Fjármálaráðherra segir upplýsingar um fjármálaáætlun skemma fyrir

Það er ómögulegt að sjá í hvað ríkisstjórnin áætlar að nota nánast allar fjárheimildir ríkisins næstu fimm árin í fjármálaáætlun sem fjármálaráðherra lagði fyrir Alþingi.

Þessar tölur liggja fyrir í ráðuneytum og skrifstofu Alþingis, en fjármálaráðherra segir aðgengi þingmanna að þeim spilla fyrir.

Án þessara upplýsinga er ómögulegt að taka upplýsta ákvörðun um hvort fjármálaáætlun sé farsæl fyrir landsmenn og vel verði farið með skattfé.

Fjármálaáætlun rammar inn hvað sé hægt að setja í heilbrigðismál og húsnæðismál á fjárlögum í haust, og í alla hina málaflokkana. Þessar upplýsingar þurfa því að liggja fyrir áður en Alþingi afgreiðir málið.

Við höfum sent formlega fyrirspurn um þessar upplýsingar á alla ráðherra og forseta Alþingis sem hafa 15 virka daga til að gefa opinbert svar.

Fyrirspurnin til fjármálaráðherra:

 Svar fjármálaráðherra:



Umræðan í heild.


Við fjölskyldan höfum skoðað búsetuna á Stúdentagörðunum.

Við fjölskyldan höfum skoða búsetuna á Stúdentagörðunum, og finnst
rétt að víkja fyrir annarri fjölskyldu sem er ekki í jafn góðri stöðu og okkar fjölskylda.

Það þykir almennt réttmætt að fólk fái þrjá mánuði til að skipta um búsetu og nú líða bráðum þrír mánuðir frá því að ríkisstjórnin var mynduð og ljóst að ég yrði áfram í þingstarfinu. Við fjölskyldan flytum því eins fljótt og verða má.

Við vörum við því að slíkt fordæmi verði að reglu því ekki eru allir í sambúð í eins öruggu sambandi eða með sameiginlegan fjárhag. Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það sé í sambúð.

Það er búið að afnema að tekjur maka (utan fjármagnstekna) skerði lífeyri eldri borgara frá almannatryggingum. Það var gott réttindamál. En enn búa eldri borgara við tekjuskerðingar vegna sambúðar og öryrkjar í sambúð einnig. Þessar skerðingar þarf að afnema. Ég mun áfram vinna með Félagi Eldriborgara í Reykjavík í þessum málum.

Varðandi húsnæðisvandan á Íslandi þá er löngu kominn tími að ríki, sveitafélög og lífeyrissjóðir taki höndum saman og styðji með afsláttum af opinberum gjöldum og þolinmóðu fjármagni við byggingu íbúða hjá sjálfstæðum leigufélögum sem standa öllum opin. Markaðurinn er ekki að sinna þessu og það er krísa. Við Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR funduðum í síðustu viku til að finna leiðir til að þrýsta á þetta. Við látum ykkur vita meira um það í mánuðinum.


Það verður rannsókn á einkavæðingu bankanna allra.

Það er meirhluti á Alþingi fyrir rannsókn á einkavæðingu Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar á bönkunum 2002.

Alþingi kallaði eftir því 2012. Benedikt fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar hefur kallað eftir því í vikunni. Valgeður Sverrisdóttir þávernadi ráðherra framsóknar líka. Meira að segja fyrrum kaupandi Landsbankans, Björgólfur Þór, hefur kallað eftir því.

Þeir sem vilja stöðva rannsóknina eru ekki í sterkri stöðu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband