Eygló Harðar lýsir sig vanhæfa í máli HH.
10.4.2014 | 17:03
Hagsmunasamtök Heimilanna (HH) kærðu fyrir fimm mánuðum útfærslu verðtryggingar neytendalána hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS). Málinu var úthlutað dómara fyrir þremur mánuðum og ÍLS biður þá um að málinu sé vísað frá dómi. Þegar taka átti fyrir frávísunarkröfuna þá lýsti dómari sig vanhæfan sökum þess að hann væri með verðtryggt lán hjá ÍLS. HH vísa í sambærilegt mál hjá EFTA dómstólinum þar sem Páll Hreinsson, sem er dómari í tveimur málum er bæði varða lögmæti verðtryggingar, væri ekki vanhæfur þrátt fyrir að hann hafi sjálfur tekið vísitölubundin lán með veði í húseign sinni.
Klukkan tifar og fimm mánuðir eru fram í september, en þá hverfur skjólið sem Hanna Birna skapaði um jólin; skjól fyrir því að heimili landsmanna séu seld á nauðungarsölu. Hanna Birna hefur líka tryggt flýtimeðferðina á dómsmálum er varða verð- og gengistryggingu. En nú lýsir Eygló húsnæðismálaráðherra sig vanhæfa til að taka þátt í að flýta þessum málum eins og hægt er. Hún hefur sem húsnæðismálaráðherra heimild til að fá yfirstjórn ÍLS til að falla frá frávísuninni á máli HH. En hún lýsir sig vanhæfa til þess af því að hún er félagi í HH og hafi stutt félagið með fjárframlögum.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins segir: "Unnið verður að því að dómsmál og önnur ágreiningsmál, sem varða skuldir einstaklinga og fyrirtækja, fái eins hraða meðferð og mögulegt er. Óvissu um stöðu lántakenda gagnvart lánastofnunum verður að linna." En Eygló segist vera vanhæf til að vinna að því að dómsmál sem varða skuldi einstaklinga fái eins hraða meðferð og mögulegt er. Ef óvissan um stöðu lántakenda gagnvart ÍLS verður enn til staðar þegar nauðungarsölur heimilanna hefjast í haust þá vitum við hver ber hluta af þeirri ábyrgð.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins segir: "Unnið verður að því að dómsmál og önnur ágreiningsmál, sem varða skuldir einstaklinga og fyrirtækja, fái eins hraða meðferð og mögulegt er. Óvissu um stöðu lántakenda gagnvart lánastofnunum verður að linna." En Eygló segist vera vanhæf til að vinna að því að dómsmál sem varða skuldi einstaklinga fái eins hraða meðferð og mögulegt er. Ef óvissan um stöðu lántakenda gagnvart ÍLS verður enn til staðar þegar nauðungarsölur heimilanna hefjast í haust þá vitum við hver ber hluta af þeirri ábyrgð.
Facebook póstur frá formanni Hagsmunasamtaka Heimilanna:

Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.4.2014 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verkfallsrétturinn er stjórnarskrárvarinn.
4.4.2014 | 14:36
Verkfallsrétturinn er stjórnarskrárvarin og aðeins má á hann ganga með lögum í þágu almannaheilla og þjóðaröryggis (samkvæmt Mannréttindasáttmála Evópu) eða vegna ríkra almannahagsmuna eða efnahagslegrar vá (samkvæmt Hæstarétti Íslands).
Hvernig ber löggjafanum að túlka þessi orð:
1. Ríkir almannahagsmunir?
2. Efnahagsleg vá?
Ræða fyrir nefndarfund:
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.4.2014 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Skuldaleiðréttingin: Kosningaloforð og efndir XD.
2.4.2014 | 23:41
Ef við gætum fyllstu sanngirni þá er frumvarpið um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar (þ.e. skuldaleiðréttingar frumvarp Sjálfstæðisflokksins) mjög nálægt kosningaloforði flokksins fyrir kosningar. Sjá stefnuskrá XD fyrir kosningar 2013:
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.4.2014 kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)