þá hættu og þann skaða sem hlýst ef þeir misfara með það vald.
Þetta má gera með því að:
- tryggja að valdinu sé dreift, svo það safnist ekki á fárra manna hendur.
- hafa allt valdsvið skýrt afmarkað, svo ljóst er hvernær handhafar þess fara út fyrir sína heimild.
- hafa beitingu valdsins gegnsæja, svo auðvelt er að sjá hvenær handhafa þess misbeita því.
- og tryggja að valdheimildir séu afturkallanlegar strax, til að grasrótin geti undir eins komið í veg fyrir að handhafa valds hennar haldi áfram að misbeita því.

Ímyndið ykkur ef síðast liðinn vetur hefðu 7% þjóðarinnar geta skrifað undir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu til að rjúfa þing og boða til kosninga eins og segir í stefnuskránni okkar.

Þetta er það sem við erum að berjast fyrir og við höfum frábært tækifæri sem heitir Borgarahreyfingin til að hreinsa út spillingu og skapa lýðræðislegri grunn á Íslandi.
Við höfum líka mikla ábyrgð því ef okkur mistekst þá verða okkar mistök notuð gegn öllum þeim sem vilja rísa upp úr grasrótinni gegn fjórflokkinum. Þá hefur allt okkar erfiði styrkt fjórflokkinn.

Komum okkur saman um lýðræðislegar leikreglur fyrir hreyfinguna í dag
og komum okkur svo að verki við að vinna að því sem sameinar okkur, stefnumálum hreyfingarinnar!
- Spillinguna burt!
- Hagsmuni heimilanna!
- og Lýðræðisumbætur!

Takk fyrir.

________________________________________________________________

 


mbl.is Tillaga þingmanna féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnir koma og fara.

xocfcwj.pngVið getum ekki tryggt að fólk sem við treystum ekki komist í stjórn og aðrar valdastöður. Við getum ekki heldur tryggt að það fólk sem við treystum fyrir valdi muni ekki brjóta traust okkar.

En við getum minnkað hættuna á því að það misbeyti völdum sem þeim er falið með að samþykkja í lög hreyfingarinnar ákvæði sem 1. afmarka valdsvið þeirra, 2. gera valdbeitingu þeirra gegnsæja og 3. gera valdheimild þeirra afturkallanlega.

Fyrsti forseta Bandaríkjanna George Washington benti á að yfirvald er: “Hættulegur þjónn og hræðilegur herra.” Þriðji forseti Bandaríkjanna Thomas Jefferson benti á lausnina við að takmarka skaðann sem slæmt fólk með yfirvald getur gert með því að: “Binda það niður með stjórnarskránni.”

Lesið endilega “Tillögunum til Laga Borgarahreyfingarinnar.(Smellið hér).

Ef ykkur finnst lögin þurfa að binda frekar þá sem fá vald umfram aðra í hreyfingunni, hafið samband og búum til breytingartillögur.

Fyrir auknu lýðræði!


mbl.is Á von á átakafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri dóu úr bóluefninu en flensunni.

Öldungardeildar þingmaðurinn Ron Paul, sem er læknir, bendir á svínaflensuna fyrir 33 árum þegar einn dó úr flensunni en 25 úr bóluefninu, og þá eru ekki taldir þeir sem veiktust af því:


mbl.is Byrjað að bólusetja í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðan ríkið sefur.

picture_2.png

 

 

picture_3_904447.png

 picture_4.png


Var að koma af félagsfundinum...

xojmqzd.jpgVar að koma af frábærum félagsfundi Borgarahreifingarinnar þar sem 30 manns lögðu fram tillögur og breytingar á tillögum hvors annars uns allir voru sammála... það tók næstum fjóra tíma... en það virkaði og allir voru sáttir. Ég vona að þinghópurinn geti þetta líka!

Sama hvað verður um þinghóp eða stjórn ætla ég að starfa áfram í grasrótinni við að halda þessari brú inn á þing opinni borgurum landsins.


mbl.is Harmar persónulegar deilur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur veit að dómstólaleiðin er fær!

icesave_til_evropudomstolsins_872989.jpgEf ICESAVE málið fer fyrir Evrópudómsstólinn er hætta á að innistæðutryggingakerfi Evrópu og þar með bankakerfi þess hrynji eins og spilaborg. Þetta er tromp sem stjórnvöld vissu ekki að við hefðum á hendi. En það er ekki of seint að spila því fram fyrr en leiknum lýkur með ríkisábyrgð ICESAVE samningsins.

Ef við segjumst sækja réttar okkar fyrir Evrópudómsstólnum hafa Bretland og Holland um tvennt að velja:
           1. Að koma aftur að samningaborðinu.
           2. Að taka áhættuna á að knésetja bankakerfi Evrópu.

Á mánudaginn sagði doktor í Evrópurétti Elvira Mendes Pinedo á borgarafundi í Iðnó að enn væri hægt að fara með ICSAVE málið fyrir Evrópudómsstólinn; ef Evrópskur borgari sem tapaði á ICESAVE kærir það til dómstólsins. Hún sagðist þekkja Spánverja sem væru tilbúnir til þess. Hún sat við hliðina á Steingrími á fundinum og talaði beint við hann fyrir framan allan salinn.

Á þriðjudaginn lýgur stjórnmálamaðurinn Steingrímur á blaðamannafundi að dómstólaleiðin sé ekki fær.

Ef ICESAVE samningurinn er samþykktur með ríkisábyrgð af þingi og forseta þá hafa þau afsala okkur réttinum að sækja málið fyrir Evrópudómstólnum.

 

Setjumst aftur að samningaborðinu með trompið sem stjórnvöld vissu ekki af!
SEMJUM EKKI FRÁ OKKUR DÓMSTÓLATROMPIÐ!

MÆTUM OG MÓTMÆLUM!


mbl.is Dýrustu milljarðar Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Án efa hvað? YouTube af fáfróðum Fjármálaráðherra.


mbl.is Án efa stuðst við gögn gamla Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÁÐLEGGINGAR EVU JOLY Í SILFRINU 8.MARS

Í Silfri Egils 8.mars (fyrir 3 mánuðum) ráðlagði Eva Joly ríkisstjórninni að ráða 20-30 manna nefnd sérfræðinga í alþjóðlegum efnahagsbrotarannsóknum til að sækja sökudólga efnahagshrunsins til saka.

Ef fyrir því hefði verið pólitískur vilji væri sú nefnd starfandi í dag.

Við þurfum óháða sérfræðinga til að rannsaka hrunið, því ef við reynum að byggja upp á spilltum grunni verður öllu stolið af okkur aftur.


mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byltingarferlið: "Á eftir AFNEITUN kemur REIÐI."

Fólk sem stendur frammi fyrir óhjákvæmilegum missi fer oft í gegnum vel þekkt fimm stiga sorgarferli sem byrja á AFNEITUN áður en REIÐIN brýst fram og snýst yfir í MÁLAMIÐLANIR sem enda í SORG uns menn finna til SÁTTAR.

busahaldabyltingin.jpg Nýtt byltingarferli.
Nýliðinn vetur fóru Íslendingar í gegnum þriggja stiga byltingarferli AFNEITUNAR, REIÐI og SÁTTAR. Stjórnvöld sáu reiðina magnast og fóru að kröfum þjóðarinnar. En um það leiti og landsmenn er farnir að finna sáttina í sumarsólinni ætlar nýja stjórnin að slíta samfélagssáttmálan með því að leifa svikahröppunum að sleppa og skilja okkur eftir með skuldirnar. Ég er aftur orðinn REIÐUR.

Stjórnvöld geta afstýrt byltingu.
Til að afstýra að réttlát reiði landsmann brjótist út í annarri byltingu í haust þurfa stjórnvöld að standa við samfélagssáttmálann. Sáttmálinn er vissulega óskrifaður, en fyrir fólki með sjálfsvirðingu segir hann að stjórnvöld skuli gera allt sem í þeirra valdi stendur til að sækja til saka þá sem svindla á þjóðinni og að þau skuli ekki skella skuldum svikahrappa á börn landsins.

Það þarf aðeins pólitískan vilja.
Ef fyrir því væri pólitískur vilji væri í dag starfandi 20 til 30 manna rannsóknahópur erlendra sérfræðinga í efnahagsbrotarannsóknum sem Eve Joly ráðlagði stjórnvöldum að stofna 8.mars á þessu ári í Silfri Egils. Slík óháð rannsókn myndi bæði styrkja samningsstöðu okkar varðandi sátt um skuldir bankahrunsins og greiða fyrir innstreymi á fjármagni með því að sýna umheiminum að við tökum á spillingu. Ég sé það skýrt í dag að fyrir þessu er ekki pólitískur vilji.

Ég er ekki lengur í AFNEITUN.
Nýja stjórnin ætlar að skattleggja okkur fyrir skuldum svikamyllunnar og leifa flestum svikarahröppunum að sleppa. Ég SÆTTI mig ekki við það. Hvað með ykkur? Sjáumst í byltingunni!


mbl.is Icesave-samningur gerður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háir stýrivextir = Ísland í eigu erlendra fjármagnseigenda.

Sagan segir okkur að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hugsar um hagsmuni fjármagnseigenda í þeim ríkjum sem ráða mestu í sjóðnum, einkum Bandaríkjanna. En hvað vilja erlendir fjármagnseigendur með Ísland?

d_m_nu_hrif_h_rra_st_rivaxta2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ætli að það sé tilviljun að hávaxtastefnan sem AGS krefst hér á landi geri erlendum fjármagnseigendum kleyft að komast yfir efnahag og auðlindir Íslands á sem ódýrastan hátt?

Háir stýrivextir, sem er fyrsti dómínókubburinn, eru að gera fyrirtækin í landinu gjaldþrota með víðtækara efnahagshruni, atvinnuleysi og flótta úr krónunni.

Þetta hefur í för með sér minni skattheimtu og aukin útgjöld ríkissjóðs sem mun ekki geta greitt AGS lánið án þess að selja eignir ríkisins og auðlindir Íslendinga.

Þegar dómínókubbarnir falla hver á fætur öðrum geta erlendir fjármagnseigendur (m.a. fjölþjóðafyrirtæki) gert dúndur dýla á auðlindum og skroppið á nokkrar brunaútsölur í leiðinni með kreppukrónurnar sem þeir fengu fyrir lítið sem ekkert.

Krefjum stjórnvöld um að lækka stýrivexti með lagabreytingu ef seðlabankastjóri vill það ekki og upplýsa okkur um skilmála AGS lánsins STRAX!!!

 


mbl.is Vextir lækkaðir í 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband