Eldhúsdagur: "Takk fyrir móttökurnar."
14.5.2014 | 23:14
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.5.2014 kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Makar Íslendinga settir í hættu.
13.5.2014 | 14:56
Izekor er gift Íslendinginum Gísla Jóhanni og hún er í hættu sé henni vísað úr landi. Ef það nægir ekki starfsmönnum Útlendingastofnunnar sem ríkar sanngirnisástæður til að veita undanþágu, þá heimila lögin Innanríkisráðherra að setja reglur sem veita undanþágu. Ábyrgðin er skýr. (sjá lögin að neðan):
Í lögum um útlendinga 10. gr. segir:
"[Með fyrirvara um ákvæði 45. og 46. gr. skal útlendingur sem sækir um dvalarleyfi í fyrsta skipti sækja um leyfið áður en hann kemur til landsins og er honum óheimilt að koma til landsins fyrr en umsóknin hefur verið samþykkt.]1) Frá þessu má víkja ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því eða samkvæmt reglum sem [ráðherra]2) setur."
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.5.2014 kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þeir sem tefja þingstörfin eru verðlaunaðir.
30.4.2014 | 09:35
Hef undanfarið verið að leita annarra leiða en málþófs til að fá í þinglega meðferð mál sem almenn sátt er um hjá þingflokkum og varða hagsmuni meirihluta landsmanna, en eru ekki lögð fram af ráðherrum. Þingmenn allra flokka sem ég hef rætt við nefna það grímulaust að málþóf sé málið þegar skapa þarf stöðu til að fá málin sín afgreidd í þinginu. Þeir eru sammála um að það sé leiðinlegt og tímasóun en það virkar.
Landsmenn eru orðnir langþreyttir á þessu og vantraustið á Alþingi samkvæmt skýrslu Félagsvísindastofnunnar Háskóla Íslands er m.a. tilkomið vegna þess að " vinnulag á þingi einkennist af aðgerða- og getuleysi þingmanna til að fylgja eftir og klára mál" en jafnframt vegna þess að "málþóf er á kostnað samvinnu og þess að unnið væri markvisst að málum með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi."
Það er ósk margra þingmanna í minni- og meirihluta að við getum sameinast um að mál frá öllum flokkum sem varða ríka almannahagsmuni og almenn sátt ríkir um fái greiða afgreiðslu í þinginu. En eftir að hafa lesið lögin um þingsköp ásamt öðrum leikreglum þingsins og rætt við aðra þingmenn þá styrkist ég í trúnni um að þetta vinnulag á þingi mun ekki breytast fyrr en formenn flokkanna og þingforseti, sem ráða þessu, sammælast um það.
Tvennt er mér ljóst eftir þessa leit:
1. Þeir sem stjórna dagskrá þingsins verðlauna þá sem tefja þingstörfin.
2. Þingmenn hafa aðrar leiðir en málþóf til að tefja ótímabundið störf þingsins.
2. Þingmenn hafa aðrar leiðir en málþóf til að tefja ótímabundið störf þingsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.5.2014 kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)