Staðsetning flugvallarins varðar alla landsmenn.

Einn hornsteina grunnstefnu Pírata er að allir hafa rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.

Skattfé allra landsmanna rennur í uppbyggingu nauðsynlegrar þjónustu hins opinbera í höfuðborginni (s.s. heilbrigðisþjónustu). Ákvarðanir um aðgengi að þeirri þjónustu varðar því alla landsmenn sem eiga því að hafa rétt til að koma að þeirri ákvörðun. Í stefnu Pírata í Reykjavík segir því að nauðsynlegt sé að ákveða framtíðarstaðsetningu flugvallarins í eins víðtækri sátt höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar og kostur er á.


mbl.is 71,2% Reykvíkinga vilja völlinn áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé flugvöllurinn liður í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar þá er réttast að hann sé rekinn fyrir skattfé og að ríkið greiði Reykjavíkurborg þann kostnað sem af honum hlýst, óhagræði og tekjutap. Annars er það eingöngu Reykvíkinga að ákveða hvort þeir vilji bera þennan kostnað fyrir landsbyggðina.

Ufsi (IP-tala skráð) 28.4.2014 kl. 11:13

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Að sjálfsögðu á að reka flugvöllinn fyrir skattfé en fasteignagjöld til borgarinnar ættu nú að nægja fyrir" þann kostnað sem af honum hlýst, óhagræði og tekjutap".

Jósef Smári Ásmundsson, 28.4.2014 kl. 11:48

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta minnir á svarið hjá frambjóðenda Samtaka öfgasinnaðra jafnaðarmanna sem var flokkur sem bauð fram í Reykjaneskjördæmi 1991.

Þá var mikil umræða á því svæði hvort banna skildi togveiðar á ákveðnu svæði sem eg man nú ekki hvert nákvæmlega var.

Svo voru sameiginlegar umræður sem var útvarpað og flokkarnir náttúrulega óssammála um nánast allt eins og títt er. Man að ÓRG og Ólafur G. Einarsson voru í framboði á þessum tíma.

Svo kemur spurning úr sam sem beint er til allra frambjóðenda: Viljið þið banna togveiðar á umræddu svæði? o.s.frv.

Þáttarstjórnandi RUV beinir spurningunni fyrst til Samtaka Öfgasinna og segi: Hver er afstaða Öfgasinna gagnvart þessu?

Þá segir öfgasinnaði frambjóðandinn: Ja, ég get svo sem alveg fallist á að togveiðar séu bannaðar á umræddu svæði - enda verði það bann framkvæmt í fullu samráði og samþykki við alla hagsmunaaðila á svæðinu.

ÓRG og Ólafur G. áttu að svar næst og Ólafur G. sagðist bara svara því sama og ÓRG sagði dittó.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.4.2014 kl. 12:33

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,svo kemur spurning úr sal" o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.4.2014 kl. 12:34

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hér á íslandi er siðmenntuð og lögleg mannúðar-ábyrg stjórnsýsla alveg óþekkt fyrirkomulag. Svona svipað og viðgengst í Afríku, Írak, Íran, Líbýbu, Sýrlandi og Úkraínu!!!

Fjölmiðlar voru t.d. búnir að skrá Guðna Ágústsson bæði í og úr Framsóknarlokknum, áður en Guðni sjálfur hefði gefið opinberlega kost á sér í borgarstjórn? Hver djöfullinn er í gangi?

Það má með réttlætanlegum rökum deila um ýmislegt sem Guðni blessaður hefur sagt og gert í gegnum tíðina. Hann var til dæmis rekinn úr Framsóknarflokknum vegna þess að hann  þótti of heiðarlegur!!! Eða hvað?

En gleymum ekki að það sama má svo sannarlega segja um alla mannlega og lífeyris/bankastjóra-kúgaða pólitíkusa á alþingi Íslands.

Ég bendi almenningi á athyglisverð skrif í Morgunblaðinu, laugardaginn 19 apríl 2014 (umræðan bls. 33):

Bréf til blaðsins:

Flugskýli

(lesið sjálf greinina): .......................................... Gestur Gunnarsson tæknifræðingur.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.4.2014 kl. 17:24

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

...Sænski stækkunarstjórinn síðastliðin ár á Íslandi kann svo kannski að útskýra sannleikann um yfirtöku á BRETAEIGNINNI herteknu í Vatnsmýrinni...?

Lygin er vegurinn til tortímingar, og sannleikurinn er vegurinn til velferðar!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.4.2014 kl. 17:35

7 identicon

Gersovel félagi. Á fjórða hundrað síður um glæsilega framtíð Reykjavíkur sem kjósendur þurfa allir að kynna sér vel. Lifi lýðræðið.

http://reykjavik.is/sites/default/files/adalskipulag/ar2010-2030_a-hluti_20140224.pdf

Þór Saari (IP-tala skráð) 28.4.2014 kl. 19:07

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Halda menn virkilega að í útlöndum tíðkist það að ríkissjóðir viðkomandi landa greiði  borgum landanna skaðabætur fyrir "óhagræði og tekjutap" af samgöngumannvirkjum?

Að London fái stórfelldar skaðabætur úr ríkissjóði vegna City-flugvallarins inni í miðri byggð í miðborginni?

Að Los Angeles fái skaðabætur vegna fjögurra flugvalla borgarinnar sem allir eru umkringdir af byggð?

Að Stokkhólmsborg fái skaðabætur vegna Bromma-flugvallar, sem er á milli íbúðahverfa þar í borg?

Að Kaupmannahöfn fái skaðabætur frá danska ríkinu vegna "óhagræðis og tekjutaps" af því að fórna rými undir aðaljárnbrautarstöð landsins og járnbrautir í tengslum við hana?   

Stofnbrautir, sem eru á forræði Vegagerðar ríkisins í Reykjavík, taka mun meira rými en flugvöllurinn. Er þá ekki rétt að ríkið greiði borginni skaðabætur vegna "óhagræðis og tekjutaps" sem felst í því að borgin geti ekki reist íbúðabyggðir í staðinn?  

Reykjavíkurhöfn tekur jafn mikið rými og flugvöllurinn. Er þá ekki sjálfgefið að ríkið greiði borginni skaðabætur fyrir "óhagræði og tekjutap" af því að geta ekki reist íbúðabyggðir í staðinn fyrir Reykjavíkurhöfn?

Hefur mönnum ekki flogið það í hug að samgöngumannvirki geti skapað hagræði og tekjur?  

Ómar Ragnarsson, 28.4.2014 kl. 22:23

9 identicon

Spurningin er ekki hvort flugvöllurinn skapi tekjur Ómar heldur hvort Reykjavík geti skapað sér meiri tekjur með því að losa sig við flugvöllin en með því að halda honum áfram.

Og núverandi borgarstjórn virðist hafa tekið þann pól í hæðina að meira hagræði hljótist af því að losa sig við völlin.

Ef ríkið vildi semja í staðin fyrir að nota flugvöllin sem pólitískt bitbein í valdabaráttu sinni þá væri ekki verið að krefjast þess að status quo héldist að eilífu heldur væri reynt að koma með málamiðlanir til greiða úr málinu fyrir næstu 20-40 árin.

Til dæmis með styrkingu flugvallarins þannig að hann gæti starfað sem alþjóðlegur flugvöllur sem ýtir undir plön um að Reykjavík sé ráðstefnuborg.

Eða ríkið gæti skrifað undir samning upp á það að bygging nýs Landspítala yrði fjármögnuð og hafin innan 2 ára á núverandi reit spítalans og þar með staðfest það að borgin sé hjartað í heilbrigðisþjónustuni fyrir allt landið.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 00:19

10 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Auðvitað er það alveg rétt hja Jóni Þór að flugvöllurinn varðar alla landsmenn.

Ragnhildur Kolka, 29.4.2014 kl. 10:17

11 identicon

Við getum selt þetta svæði fyrir 50 miljarða. Díll?

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 13:57

12 identicon

Jón minn, hafið þið Píratar ekki talað fyrir opnu lýðræði og beinu lýðræði..??...það fór fram kosning um flugvöllinn hér í borgini og meirihlutinn sem tók þátt í þeim kosningum vildi flugvöllinn burt...á ekki að virða slíkar kosningar..??

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 15:42

13 identicon

Flugvöllurinn varðar alla landsmenn, skattar varða alla landsmenn, verðlag varðar alla landsmenn. Þó eitthvað varði alla landsmenn er ekki sjálfgefið að landsmenn eigi að ráða því. Þá væri flugvöllur í hverju þorpi, engir skattar og allt frítt.

Þar sem Reykjavík fer með skipulagsvaldið þá getur Reykjavík fjarlægt flugvöllinn, rifið höfnina og byggt á stofnbrautum telji þeir það borginni fyrir bestu. Verði flugvöllurinn gerður borg og borgarbúum hagstæðari en íbúðarbyggð þá fær hann að vera.

Ufsi (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 17:15

14 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Já árið 2001 vildu Reykvíkingar flugvöllinn burt: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/595562/

Er það lýðræðislegt að krefjast þess að borgarbúar í dag, sem ekki vilja flugvöllin burt, þurfa að sæta ákvörðun sem tekin var fyrir 13 árum? Væri það ekki dýpra lýðræði að spyrja borgarbúa aftur í dag og hafa landsmenn alla með áður en flugvöllurinn er fluttur?

Er ekki eðlilegt að þegar takmarka á samgöngur landsbyggðarfólks í þjónustu sem aðeins er hægt að sækja í höfuðborgina, og er greidd af öllum landsmönnum, að landsmenn allir séu spurðir álits?

Jón Þór Ólafsson, 29.4.2014 kl. 17:50

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta sýnir, kristaltært, hve skammt það nær að veifa ,,þjóðarvilja" og/eða að öll mál eigi að ráðast í þjóðaratkvæðagreiðslum eða borgaratkvæðagreiðslum ef því er að skipta.

Það eru ekki nema 13 ár síðan að samþykkt var í borgaratkvæðagreiðslu að flugvöllurinn færi.

Nú sýna skoðanakannanir eitthvað annað.

Hvað ef þessi atkvæðagreiðlla hefði farið fram fyrir 5 árum? Dyggði það?

Málið er að þeir sem hafa haldið fram því sjónarmiði að öll mál eigi að ráðast í þjóðar/borgar atkvæðagreiðslum - hafa ekkert hugsað málið til enda.

Jú jú, þjóðaratkvæðagreiðslur geta alveg verið jákvæðar og haft sína kosti - en þær hafa galla.

Sérstaklega hafa já/nei atkvæðagreiðslur galla.

Ennfremur hefur sýnt sig að afar auðvelt er á Íslandi að mynda ,,stemmingu" um eitthvað á Íslandi með áróðri og vitleysisbulli og stýra þannig almenningsáliti sem kalla má.

Almenningsálit er ekkert endilega skynsamlegt eða rökrétt. Sagan sýnir það vel. Almenningsálitinu getur skjátlast rétt eins og einstaklingi getur skjátlast. Almenningsálitinu getur skjátlast hrapalega.

Þessvegna er þetta tal um að allt eigi að leysast og ákvarðast í þjóðaratkvæðagreiðslum bara popúlismi og lýðskrum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.4.2014 kl. 18:22

16 identicon

Er það lýðræðislegt að krefjast þess að borgarbúar í dag, sem ekki vilja flugvöllin burt, þurfa að sæta ákvörðun sem tekin var fyrir 13 árum? -- Já, rétt eins og það er lýðræðislegt að krefjast þess að við virðum stjórnarskrá sem kosið var um fyrir 70 árum síðan þó við séum ekki öll sátt við hana og fæst okkar fædd þegar um hana var kosið.

Það útilokar samt ekkert aðrar kosningar, þessvegna aðra hvora viku næstu 50 árin, en það hefði ekkert með lýðræði að gera. Það er ekki lýðræði að kjósa þangað til ásættanleg niðurstaða fæst. Lýðræði er að standa við og verja niðurstöðu kosninga þó maður sé ekki sammála.

Samgöngur landsbyggðarfólks í þjónustu sem aðeins er hægt að sækja í höfuðborgina, og er greidd af öllum landsmönnum, er takmörkuð. Það fær ekki hvert þorp flugvöll eða þyrlu. Vegir eru ófærir og ekki ruddir í margar vikur. Vestmannaeyingar fá hvorki jarðgöng eða brú. Veður getur hamlað flugi en samt eru ekki 50 hraðlestir í ferðum með landsbyggðafólk sem þarf að komast í þjónustuna.

Samgöngur landsbyggðarfólks í þjónustu sem aðeins er hægt að sækja í höfuðborgina, og er greidd af öllum landsmönnum, eiga að miðast við hvað allir landsmenn eru tilbúnir til að leggja í þær samgöngur en ekki hvort hægt sé með öfugsnúnu lýðræði að þröngva einhvern annan til að standa undir þeim.

Annars gætum við svosem sett upp lýðræðislegan kjörseðil "a la píratar" þar sem spurt er "Hver á að borga samgöngur við landsbyggðina og á landsbyggðinni": a)Reykvíkingar, b) Akureyringar, c) Ísfirðingar.   --- Er ekki eðlilegt þegar kostnaður við samgöngur landsbyggðarfólks er ákveðinn að landsmenn allir séu spurðir álits?

Ufsi (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 20:46

17 identicon

Kosningar leysa ekki alla hluti. Það er til hugtak sem kallast kúgun með meirihluta valdi.

Það skiptir mun meira máli að ná saman um málamiðlun sem flestir aðilar eru til í að sætta sig við til lengri tíma en að sigra vinsældar keppni á nokkura ára fresti þar sem álit geta sveiflast verulega eftir tíð og tíma.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.4.2014 kl. 00:17

18 identicon

Helgi Jónsson ... þessi meirihluti sem þú talar um og greiddu atkvæði með flutningi flugvallarins var 49,3%, þeir sem sögðu nei voru 48,1% og loks voru 2,6% sem skiluðu auðu eða voru ógildir. Sjálf kosningaþátttakan var 37,2%.  Mér finnst tvennt standa upp úr.  Annars vegar verður að viðurkennast að það er ekkert afgerandi fylgi með né á móti.  Hins vegar fór þessi kosning fram árið 2001.  Hinn pólitíski og skipulagslegi veruleiki er hreinlega allt annar í dag. Nýjar kynslóðir manna og kvenna eru komnir til sögunnar sem höfðu þá enga rödd í málinu en gjarnan vildu tjá sig í dag.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.5.2014 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband