Við fjölskyldan höfum skoðað búsetuna á Stúdentagörðunum.

Við fjölskyldan höfum skoða búsetuna á Stúdentagörðunum, og finnst
rétt að víkja fyrir annarri fjölskyldu sem er ekki í jafn góðri stöðu og okkar fjölskylda.

Það þykir almennt réttmætt að fólk fái þrjá mánuði til að skipta um búsetu og nú líða bráðum þrír mánuðir frá því að ríkisstjórnin var mynduð og ljóst að ég yrði áfram í þingstarfinu. Við fjölskyldan flytum því eins fljótt og verða má.

Við vörum við því að slíkt fordæmi verði að reglu því ekki eru allir í sambúð í eins öruggu sambandi eða með sameiginlegan fjárhag. Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það sé í sambúð.

Það er búið að afnema að tekjur maka (utan fjármagnstekna) skerði lífeyri eldri borgara frá almannatryggingum. Það var gott réttindamál. En enn búa eldri borgara við tekjuskerðingar vegna sambúðar og öryrkjar í sambúð einnig. Þessar skerðingar þarf að afnema. Ég mun áfram vinna með Félagi Eldriborgara í Reykjavík í þessum málum.

Varðandi húsnæðisvandan á Íslandi þá er löngu kominn tími að ríki, sveitafélög og lífeyrissjóðir taki höndum saman og styðji með afsláttum af opinberum gjöldum og þolinmóðu fjármagni við byggingu íbúða hjá sjálfstæðum leigufélögum sem standa öllum opin. Markaðurinn er ekki að sinna þessu og það er krísa. Við Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR funduðum í síðustu viku til að finna leiðir til að þrýsta á þetta. Við látum ykkur vita meira um það í mánuðinum.


Það verður rannsókn á einkavæðingu bankanna allra.

Það er meirhluti á Alþingi fyrir rannsókn á einkavæðingu Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar á bönkunum 2002.

Alþingi kallaði eftir því 2012. Benedikt fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar hefur kallað eftir því í vikunni. Valgeður Sverrisdóttir þávernadi ráðherra framsóknar líka. Meira að segja fyrrum kaupandi Landsbankans, Björgólfur Þór, hefur kallað eftir því.

Þeir sem vilja stöðva rannsóknina eru ekki í sterkri stöðu.


Réttmætt að landsmenn viti um raunverulega eigendur banka.

Mögulega vissu stjórnvöld og Alþingi ekki um blekkingar á eignarhaldi þeirra sem ríkið seldi eignarhlut í Búnaðarbankanum. Til að endurtaka ekki þau mistök þarf eignarhald þeirra sem kaupa í bönkum á Íslandi að vera gegnsærra.

Stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar segir: "upplýsingaskylda opinberra aðila gagnvart almenningi efld. Ríkisstjórnin mun í öllum störfum sínum hafa í heiðri góða stjórnarhætti og gagnsæja stjórnsýslu."

Frumvarp Pírata um tilkynningarskyldu fjármálafyrirtækja kallar eftir þessu gegnsæi. Fyrirspurn mín (er í lestri á nefndarsviði, útbýtt á morgun) til fjármálaráðherra kallar eftir hans aftöðu um að landsmenn fái að vita hverjir séu raunverulegir kaupendur af eignarhlut ríkisins nýverið í Arion banka.

Svo er mikilvægt og í dag kölluðum við Smári McCarthy þingmaður Pírata eftir því að þingnefndir fái upplýsingar Fjármálaeftirlitsins um raunverulegt eignarhald aðilanna sem keyptu í Arion banka sem þingnefndir geta gert samkvæmt 51.gr. laga um þingsköp.

Í kjölfarið getur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gert athugun á ákvörðunum og verklagi fjármálaráðherra við söluna á hlutnum í Arion banka samkvæmt 8. lið 13.gr. laga um þingsköp, í ljósi reynslunnar frá rannsóknarnefndinni og í ljósi þess að eignarslóð kaupenda endar á aflandseyju. Og kallaði ég eftir því á opna fundinum sem horfa má að neðan.


mbl.is Kanna verklag ráðherra vegna sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband