Markmiðið er grunnstefna Pírata; ekki vel launuð innivinna.

XÞÞví fleiri Pírata sem við höfum sem horfa fyrst og fremst á að gera grunnstefnuna að veruleika og hvernig þeirra styrkleikar og áhugi nýtist best í því sameiginlega verkefni, því fyrr sjáum við gagnsæi hins opinbera og beinna lýðræði á Íslandi.

Styrkleiki minn í starfi felst í að koma verkefnum af stað, skilja ferla og gera þá aðgengilega öðrum. Það hefur tekið mig svona ár að sjá stóru myndina á störfum þingmanna. Í sumar mun ég taka þessa þekkingu saman og gera aðgengilega öllum landsmönnum. Landsmenn geta þá glöggvað sig betur á störfum þingmanna og nýir þingmenn geta stytt þann tíma sem það tekur að komast inn í starfið.

Píratar eru svona fjögurra kjörtímabila verkefni. Á þeim tíma gerist tvennt. Í fyrsta lagi komast mörg grunnstefnumál okkar í lög og reglur og því minni þörf á okkur. Í öðru lagi munu aðrir flokkar taka upp stefnumál Pírata því þar er unga fylgið sem engin stjórnmálaflokkur getur lengi horft framhjá. Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Moggans, skrifaði grein í blaðið nýlega - Hvernig á að skilja Pírata? - þar sem hann hvatti Sjálfstæðismenn að gefa þessu gaum. Með þetta í huga er mikilvægt að undirbyggja starfið vel strax í upphafi á þann hátt að það nýtist öllum þingmönnum Pírata sem á eftir koma.

Fyrstu tvö ár þessa kjörtímabils nýtist ég til fulls við að koma verkefninu af stað. Síðari tvö árin er mikilvægara fyrir langtíma árangur Pírata að 
Ásta Helgadóttir varaþingmaður Pírata
 taki við þingstarfinu til að fara fram með þingreynslu í næstu þingkosningum. Í viðtali við New York Times nýlega sagði ráðningastjóri Google að næst mikilvægasti eiginleiki starfsmanna væri viljinn til að stíga fram og leiða hópinn þegar þess væri þörf. Jafn mikilvægt sagði hann vera að stíga til hliðar og hleypa öðrum að. Pírötum hefur gefst gæfa til að fá fólk í starfið sem horfir fyrst og fremst á að gera grunnstefnuna okkar að veruleika og láti völd og virðingarstöður ekki heilla sig um of. Slíku fólki er best hægt að treysta til að gera stjórnkerfið lýðræðislegra og stjórnsýsluna gagnsærri.

mbl.is Hyggst hætta á Alþingi eftir ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oddviti Pírata í Kópavogi hefur komið mér skemmtilega á óvart.

Ingólfur Árni Gunnarsson MBL.is

Ingólfur Árni Gunnarsson oddviti Pírata í Kópavogi hefur komið mér skemmtinlega á óvart. Hann er hæglátur og einbeittur maður. Hann lætur ekki mikið fyrir sér fara. Hann bíður átekta og kemur svo sterkur inn og af þekkingu í málefnum sem Pírötum eru kær, eins og kom skýrt fram í Stóru Málin á stöð 2. Þar komst bæjarstjórinn ekkert upp með að nudda tölurnar til að láta fjárhagsstöðu sveitafélagsins líta betur út en hún er. Ingólfur Árni steig inn og bæjarstjórinn viðurkenndi í tvígang að útskýringar Ingólfs væru réttar. 

Það er mikið af mjög færu ungu fólki á Íslandi sem fær framgöngu í Pírötum. Ingólfur Árni verður flottur málsvari grunnstefnu okkar Pírata í Kópavogi. - XÞ


mbl.is Aukið traust með auknu gegnsæi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnrétti trúfélaga gerir okkur öruggari.

Freedom of Religion
Grunnréttindin geta verið til vandræða. Fólk á það til að segja andstyggilega og móðgandi hluti um fjölskyldu okkar og vini, að ógleymdum spámönnunum. Flest erum við þó sammála að tjáningarfrelsi megi aðeins setja skorður - og þá aðeins með lögum - til að stöðva sannanleg brot á réttindum annarra. Það hefur engin rétt á því að vera ekki mógaður. Við höfum hins vegar rétt til að liggja ekki undir hótunum um líkamsmeiðingar eða verða fyrir þeim vegna orða sem æsa aðra til ofbeldis.

Ein af gagnrýninni sem múslimar fá oft er það ójafnrétti sem sumar konur þurfa að þola. Að þeir fórni jafnrétti fyrir trú sína og siði. Það er slæmur siður sama hver slíkt gerir. Það er slæmur siður að fórna jafnrétti, líka jafnrétti trúfélaga, til að hindra byggingu bænahúsa eins trúfélags umfram önnur. Við gerum ekki heimili okkar öruggari með því að rífa niður undirstöður öruggs samfélags - grunnréttindi okkar allra, þ.m.t. jafnrétti fyrir lögum.

Já grunnréttindin geta verið til vandræða, en þau gera okkur öruggari. Það tók forfeður okkar 800 ár hér á vesturlöndum að byggja þau upp. Það kostaði ómælanlega meira að byggja upp grunnréttindi okkar, en þau óþægindi sem við verðum fyrir við að varðveita þau.

Grunnstefna Pírata felst í því að vernda grunnréttindi okkar ásamt því að halda áfram vegferð forveranna við að efla þau enn frekar. Eitt af grunréttindunum er réttur allra til að koma að ákvörðunum sem þá varðar, t.d. í formi íbúalýræðis. Þau grunnréttindi eru réttilega 
háð sömu takmörkunum og tjáninga- og upplýsingafrelsið í grunnstefnu Pírata, að þau brjóti ekki á réttindum annarra. Íbúakosning um að takmarka réttindi eins tiltekins trúfélags eru brot á réttindum sem Píratar munu ekki styðja. Að sjálfsögðu getur Alþingi með lögum afturkallað forréttindi trúfélaga á borð við ókeypis lóðir og skattfríðindi. En þá skal það sama ganga yfir öll trúfélög og lög til skerðingar réttinda fólks eru ekki afturvirk.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband