Markmiðið er grunnstefna Pírata; ekki vel launuð innivinna.

XÞÞví fleiri Pírata sem við höfum sem horfa fyrst og fremst á að gera grunnstefnuna að veruleika og hvernig þeirra styrkleikar og áhugi nýtist best í því sameiginlega verkefni, því fyrr sjáum við gagnsæi hins opinbera og beinna lýðræði á Íslandi.

Styrkleiki minn í starfi felst í að koma verkefnum af stað, skilja ferla og gera þá aðgengilega öðrum. Það hefur tekið mig svona ár að sjá stóru myndina á störfum þingmanna. Í sumar mun ég taka þessa þekkingu saman og gera aðgengilega öllum landsmönnum. Landsmenn geta þá glöggvað sig betur á störfum þingmanna og nýir þingmenn geta stytt þann tíma sem það tekur að komast inn í starfið.

Píratar eru svona fjögurra kjörtímabila verkefni. Á þeim tíma gerist tvennt. Í fyrsta lagi komast mörg grunnstefnumál okkar í lög og reglur og því minni þörf á okkur. Í öðru lagi munu aðrir flokkar taka upp stefnumál Pírata því þar er unga fylgið sem engin stjórnmálaflokkur getur lengi horft framhjá. Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Moggans, skrifaði grein í blaðið nýlega - Hvernig á að skilja Pírata? - þar sem hann hvatti Sjálfstæðismenn að gefa þessu gaum. Með þetta í huga er mikilvægt að undirbyggja starfið vel strax í upphafi á þann hátt að það nýtist öllum þingmönnum Pírata sem á eftir koma.

Fyrstu tvö ár þessa kjörtímabils nýtist ég til fulls við að koma verkefninu af stað. Síðari tvö árin er mikilvægara fyrir langtíma árangur Pírata að 
Ásta Helgadóttir varaþingmaður Pírata
 taki við þingstarfinu til að fara fram með þingreynslu í næstu þingkosningum. Í viðtali við New York Times nýlega sagði ráðningastjóri Google að næst mikilvægasti eiginleiki starfsmanna væri viljinn til að stíga fram og leiða hópinn þegar þess væri þörf. Jafn mikilvægt sagði hann vera að stíga til hliðar og hleypa öðrum að. Pírötum hefur gefst gæfa til að fá fólk í starfið sem horfir fyrst og fremst á að gera grunnstefnuna okkar að veruleika og láti völd og virðingarstöður ekki heilla sig um of. Slíku fólki er best hægt að treysta til að gera stjórnkerfið lýðræðislegra og stjórnsýsluna gagnsærri.

mbl.is Hyggst hætta á Alþingi eftir ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Það hefur alltaf verið grunnstefna Pírata: Að þeytast yfir höfin á hriplegu skipi; Að ræna fólki, selja það í ánauð og krefjast lausnagjalds- og fara svo á tréfætinum í malbikun á strætum Barbarísins og drekka romm með Mollý á kvöldin. Ship ahoy.

Gaman verður að sjá reynslusögu sjóræningjans úr höll fáránleikans við Austurvöll.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 31.5.2014 kl. 16:52

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er nú ekki alveg sammála þér vilhjálmur með þetta. Píratarnir hafa unnið gott starf á Alþingi og hafa orðið mér og fleirum innblástur hvert stefna skal í átt til betra stjórnarfars. Þú horfir allt of mikið á kvikmyndir. En lýsingin er ansi góð hjá þér engu að síður en á við um löngu liðna sjóræningja. Þessi myndarlegi piltur með pípuna er mjög efnilegur sjóræningi.

Jósef Smári Ásmundsson, 13.6.2014 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband