Lífeyrissjóðir: Aðhald með yfirstjórn og valfrelsi sjóðsfélaga.
23.3.2017 | 13:45
Sjóðsfélagar eru lögbundnir að greiða í lífeyrissjóð og hafa réttmæta kröfu um frelsi til að velja lífeyrissjóð til að greiða í og lýðræðislega þátttöku í að kjósa yfirstjórnir sjóðanna og víkja frá þeim sem misst hafa taust sjóðsfélaga.
Án kosningaréttar í stjórn lífeyrissjóðs skortir sjóðsfélaga bein áhrif á hagsmunagæslu sína í sjóði þar sem þeir hafa mikla hagsmuna að gæta.
Án valfrelsis launafólks í hvaða lífeyrissjóð lífeyrisgreiðslur þeirra fara eru markaðslögmál samkeppnis óvirk.
Linkur a stjörnugjöf okkar Ragnars Þórs Ingólfssonar nýkjörins formanns VR um góða stjórnarhætti lífeyrissjóða: Öruggari Lífeyrir
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.3.2017 kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tímalína Kjararáðsmálsins. (Uppfærð reglulega)
21.2.2017 | 17:56
Málið snýst um:
Kjararáð skal ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði eins og segir í 8.gr. 2. mgr. laga um kjararáð.
Í greinargerð með frumvarpinu er ákvæðið útskýrt sem svo að:
Þessu ákvæði er ætlað að mynda almenna umgjörð um ákvarðanir ráðsins í einstökum greinum og veita þannig aðhald svo að ekki sé hætta á að úrskurðir [Kjararáðs] raski kjarasamningum þorra launafólks og stefni þar með stöðugleika í efnahagslífinu í hættu [...] [Kjararáð] ber þannig að hafa hliðsjón af launastefnu á vinnumarkaðnum en ekki móta hana og þar er sérstaklega ítrekað að: Í frumvarpinu um kjararáð sem hér er gerð grein fyrir er fylgt sömu stefnu og hún reyndar ítrekuð [og] kveðið enn skýrar að orði um þetta efni.
Úrskurður Kjararáðs um launahækkun Alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands 29.10.2016 hækkaði laun Alþingismanna um 45%. Ef litið er til launaþróunnar frá því lögin um kjararáð voru sett 2006 hafa laun þingmanna hækkað síðan þá um 13% umfram almenna launaþróun skv. Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Kjararáð hefði mátt vita að engin sátt yrði um að tekjuhæstu hópar samfélagins fengju tugprósenta launahækkanir í einu vetfangi eins og fram kom í ályktun ASÍ 24.08.2016. (sjá tímalínu að neðan) rúmum mánuði fyrir tugprósenta hækkun ráðsins á launum Alþingismanna.
Tímalína:
Staðan á vinnumarkaði fyrir úrskurð kjararáðs:
19.11.2015. Laun þingmanna, ráðherra og forseta hækka.
Í úrskurði Kjararáðs segir að þar sem meginlínur í kjarasamningum séu nú orðnar skýrar geti ráðið úrskurðað um almenna launahækkun og lagt niðurstöðu gerðardóms um hækkanir BHM félaga og hjúkrunarfræðInga til grundavallar. Meðalhækkanir þeirra félaga nema 9,3% í ár [...]
02.06.2016. Forseti ASÍ býst við bylgju leiðréttinga.
24.08.2016. ASÍ: Ályktun miðstjórnar ASÍ um úrskurði kjararáðs um hækkun launa embættismanna og forstöðumanna ríkisstofnana.
Miðstjórn [ASÍ] mótmælir harðlega nýlegum úrskurðum kjararáðs [...] tugprósenta launahækkanir í einu vetfangi [...] gengur þvert á sameiginlega launastefnu sem samið var um á vinnumarkaði [...] kemur ekki til greina að tekjuhæstu hópar samfélagins fái sérstaka meðferð og deili ekki kjörum með almenningi í landinu - um slíkt verður engin sátt
29.10.2016. Úrskurður Kjararáðs um launahækkun Alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands.
Fréttir af úrskurði kjararáðs:
31.10.2016. Frétt: Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund.
31.10.2016. Frétt: Ákvörðun um 45 prósent launahækkun á kjördag.
31.10.2016. Viðtal: Jón Þór Ólafsson og Sigríður Anderssen ræða um hækkun Kjararáðs.
Viðbrögð aðila vinnumarkaðarins við hækkuninni:
01.11.2016. ASÍ: ASÍ krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka.
01.11.2016. SA: Kjararáð stuðlar að upplausn á vinnumarkaði.
01.11.2016. VÍ: Kjararáð stuðlar að upplausn á vinnumarkaði.
01.11.2016. VR: Ályktun frá stjórn VR vegna úrskurðar kjararáðs.
01.11.2016. Framsýn: Vill að kjararáðs segi af sér.
01.11.2016. AFL: Allt virlaust út af Kjararáði!.
Samninganefnd Alþýðusambands Íslands hefur verið boðuð á fund í dag vegna úrskurðar Kjararáðs í gær sem hækkaði laun alþingismanna, ráðherra og forseta um tugi prósenta. Hjördís Þóra, formaður AFLs, segir að símarnir hafi varla stoppað í morgun - þar sem óánægðir félagsmenn hafi hringt inn og krafist aðgerða. Hjördís segir að það sé verulega þungt í fólki og því finnist þessi hækkun ömurleg skilaboð á sama tíma og verið sé að boða efnhagslegan stöðugleika og höfða ábyrgðar launafólks.
Hjördís vildi minna á að í febrúar verður tekin afstaða til forsenduákvæða gildandi kjarasamninga og munu ákvarðanir kjararáðs nú og í haust væntanlega hafa veruleg áhrif á viðhorf samninganefndar verkalýðshreyfingarinnar. Meðal þess sem einstaka félagsmenn hafa nefnt - er að launafólk allt leggi niður vinnu á tilteknum tíma og gangi út af vinnustöðum - en Hjördís segir að m.a. vegna ákvæða í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og vegna gildandi kjarasamninga geti félagið í sjálfu sér ekki hvatt til þess - enda myndi flokkast sem ólögmæt vinnustöðvun - en bætti við að þetta væri athyglisverð hugmynd.
02.11.2016. ASÍ: Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs.
Í minnisblaði fundar ASÍ kemur fram að hækkanirnar komi til viðbótar við 7,2 prósenta launahækkun sem kjararáð úrskurðaði þann 1. júní sl. sem þýðir að þingfararkaup hefur síðastliðið ár hækkað um 55 prósent
09.11.2016. ASÍ: Alþingi verður að breyta ákvörðun kjararáðs.
07.02.17. VR: Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga.
Viðbrögð kennara við úrskurði kjararáðs:
01.11.2016. Frétt: Grunnskólakennari segir starfi sínu lausu vegna hækkunar kjararáðs.
02.11.2016. Frétt: Óásættanleg niðurstaða kjararáðs.
Félag grunnskólakennara segir að ákvörðun kjararáðs [...] óásættanlega. Ekki sé nóg fyrir ríkisstjórnina að draga hækkunina til baka, hún verði að tryggja að slíkt gerist ekki aftur. [...] grunnskólakennarar hafa tvívegis hafnað kjarasamningi m.a. vegna þeirra launahækkana sem í boði hafa verið. Ítrekað hafi komið fram í samningaviðræðum við ríki og sveitarfélag að launaþróun kennara og stjórnenda innan KÍ skuli vera 30,5 prósent í heildina á árabilinu 2013-2019. Ekki sé svigrúm til að fara út fyrir þann ramma. Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á.
02.11.2016. Frétt: Ræða hópuppsagnir eða veikindi.
03.11.2016. Frétt: Kennarar íhuga uppsagnir.
03.11.2016. Frétt: Kennarar í Reykjanesbæ boða hópuppsagnir.
04.11.2016. Frétt: Kennarar mjög reiðir vegna kjararáðs.
04.11.2016. Frétt: Kennarar farnir að segja upp.
Viðbrögð félagasamtaka við úrskurði kjararáðs:
01.11.2016. ÖBÍ: ÖBÍ harmar ákvörðun kjararáðs.
Viðbrögð stjórnmálamanna við úrskurði kjararáðs:
01.11.2016. Stjórnmálamenn fordæma launahækkun.
02.11.2016. Forsetinn um launahækkun kjararáðs: Ég bað ekki um þessa kauphækkun.
Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þessari ákvörðun. Þangað til þá sé ég til þess að hækkunin renni ekki í minn vasa.
02.11.2016. Bjarni um kjararáð: Kemur vel til greina að Alþingi grípi inn í.
03.11.2016. Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs.
08.11.2016. Grein eftir Jón Þór Ólafsson (JÞÓ): Svona afnemum við launahækkun þingmanna.
Ný lög um kjararáð:
19.11.2016. Hækkunin sú mesta síðan kjararáði var komið á fót.
Viðbrögð í forsætisnefnd við úrskurði kjararáðs:
21.12.2016. 825. fundur forsætisnefndar Alþingis, dagskrárliður 1.Þingfararkostnaður.:
Jón Þór Ólafsson 3ji varaforsti forsætisnefndar um tillögu um lækkun forsætisnefnar á kjörum þingmanna:
Vil minna á að meðallaun í landinu eru 620.000 krónur. Það er til sóma að bregðast svona við ákvörðun kjararáðs að lenda á stað þannig að laun og kjör þingmanna hækki ekki umfram almenna launaþróun.
Kalla eftir að við fáum tölur frá fjármálaráðuneytinu um hækkun þingmanna umfram almenna launaþróun. Alþingi tók ákvörðun með lögum um að laun þeirra skyldi ekki hækka umfram almenna launaþróun. Kjararáð sem var falið að framkvæmalögin fór fram úr því. Hér getur forsætisnefnd lagt til að Alþingi tryggi að laun og kjör þingmanna hækki ekki umfram almenna launaþróun.
05.01.2017. Vefpóstur Jón Þór Ólafsson 3ja varaforseta forsætisnefdar til ritara forsætisnefndar:
Óskað er að ummæli JÞÓ frá fundi forsætisnefdar 21.12.2016 verði bókuð í fundargerð.
Slíkt er skilt sé þess óskað skv. 3 og 4. gr. reglna um fundargerðir forsætisnefndar.
16.01.2017. Bókun Jón Þórs Ólafssonar í forsætisnenfnd:
Alþingi tók ákvörðun með lögum um að laun þingmanna skyldu ekki hækka umfram almenna launaþróun. Kjararáð sem var falið að framkvæma lögin fór fram úr því. Forsætisnefnd getur lagt til að Alþingi tryggi að laun og kjör þingmanna hækki ekki umfram almenna launaþróun. Það væri skynsöm leið til sátta sem Píratar styðja, og munu leggja fram sjálfir ef forsætisnefnd tekst það ekki.
31.01.2017. Forsætisnefnd lækkar kjör þingmanna. Bókun Jón Þórs við ákvörðunina:
Fyrir hönd Pírata samþykki ég að kjör þingmanna verði lækkuð eins og tillagan kveður á um en bóka að hún gangi ekki nógu langt til að ná markmuðum verkefnisins til forsætisnefndar frá formönnum allra flokka á Alþingi að skapa sátt um laun og kjör þingmanna, þar sem launafólk þarf að sætta sig við viðmið launa frá 2013 meðan að viðmiðið um laun og kjör þingmanna er notast við viðmið ársins 2006.
Fréttir af viðbrögðum Alþingis við úrskurði kjararáðs:
23.12.2016. Ný lög um kjararáð tóku ekki á launum þingmanna.
Þessi lagasetning breytir engu um gagnrýni okkar á úrskurði kjararáðs í ár. Það mál er á ábyrgð Alþingis og við teljum að Alþingi eigi að bregðast við þessum úrskurðum, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. [...] Það er ekki hlutverk þeirra sem sitja í kjararáði að vera mótandi á vinnumarkaði né að valda usla á vinnumarkaði. Bregðist Alþingi ekki við úrskurðum ráðsins verða afleiðingar úrskurðanna á ábyrgð Alþingis, segir Gylfi. Hann segir að viðbrögð Alþingis við úrskurðum kjararáðs muni verða forsenda í kjaraviðræðum á næsta ári.
Hannes G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir Kjararáð undanfarið ekki hafa tekið tillit til þróunar kjara á vinnumarkaði og það breyti engu þó að í umræðum þingmanna hafi verið áréttað að kjararáð skyldi ætíð fylgja þróun kjara á vinnumarkaði. Það liggur þá fyrir að það verður ekki komið til móts við þá gagnrýni sem aðilar vinnumarkaðarins lögðu fram, segir Hannes um lagasetninguna.
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir það ljóst að þetta frumvarp leysi ekki þau vandamál sem skapast hafa vegna úrskurða kjararáðs á árinu.
27.12.2016. Deilt í forsætisnefnd um kjör þingmanna.
28.12.2016. Enginn vilji til að hrófla við úrskurði kjararáðs.
16.01.2017. Ógagnsæjar greiðslur til þingmanna.
31.01.2017. Forsætisnefnd lækkar greiðslur til þingmanna.
01.02.2017. Starfskjör þingmanna rýrð um 150 þúsund.
01.02.2017. Jón Þór Ólafsson: Vill lækka laun þingmanna.
Viðbrögð aðila vinnumarkaðarins eftir lækkun forsætisnefndar á greiðslum þingmanna.
02.02.2017. Frétt Vísir: Gagnrýna viðbrögð við úrskurði kjararáðs: Alþingi skortir jarðsamband og tengsl við almenning í landinu.
Miðstjórn Alþýðusambandsins mótmælir hálfkáki forsætisnefndar þingsins og krefst þess að Alþingi taki málið upp og afturkalli hækkanir kjararáðs. Miðstjórn ASÍ minnir á að forsenduákvæði kjarasamninga eru til endurskoðunar nú í febrúar og hækkanir til alþingismanna og æðstu embættismanna geta sett framhald kjarasamninga alls þorra landsmanna í uppnám.
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að ákvörðun forsætisnefndar Alþingis um að lækka starfstengdar greiðslur til þingmanna mæti ekki gagnrýni stéttarfélagsins á úrskurð kjararáðs frá því október síðastliðnum en þá hækkaði þingfararkaup um tæp 45 prósent.
02.02.2017. BSRB: Þingmenn bregðast ekki við gagnrýni.
Breytingar á starfstengdum greiðslum geta ekki komið til móts við gagnrýni á þá launahækkun sem kjararáð veitti þingmönnum á kjördag. Það að forsætisnefnd þingsins skuli fara þessa leið til að bregðast við gagnrýni bendir þó til þess að starfstengdu greiðslurnar séu að einhverju leiti ekki annað en launauppbót sem þingmenn ákveða sér sjálfir.
07.02.2017. Frétt VB: Óvíst að kjarasamningar haldi.
ASÍ, Efling og Rafiðnaðarsambandið:
Það verður örugglega snúið að eiga við þetta," segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar og varaforseti ASÍ í samtali við blaðið um lækkun kostnaðargreiðslna á móti launahækkunum þingmanna. Það sem lagt var til af hálfu forsætisnefndar er ekki að leysa þetta mál." Einnig er vitnað í Kristján Snæbjörnsson formann Rafiðnaðarsambandsins í blaðinu sem á heldur ekki von á að ákvörðun forsætisnefndar um lækkun kostnaðargreiðslanna muni duga til.
07.02.2017. Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga.
Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR: Stjórnvöld þurfi að ganga í að breyta þessari niðurstöðu kjararáðs sem allra fyrst.
16.02.2017: Rafiðnaðarsambandið: Staða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.
Varðandi það hvort kjarasamningar hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð þá er ekki búið að greina þá stöðu fullkomlega en það segir sig sjálft að úrskurðir kjararáðs undanfarið ár setja strik í reikninginn því hækkun alþingismanna upp á tæp 45% og hækkun launa hjá embættismönnum og æðstu stjórnendum ríkisstofnanna á síðasta ári eru langt umfram þær launahækkanir sem kjarasamningar kveða á um. RSÍ hefur kallað eftir því að úrskurðirnir verði leiðréttir þannig að þeir fylgi sambærilegri línu og almenningur fær en forsætisnefnd Alþingis hefur örlítið dregið úr hækkunum en sú leiðrétting var í raun langt frá því að duga til.
21.02.2017. Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ.
Forsendur kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ) eru í hættu og verða forsendur metnar í vikunni. Svo gæti farið að samningar opnist um mánaðamótin.
Eins og staðan er í dag er forsendubresturinn augljós, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Við bíðum niðurstöðu forsendunefndarinnar en á meðan er samningur í gildi. Úrskurður kjararáðs frá því í október er sannarlega ekki að hjálpa til enda ályktuðum við hjá SA harðlega gegn þeirri ákvörðun, segir Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri SA.
Á meðan þingmenn og ráðherrar fá síðan gríðarlegar launahækkanir geta þeir ekki með nokkru móti talað fyrir því að aðrir hópar þurfi að sýna ráðdeild og tempra launahækkanir annarra hópa, segir Gylfi.
Vilja lækka launin með lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kjararáðsmálið. Hætta á uppsögn kjarasamninga.
21.2.2017 | 13:22
Staðan rétt eftir miklar hækkannir kjararáðs á launum ráðamanna á kjördag.
Heildarsamtök bæði launþega og atvinnurekenda hafa krafist þess að Alþingi hafni hækkun launa frá Kjararáði.
- Samtök Atvinnulífsins segja að: Kjararáð stuðlar að upplausn á vinnumarkaði [og] skora á nýtt Alþingi að hafna nýlegum ákvörðunum kjararáðs og leggja málið í sáttaferli.
- Alþýðusamband Íslands sagði að: ASÍ krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka [...] Að öðrum kosti verður óstöðugleiki og upplausn á vinnumarkaði í boði Alþingis.
Viðbrögð Alþingis við hækkuninni er ekki nóg.
Forsætisnefnd fékk fyrir jól það hlutaverk frá formönnum allra flokka á Alþingi að endurskoða kjör þingmanna til að stuðla að sátt um laun þingmanna. Fyrir þremur vikum lækkaði forsætisnefnd loks kjör þingmanna inn fyrir mörk um almenna launaþróun frá 2006. Ég varaði þar við að þetta væri ekki nóg á meðan aðrir launþegar þurfa að miða við hækkun frá 2013. Viðvörunin var borin upp munnlega, og bókuð og skjalfest. Forsætisnefnd ætlar í framhaldinu að endurskða þetta heildstætt (sem þýðir að málið getur auðveldlega tafist út í hið óendanlega).
Staðan núna, rúma viku í mögulega uppsögn kjarasamninga.
Miðstjórn ASÍ minnir áfram á að forsenduákvæði kjarasamninga eru til endurskoðunar nú í febrúar og hækkanir til alþingismanna og æðstu embættismanna geta sett framhald kjarasamninga alls þorra landsmanna í uppnám. Miðstjórn Alþýðusambandsins mótmælir hálfkáki forsætisnefndar þingsins og krefst þess að Alþingi taki málið upp og afturkalli hækkanir kjararáðs. Það er rúm vika til stefnu fyrir Alþingi. Eftir það gætu kjarasamningar þorra launafólks verið brostnir, með tilheyrandi óstöðuleika fyrir allt hagkerfið.
Fyrr í mánuðinum benti ég á í fréttum að ef aðilar vinnumarkaðarins segja að úrskurður Kjararáðs hafi valdið eða geti enn þá valdið upplausn á vinnumarkaði er ljóst að Alþingi þurfi að bregðast við enn frekar. Það hefur nú gerst.
Forsendur kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ) eru í hættu og verða forsendur metnar í vikunni. Krafan er að Alþingi fyrirskipi Kjararáði að lækka launin með lögum, og ekki aðeins hjá þingmönnum, heldur ráðherrum, embættismönnum og forstöðumönnum ríkisstofnana einnig sem fengið hafa tugprósenta hækkun á síðasta ári. Annars verður það að hluta til á ábyrð Alþingis ef kjarasamningum verður sagt upp. Ef það gerist þá er ljóst að Kjararáð skapaði ekki aðeins hættu á að raskka kjarasamningum þorra launafólks (sem var lögbrot), ráðið var þá einn þeirra sem orsakaði uppsögn 70% kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og þá kæri ég Kjararáð.
Framhaldið, hvað er líklegt að gerist.
Við Píratar höfum lagt fram frumvarp sem (eins og 2008) fyrirskipar kjararáði að lækka laun alþingismanna og ráðherra fyrir 28. febrúar næstkomandi. Launalækkunin skal samsvara því að laun þeirra fylgi almennri launaþróun frá 11. júní 2013 og kjararáð skal svo eins fljótt og mögulegt er endurskoða kjör annarra er undir það heyra til samræmis. Eitt af tvennu mun svo gerast:
1. Kjarasamningar halda í lok mánaðarins og Forseti Alþingis hleypir málinu ekki á dagskrá. Hún ræður nema meirihluti Alþingis samþykkji annað. Við munum leggja til að fá málið á dagskrá.
2. Kjarasamningum þorra launafólks er sagt upp og náist þeir ekki aftur fyrir lok apríl byrja verkföllin. Meirihlutinn á Alþingi er þá meðábyrgur fyrir að setja kjarasamninga þorra launafólks í uppnám og hefur fram á vor til að bregðast við. Þá er orðið pólitískt mjög dýrt fyrir stjórnarþingmenn að halda í eigin launahækkun sem er að valda upplausn á vinnumarkaði en sætta sig ekki við og setja lög á verföll þegar þorri launafólks biður um sambærilegar hækkannir.
Í athugasemdunum að neðan er samantekt fyrir málsóknina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)