Meira um menntun og upplýsingatækni.
2.4.2014 | 19:22
"Nettengdar lausnir geta í dag aðstoðað kennara við að spá fyrir um námsárangur og áhuga nemenda. Þá geta slíka lausnir einnig haldið nemendum áhugasömum með námsefni sem hentar hverjum og einum. Nettengdar námslausnir geta þannig bætt námsárangur ásamt því að lækka kostnað með auknu aðgengi, einstaklingsmiðaðra námi og betri yfirsýn kennara, skólastjórnenda og annarra sem hlut eiga að máli. " - Úr Greinargerð starfshóps um hagnýtingu internetsins í þágu nýsköpunar og atvinnuþróunar, og byggt m.a. á 8.kafla menntaskýrlu World Economic Forum um menntun í gegnum netið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fljótleg og farsæl leið að afnámi hafta.
27.3.2014 | 18:34
Til að flýta fyrir farsælu afnámi gjaldeyrishafta er mikilvægt að þingið geri það mál ekki að pólitísku bitbeini. Staða okkar er sterk og er það m.a. síðustu ríkistjórn að þakka. Starfið gengur vel í dag hjá núverandi stjórnvöldum. Það er hagur allra landsmanna að standa saman við að afnema höftin. Nálgumst það mál launsamiðað og gerum gagn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.4.2014 kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Framsókn opnar á sumarþing.
25.3.2014 | 18:53
Umhverfisráðherra bætist í hóp þingflokksformans Framsóknar sem opnar á sumarþing. Áður hef ég bloggað um ánægju mína með tillöguna. Það mun veita þingmönnum meiri tíma til að vinna þingmál allra flokka faglega í þinginu í stað þess að gera það á hundavaði eins og venjan er, svo þingmenn komist eins og kálfar úr fjósi í fjögurra mánaða sumarfrí.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.3.2014 kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)