Steingrímur veit að dómstólaleiðin er fær!

icesave_til_evropudomstolsins_872989.jpgEf ICESAVE málið fer fyrir Evrópudómsstólinn er hætta á að innistæðutryggingakerfi Evrópu og þar með bankakerfi þess hrynji eins og spilaborg. Þetta er tromp sem stjórnvöld vissu ekki að við hefðum á hendi. En það er ekki of seint að spila því fram fyrr en leiknum lýkur með ríkisábyrgð ICESAVE samningsins.

Ef við segjumst sækja réttar okkar fyrir Evrópudómsstólnum hafa Bretland og Holland um tvennt að velja:
           1. Að koma aftur að samningaborðinu.
           2. Að taka áhættuna á að knésetja bankakerfi Evrópu.

Á mánudaginn sagði doktor í Evrópurétti Elvira Mendes Pinedo á borgarafundi í Iðnó að enn væri hægt að fara með ICSAVE málið fyrir Evrópudómsstólinn; ef Evrópskur borgari sem tapaði á ICESAVE kærir það til dómstólsins. Hún sagðist þekkja Spánverja sem væru tilbúnir til þess. Hún sat við hliðina á Steingrími á fundinum og talaði beint við hann fyrir framan allan salinn.

Á þriðjudaginn lýgur stjórnmálamaðurinn Steingrímur á blaðamannafundi að dómstólaleiðin sé ekki fær.

Ef ICESAVE samningurinn er samþykktur með ríkisábyrgð af þingi og forseta þá hafa þau afsala okkur réttinum að sækja málið fyrir Evrópudómstólnum.

 

Setjumst aftur að samningaborðinu með trompið sem stjórnvöld vissu ekki af!
SEMJUM EKKI FRÁ OKKUR DÓMSTÓLATROMPIÐ!

MÆTUM OG MÓTMÆLUM!


mbl.is Dýrustu milljarðar Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Í landhelgisdeilunni vildu Bretar skjóta málinu fyrir dómstóla og Íslendingar sögðu nei og þar með féll það um sjálft sig, er þetta nokkuð öðruvísi?

Einar Steinsson, 2.7.2009 kl. 15:47

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Elvira Mendes segir að ef einhver einn borgari Evrópubandalagsins sem tapaði á ICESAVE reikningunum kærir málið til Evrópudómsstólsins þá geta Bretar og Hollendingar ekki sagt nei.

Jón Þór Ólafsson, 2.7.2009 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband