Réttindi barna hafin yfir vafa. - Annað er ekki í boði.

Réttindi barna hafin yfir vafaStjórnvöld munu ekki komast upp með annað en að verja réttindi barna, annað er ekki í boði á minni vakt, og þar eru börn sem verða fyrir einelti og börn á flótta í sérstaklega viðkvæmri stöðu.
 
Sem talsmaður barna hef ég heitið því að hafa réttindi barna sem leiðarljós í þingstarfinu og lögin um réttindi barna á Íslandi eru skýr, þau segja að:

"Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn."

Í þeim tilgangi hef ég í þingstarfinu meðal annars:
 
1. í dag verið að tala við Umboðsmann Barna og svo formann Velferðarnefndar Halldóru Mogensen um eftirlit með Útlendingastofnun, sem vill vísa úr landi börnunum Ali 9 ára og Mahdi 10 ára, og Zainab 14 ára og Amir 12 ára.
[Uppfært 16:51:
Helgi Hrafn var svo að óska svo eftir að Allsherjarnefnd Alþingis boði á sinn fund dómsmálaráðherra ásamt Umboðsmanni barna, UNICEF, Útlend­inga­stofn­un­ og kær­u­nefnd­a út­lend­inga­mála.]
 
2. hef átt þrjár óundirbúnar fyrirspurnir við ráðherra,
- við mennta- og menningamálaráðherra
 
3. fundað með forldrum barna sem beitt hafa verið einelti og sent fyrirspurnir á ráðherra um réttindi barnanna til verndar gegn einelti og hver beri ábyrgð á þeirri vernd:
1. 2. 3. 4.
 
4. sent forseta Íslands bréf til að fá leiðbeiningu um ábyrgð ráðherra á því að framfylgja lögum um réttindi barna.
 
5. mætt á dómskvaðningu í máli barns sem vísa á úr landi, og aðstoðað fulltrúa þess að vernda réttindi barnsins. Frá lögfræðingi barnsins lærði ég að Útlendingastofnun hefur heimild í lögum um að veita undanþágu um brottvísun barna til vendar réttinda þeirra. Ef Útlendingastofnun vanrækir það þá getur ráðherra sett reglugerð um að undanþágunni skuli beitt til að lögum um réttindi barna sé fylgt.
 
6. fundað með foreldrum fjögurra barna sem fá ekki full réttindi hér á landi sökum þjóðernis foreldris (sem er skýrt bannað að gera réttindi barns háð réttindum foreldris í lögum um réttindi barnsins),
 
7. fengið samþykkta skýrslubeðini á forsætisráðherra um að öll réttindi barna séu takin saman og hver ber ábyrgð á því að framfylgja þeim.
 
8. sent fjölda fyrirspurna á ráðherra um réttindi barna:
1. 2. 3. 4. 5. 6.

9. Haldið landsmönnum og þingnu upplýstum um starfið sem talsmaður barna og ábyrgð valdahafa í málefnum barna, í störfum þingsins:
1. 2. 3. 4. 5. 
 
Réttindi barna eiga að vera hafin yfir vafa, og annað er ekki í boði!

mbl.is Fara þurfi yfir framkvæmd útlendingalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvernig komu þessi börn hingsð til að lenda svona á okkar ábyrgð?

Höfum við engin réttindi

Halldór Jónsson, 4.7.2019 kl. 15:25

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vesalings öfgahægrikarlarnir.

Verið að taka af þeim réttindin. cool

Þorsteinn Briem, 4.7.2019 kl. 15:43

3 identicon

Hefurðu misst einhver réttindi Halldór Jónsson við komu þeirra?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 4.7.2019 kl. 16:11

4 identicon

Hvar varst þú þegar barist var fyrir börnin sem búa við tálmum. Þá heyrði ég þig ekki tala um Barnasáttmálann eða réttindi barnanna að umgangast báða foreldra sína. Menn virðast slá sig til riddara í málefnum barna, þegar hátíðisdagar eru. Þess á milli mega þau eiga sig og sáttmálar sem við höfum samþykkt.

Hvernig tókst þú á frumvarpinu sem Brynjar lagði fram til verndar börnum sem fá ekki að hitta útilokað foreldri þrátt fyrir dóm?

Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2019 kl. 20:23

5 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Börn sem eru tálmuð eiga að fá betri varnir. Hef rætt við Brynjar Níelsson um þetta.

Sagði að hvað með að þeir forræðamenn sem tálma rétt barnsins að hitta foreldri missi sjálf forræði eftir réttláta málsmeðferð.

Ef ég man rétt sagði hann að það væri svipað og í einhverru norðurlandanna. Það sýnist mér vera leiðin.

En hann vill frekar setja upp sektir (sem mismuna fólki eftir efnahag) og fangelsisdóm, sem tálmar rétt barnsins til að vera með því foreldri. 

Jón Þór Ólafsson, 5.7.2019 kl. 07:45

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jón Þór getur þú útskýrt afhverju er líf þessara barna dýrmætara en líf barna í íslenskum móðurkviði.

Ragnhildur Kolka, 5.7.2019 kl. 10:34

7 identicon

Takk fyrir að svara.

Við setjum fólk í fangelsi þegar lög eru brotin. Af hverju er þetta eini brotaflokkurinn, gegn börnum taktu eftir, sem þolir ekki þá refsingu. Að hafa verið vitni af tálmunum get ég fullvissað þig um að málin munu ekki ganga svo langt áður en foreldri lætur af þessari valdníðslu og hefnd. Hugsar sig tvisvar um áður en vopninu, barnið, er beitt á þennan ógeðfelldan hátt. Man ekki betur en þá hrópuðu þingmenn upp, væri svo óréttlátt fyrir móður og myndi lenda á henni. Sem sagt til verndar móður má pynta barn. Foreldri sem tálmar, móðir og faðir, eiga að taka afleiðingum gjörða sinni, fangelsi ef það er úrræðið sem og forsjársvipting. 

Á meðan þessu börn þjást, því langtímaáhrif á heilsu barna vegna tálmunar hefur verið rannsakað, og þau kljást við sömu afleiðingar og þessi blessuð börn sem þú vilt bjarga með því að fara á sveig við lögin. Tek ekki afstöðu um það mál. Ekki nóg með það útilokaða foreldrið kvelst líka, svo það þjást allir og þið gerið ekkert.

Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2019 kl. 10:48

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er rannsakað hér hvort fylgdarmenn barna eru raunverulegir foreldrar?  Það mun vera vandamál vestan hafs að óprúttnir beiti fyrir sig annarra manna börnum vegna þess að þau geta verið lykillinn að landvistarleyfi.

Kolbrún Hilmars, 5.7.2019 kl. 11:39

9 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Mjög góð innlegg hér frá Helgu Sverrisdóttur og Ragnhildi Kolka. Góð líka ábendingin frá Kolbrúnu Hilmars -- og sú fyrsta frá Halldóri

Þorsteinn Úlfar Björnsson spyr, hvort Halldór Jónsson hafi misst einhver réttindi við komu þessara barna. En bæði hann og aðrir Íslendingar munu fara á mis við marga milljarða, tugi milljarða króna úr þegar aðkrepptum ríkissjóði, ef hér skapast þær aðstæður, að landamærin verða opnuð í reynd fyrir innkomu þúsunda fjölskyldna hælisleitenda, m.a. frá Grikklandi, Ítralíu og Spáni, já, þótt þeir komi EKKI frá stríðshrjáðum svæðum og hafi í raun þegar fengið samþykkta alþjóðlega vernd í þeim löndum --- en til hvers þá að leita hingað í kjölfarið?! Kannski af því að þessir vinstri-mótmælamenn hafa minni trú á Evrópusambandslöndum en Íslandi?

En hvað sem þessu líður, eru það foreldrar þessara barna (eða hugsanlega aðrir fylgdarmenn) sem tóku ákvörðun um þessa óvissuferð til Íslands.

Afgreiða þarf mál hælisleitenda á mesta lagi einni viku eftir komu þeirra til landsins. Við erum hér með samþykkta flóttamannakvóta og þurfum ekki að bæta neinum óvissufjölda betur setts fólks við þá kvóta -- og heldur ekki að gefa út óútfylltar ávísnir á ríkissjóð í margmilljarðatali -- og sízt neitt unnið við það að bæta hér við þúsundum múslima.

En vitaskuld tókst Katrínu Jakobsdóttur (sem gefur ófæddum börnum íslenzkum engan rétt allt fram að fæðingu!) að gefa út undanlátssama og vitavitlausa yfirlýsingu um þetta mál, með því að setja þetta í farveg þess, að börnin eigi bara að ráða þessu, eins og ég heyrði nú í hádegisútvarpi Rúv. Katrín sú er farin að minna mann á orð Bjarna skálds Thorarensen: "Íslands óhamingju verður allt að vopni".

Og þvílík vangæfa hefur nú þegar hlotizt af því á marga lund, að Sjálfstæðisflokkurinn lagðist í eitt flet með þessum Vinstri græningjum!

Kristin stjórnmálasamtök, 5.7.2019 kl. 12:53

10 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Afsakið, en þetta innlegg er ekki frá Kristnum stjórnmálasamtökum, heldur mér, Jóni Val Jenssyni, sem láðist að logga mig út af Krist.blog.is.

Kristin stjórnmálasamtök, 5.7.2019 kl. 12:55

11 identicon

Hvet þig Jón Þór til að lesa þessa grein, hún er á sænsku en auðskiljanleg hafir þú einhver tök á skandínavískri tungu. Útilokað foreldri líður meira en foreldri sem hefur þurft að jarða barn sitt samkvæmt rannsókninni.

https://svenska.yle.fi/artikel/2016/11/20/berova-inte-barnet-sin-foralder-vid-skilsmassa-kan-vara-varre-dod-foraldern?utm_source=facebook-share&utm_medium=social&fbclid=IwAR18yS-gECN40bt95A1B_TrzvpyG-usarnP35-QvCoAK6M0lxfsXdF8kGV0

Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2019 kl. 12:59

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Kristilega kærleiksblómin spretta, í kringum hitt og þetta." cool

Þorsteinn Briem, 5.7.2019 kl. 13:56

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bráðum springa mörlenskir þjóðernissinnar, múslíma- og hommahatarar í loft upp af örvinglan og bræði þannig að sviðakjammar og súrsaðir hrútspungar dreifast yfir heimsbyggðina. cool

Þorsteinn Briem, 5.7.2019 kl. 14:01

14 identicon

Ofurkrissarnir komnir saman.. blanda saman flóttafólki og lélegum kjörum öryrkja og aldraðra... toppa svo geðveikina með því að blanda inn þungunarrofi.
Geggjunin er algjör.

DoctorE (IP-tala skráð) 7.7.2019 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband