Saga Sólkonungs: Endurskrifuð.

dao_solkonungur.pngÞeir sem skrifa sögubækur framtíðarinnar munu ekki styðjast við blogg og YouTube vídeó. Morgunblaðið og aðrir stórir fjölmiðlar verða heimildir framtíðarinnar. Sá sem ritstýrir stóru fjölmiðlunum í dag skrifar söguna eins og hún birtist framtíðinni. Eða eins og George Orwell orðaði það svo snilldarlega:  „Sá sem stjórnar nútíðinni, stjórnar fortíðinni. Sá sem stjórnar fortíðinni, stjórnar framtíðinni.

Ritstjórinn stjórnar úr brúnni.
Þeir sem ekki skilja hve auðvelt það er fyrir ritstjóra að stýra umfjöllun í sínum fjölmiðli er hollt að kynna sér rannsóknir þess núlifandi fræðimannsins sem mest er vitnað í, Noam Chomsky. Niðurstöður hans er að finna í myndinni „Manufacturing Consent“ sem hægt er að sjá ókeypis á Google. (Horfa fyrir trailer fyrir neðan eða myndina í heild með því að smell hér).

Vald ritstjórans og vilji.
Er erfitt að ímynda sér að maður sem var ímynd skipstjórans sem stýrði þjóðarskútunni inn í áratuga góðærissól vilji birtast sem best í ljósi sögunnar? Sem ritstjóri Morgunblaðsins í dag hefur Davíð Oddson valdið til að ritstýra skrifum um fortíðina og stjórna að hluta í hvaða ljósi framtíðin lítur hann. Spurningin um trúverðugleika Morgunblaðsins og hæfi Davíðs Oddssonar sem ritstjóra blaðsins er því þessi: „Hve mikill er vilji Davíðs til að endurskrifa söguna?“

 

 


mbl.is „Fortíðin til framdráttar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Trúðu mér, vilji Davíðs til að endurrita söguna er mikill. but not in a good way.....

hilmar jónsson, 25.9.2009 kl. 13:58

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Frábær pistill hjá þér Jón Þór.

Brynjar Jóhannsson, 25.9.2009 kl. 14:46

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hversvegna vilid Davíð verða ritstjóri Morgunblaðsins?

Helgi Jóhann Hauksson, 25.9.2009 kl. 20:17

4 identicon

Þetta hefur svo sem gerst áður. Árið 1989 féll Berlínarmúrinn. Árið 1990/91 seldi Kohl stjórnin flokksgæðingum Leuna verksmiðjurnar, en þær eru risavaxinn atvinnuveitandi í gömlu Austurþýskalandi, stofnuð í fyrra stríðinu.

Endurreisnin tók á sig þá mynd að allt sem hafði verið var tekið niður og allt sem varð, var flutt inn frá vestrinu. Gömlu topparnir og millistjórnendur voru látnir fara svo og þeir fremstu meðal verkamanna. Byggt var frá núllpunkti nánast.

Engu var sleppt. Ekki heldur sögunni, en þýska Wikipedía (http://de.wikipedia.org/wiki/Leuna-Aff%C3%A4re) er furðulega þögul um málið. Af því að þeir sem eftir eru, þora ekki að segja frá. Áhugavert er fyrir okkur, að Eva nokkur Joly kom að rannsókninni ...

Þannig verður Ísland á morgun. Skál fyrir því. Davíð gerir það sem aðrir gera, ef umhverfið leyfir það. Mér finnst við aum, ef við náum ekki að halda uppi háværu og merkingarbæru andófi við sögufölsun þeirra sem geta falsað.

Þjóðin kom Davíð út úr Seðlabankanum. Ætli hún geti ekki skrifað sína sögu sjálf, ef hún vill.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 20:42

5 identicon

Heyr Jón Þór :-) ætla sjálfur að sjá til hvert ég fer, hef oft orðið undrandi á ritstíringu Árna Matt þá sérstaklega í hringum móttmælinn er þau stóðu sem hæst ! en núna er maður kjaft stopp ! og DO sannarlega kominn í þá stöðu að geta "gert eins og honum sýnist" með OKKAR gögn ! því það er sama hvað hver segir þá hefur DO verið og mun verða mjög "Ráðandi" þar sem hann dvelur, sama hvað reglur og lög segja, hann hefur ÁHRIF á umhverfi sitt.

EN núna er bara að slaka á og finna annað jafnvirkt kerfi sem blog.is sannarlega hefur verið og er en ! þetta kerfi er flott uppbyggt og hefur gefist mjög vel hingað til (þrátt fyrir mjög ámælisverða Ritskoðun á stundum), en yfir heildina hefur kerfið virkað

og þar sem DO er einn af holdgerfingum þess kerfis sem barist er gegn mun ég sannarlega áskilja mér rétt til að "velja mína vini sjálfur" og allavegna ég og DO erum frekar ósamála þegar kemur að umræðu um Lýðræði og stjórnkerfi þessa lands, svo ég allavegna á ervitt með að treysta "gagnabanka" sem hann situr á  

og þegar sá möguleiki er opnaður að jafnvel Hannes Hólm gæti fræðilega orðið td ritstjóri bloggsinns ........................................ hmmmm já einmitt

Grétar Eir (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 10:25

6 identicon

og satt er það SAGAN er alltaf skrifuð af "sigurvegurum" þess vegna td stóð nánast enginn á vesturlöndum stóð með Palestínskri þjóð fyrr en Netið kom til sögunnar og almennar raddir og opin fréttaflutninngur hófst !

(ég býð spenntur eftir að sagnfræðingar og rannsóknaraðilar komist á Ísraelska fold til að ransaka tímabilið 1948-2009, og væntanlegar fjöldagrafir eða fjöldabrenslu ofna ! þar td eigum við eftir að uppgötva sennilega meiri viðbjóð en sést hefur á tuttugustu öldinni  en það verður ekki möguleiki fyrr en Zionistar missa stjórn þar, sem stuðla meðalannars að því að HERINN ritskoðar fréttaflutninng ! svo ég er ekki hissa þótt hin almenni borgari þar standi með hefndar aðgerðum Zionista miðaða hers þeirra gegn "hinu illa")

sömu sögu er að segja að suður amerískri sögu eða þá þeim þjóðum sem rómverjar útrýmdu, og eyddu allt að 20 árum í að jafna þeirra borgir til grunna !

Grétar Eir (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 10:34

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst betra að geta horft framan í óvininn. Þess vegna fagna ég komu Davíðs í ritstjórastól Morgunblaðsins.

Árni Gunnarsson, 27.9.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband