Staðsetning flugvallarins varðar alla landsmenn.
28.4.2014 | 10:58
Einn hornsteina grunnstefnu Pírata er að allir hafa rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.
Skattfé allra landsmanna rennur í uppbyggingu nauðsynlegrar þjónustu hins opinbera í höfuðborginni (s.s. heilbrigðisþjónustu). Ákvarðanir um aðgengi að þeirri þjónustu varðar því alla landsmenn sem eiga því að hafa rétt til að koma að þeirri ákvörðun. Í stefnu Pírata í Reykjavík segir því að nauðsynlegt sé að ákveða framtíðarstaðsetningu flugvallarins í eins víðtækri sátt höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar og kostur er á.
![]() |
71,2% Reykvíkinga vilja völlinn áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
The Economist: Þóríum kjarnorkuver að veruleika.
14.4.2014 | 10:35
Þóríum er geislavirkur málmur sem kjarnorkuáætlun Bandaríkjanna sagði skilið við sökum þess hve erfitt var að búa til kjarnorkusprengjur úr honum, eins og The Economist greinir frá í vikunni. Sá eiginleiki ásamt mörgum öðrum gerir Þóríum að miklu betri valkosti til framleiða rafmagn en Úraníum. Í vöruhúsum víðsvegar um heiminn eru til Þóríum byrgðir til að framleiða rafmagn sem samsvarar núverandi þörft heimsins næstu þrjár aldirnar. Indland og Kína hafa komið á fót áætlun til að búa til Þóríum kjarnorguver til raforkuframleiðslu á næstu árum og gera það arðbært á næstu áratugum.
Samanburður á Þóríum og Úranínum til raforkuframleiðslu:
Framboð: Þóríum er miklu algengara, ódýrara og dreyfðara um heiminn en Úraníum. Til eru margra alda byrgðir af málminum í vöruhúsum í dag.
Vinnsla: Þóríum er málmur sem er hættulaust að halda á með berum höndum, svo vinnsla og fluttningur er hættuminni en á Úraníum. Það þarf ekki að vinna Þóríum í skilvindum, því það sem kemur úr málmgrítinu klofnar 100%, samanborið við 0.7% af Úraníum.
Brennsla: Þarf ekki kjarnorkuver sem heldur vatni undir þrýstingi sem skapar mengunarhættu. Hægt að skipta út eldsneytinu meðan kjarnaofninn vinnur. Auðvelt að slökkva á verinu ef eitthvað fer úskeiðis.
Úrgangur: Brennur nánast alveg upp og skilar því frá sér 100 sinnum minni úrgangi, sem er geislavirkur í árhundruð í stað milljónir ára.
Tími frá útgáfu að umræðu um skýrslur á þingi.
11.4.2014 | 12:58
Á mannamáli:
Alþingi kallar eftir skýrslu til að hafa eftirlit með stjórnvöldum sem hafa húsbóndavald yfir þingforseta sem setur skýrsluna sem fyrst undir stól. Stay classy Alþingi :)
En á þessu er einföld lausn og hafa þingmenn allra minnihlutaflokkanna á þingi lagt fram lagafrumvarp um að "ekki skal taka lokaskyÌrslu rannsóknarnefndar til umræðu í þinginu fyrr en í fyrsta lagi þremur nóttum eftir birtingu hennar."
