Þeir sem tefja þingstörfin eru verðlaunaðir.

 
Hef undanfarið verið að leita annarra leiða en málþófs til að fá í þinglega meðferð mál sem almenn sátt er um hjá þingflokkum og varða hagsmuni meirihluta landsmanna, en eru ekki lögð fram af ráðherrum. Þingmenn allra flokka sem ég hef rætt við nefna það grímulaust að málþóf sé málið þegar skapa þarf stöðu til að fá málin sín afgreidd í þinginu. Þeir eru sammála um að það sé leiðinlegt og tímasóun en það virkar. 

Landsmenn eru orðnir langþreyttir á þessu og vantraustið á Alþingi samkvæmt skýrslu Félagsvísindastofnunnar Háskóla Íslands er m.a. tilkomið vegna þess að " vinnulag á þingi einkennist af aðgerða- og getuleysi þingmanna til að fylgja eftir og klára mál" en jafnframt vegna þess að "málþóf er á kostnað samvinnu og þess að unnið væri markvisst að málum með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi." 

Það er ósk margra þingmanna í minni- og meirihluta að við getum sameinast um að mál frá öllum flokkum sem varða 
ríka almannahagsmuni og almenn sátt ríkir um fái greiða afgreiðslu í þinginu. En eftir að hafa lesið lögin um þingsköp ásamt öðrum leikreglum þingsins og rætt við aðra þingmenn þá styrkist ég í trúnni um að þetta vinnulag á þingi mun ekki breytast fyrr en formenn flokkanna og þingforseti, sem ráða þessu, sammælast um það.

Tvennt er mér ljóst eftir þessa leit:
1. Þeir sem stjórna dagskrá þingsins verðlauna þá sem tefja þingstörfin.
2. Þingmenn hafa aðrar leiðir en málþóf til að tefja ótímabundið störf þingsins.


Staðsetning flugvallarins varðar alla landsmenn.

Einn hornsteina grunnstefnu Pírata er að allir hafa rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.

Skattfé allra landsmanna rennur í uppbyggingu nauðsynlegrar þjónustu hins opinbera í höfuðborginni (s.s. heilbrigðisþjónustu). Ákvarðanir um aðgengi að þeirri þjónustu varðar því alla landsmenn sem eiga því að hafa rétt til að koma að þeirri ákvörðun. Í stefnu Pírata í Reykjavík segir því að nauðsynlegt sé að ákveða framtíðarstaðsetningu flugvallarins í eins víðtækri sátt höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar og kostur er á.


mbl.is 71,2% Reykvíkinga vilja völlinn áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Economist: Þóríum kjarnorkuver að veruleika.

Þóríum er geislavirkur málmur sem kjarnorkuáætlun Bandaríkjanna sagði skilið við sökum þess hve erfitt var að búa til kjarnorkusprengjur úr honum, eins og The Economist greinir frá í vikunni. Sá eiginleiki ásamt mörgum öðrum gerir Þóríum að miklu betri valkosti til framleiða rafmagn en Úraníum. Í vöruhúsum víðsvegar um heiminn eru til Þóríum byrgðir til að framleiða rafmagn sem samsvarar núverandi þörft heimsins næstu þrjár aldirnar. Indland og Kína hafa komið á fót áætlun til að búa til Þóríum kjarnorguver til raforkuframleiðslu á næstu árum og gera það arðbært á næstu áratugum.

Samanburður á Þóríum og Úranínum til raforkuframleiðslu:
Framboð:
Þóríum er miklu algengara, ódýrara og dreyfðara um heiminn en Úraníum. Til eru margra alda byrgðir af málminum í vöruhúsum í dag.
Vinnsla: 
Þóríum er málmur sem er hættulaust að halda á með berum höndum, svo vinnsla og fluttningur er hættuminni en á Úraníum. Það þarf ekki að vinna Þóríum í skilvindum, því það sem kemur úr málmgrítinu klofnar 100%, samanborið við 0.7% af Úraníum. 
Brennsla: Þarf ekki kjarnorkuver sem heldur vatni undir þrýstingi sem skapar mengunarhættu. Hægt að skipta út eldsneytinu meðan kjarnaofninn vinnur. Auðvelt að slökkva á verinu ef eitthvað fer úskeiðis.
Úrgangur: Brennur nánast alveg upp og skilar því frá sér 100 sinnum minni úrgangi, sem er geislavirkur í árhundruð í stað milljónir ára.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband