Jafnrétti trúfélaga gerir okkur öruggari.
27.5.2014 | 16:36

Grunnréttindin geta verið til vandræða. Fólk á það til að segja andstyggilega og móðgandi hluti um fjölskyldu okkar og vini, að ógleymdum spámönnunum. Flest erum við þó sammála að tjáningarfrelsi megi aðeins setja skorður - og þá aðeins með lögum - til að stöðva sannanleg brot á réttindum annarra. Það hefur engin rétt á því að vera ekki mógaður. Við höfum hins vegar rétt til að liggja ekki undir hótunum um líkamsmeiðingar eða verða fyrir þeim vegna orða sem æsa aðra til ofbeldis.
Ein af gagnrýninni sem múslimar fá oft er það ójafnrétti sem sumar konur þurfa að þola. Að þeir fórni jafnrétti fyrir trú sína og siði. Það er slæmur siður sama hver slíkt gerir. Það er slæmur siður að fórna jafnrétti, líka jafnrétti trúfélaga, til að hindra byggingu bænahúsa eins trúfélags umfram önnur. Við gerum ekki heimili okkar öruggari með því að rífa niður undirstöður öruggs samfélags - grunnréttindi okkar allra, þ.m.t. jafnrétti fyrir lögum.
Já grunnréttindin geta verið til vandræða, en þau gera okkur öruggari. Það tók forfeður okkar 800 ár hér á vesturlöndum að byggja þau upp. Það kostaði ómælanlega meira að byggja upp grunnréttindi okkar, en þau óþægindi sem við verðum fyrir við að varðveita þau.
Grunnstefna Pírata felst í því að vernda grunnréttindi okkar ásamt því að halda áfram vegferð forveranna við að efla þau enn frekar. Eitt af grunréttindunum er réttur allra til að koma að ákvörðunum sem þá varðar, t.d. í formi íbúalýræðis. Þau grunnréttindi eru réttilega háð sömu takmörkunum og tjáninga- og upplýsingafrelsið í grunnstefnu Pírata, að þau brjóti ekki á réttindum annarra. Íbúakosning um að takmarka réttindi eins tiltekins trúfélags eru brot á réttindum sem Píratar munu ekki styðja. Að sjálfsögðu getur Alþingi með lögum afturkallað forréttindi trúfélaga á borð við ókeypis lóðir og skattfríðindi. En þá skal það sama ganga yfir öll trúfélög og lög til skerðingar réttinda fólks eru ekki afturvirk.
Grunnstefna Pírata felst í því að vernda grunnréttindi okkar ásamt því að halda áfram vegferð forveranna við að efla þau enn frekar. Eitt af grunréttindunum er réttur allra til að koma að ákvörðunum sem þá varðar, t.d. í formi íbúalýræðis. Þau grunnréttindi eru réttilega háð sömu takmörkunum og tjáninga- og upplýsingafrelsið í grunnstefnu Pírata, að þau brjóti ekki á réttindum annarra. Íbúakosning um að takmarka réttindi eins tiltekins trúfélags eru brot á réttindum sem Píratar munu ekki styðja. Að sjálfsögðu getur Alþingi með lögum afturkallað forréttindi trúfélaga á borð við ókeypis lóðir og skattfríðindi. En þá skal það sama ganga yfir öll trúfélög og lög til skerðingar réttinda fólks eru ekki afturvirk.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Eldhúsdagur: "Takk fyrir móttökurnar."
14.5.2014 | 23:14
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.5.2014 kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Makar Íslendinga settir í hættu.
13.5.2014 | 14:56
Izekor er gift Íslendinginum Gísla Jóhanni og hún er í hættu sé henni vísað úr landi. Ef það nægir ekki starfsmönnum Útlendingastofnunnar sem ríkar sanngirnisástæður til að veita undanþágu, þá heimila lögin Innanríkisráðherra að setja reglur sem veita undanþágu. Ábyrgðin er skýr. (sjá lögin að neðan):
Í lögum um útlendinga 10. gr. segir:
"[Með fyrirvara um ákvæði 45. og 46. gr. skal útlendingur sem sækir um dvalarleyfi í fyrsta skipti sækja um leyfið áður en hann kemur til landsins og er honum óheimilt að koma til landsins fyrr en umsóknin hefur verið samþykkt.]1) Frá þessu má víkja ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því eða samkvæmt reglum sem [ráðherra]2) setur."
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.5.2014 kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)